Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

71. fundur 29. ágúst 2017 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Erna Björnsdóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Staða sauðfjárbænda og tengdrar atvinnustarfsemi í Norðurþingi

Málsnúmer 201708067Vakta málsnúmer

Staða og framtíð sauðfjárbúskapar er í uppnámi vegna boðaðrar mikillar lækkunar afurðarverðs til bænda. Þetta kemur til viðbótar við þá miklu lækkun sauðfjárafurða sem varð á liðnu ári. Gífurlegt tekjutap blasir við sauðfjárbændum með tilheyrandi keðjuverkandi áhrifum á atvinnuvegi sem byggja á sauðfjárbúskap. Í Norðurþingi er sauðfjárbúskapur einn af undirstöðuatvinnuvegum og jafnframt kjölfesta búsetu.
Til máls tóku Óli, Kristján, Hjálmar og Kjartan.



Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í sauðfjárrækt. Boðuð hefur verið lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda. Verði af þeirri lækkun er um gríðarlegt tekjutap að ræða fyrir sauðfjárbændur og skapast getur forsendubrestur fyrir áframhaldandi búrekstri. Í Norðurþingi eru öflug sauðfjárræktarsvæði þar sem sauðfjárrækt er ein grunnstoða atvinnulífs og samfélags. Einnig eru reknar tvær afurðastöðvar í sveitarfélaginu. Hrynji rekstargrundvöllur í sauðfjárrækt mun það hafa umfangsmiklar neikvæðar afleiðingar á atvinnulíf, bæði bein og afleidd störf, búsetu og byggðaþróun almennt í sveitarfélaginu Norðurþingi.
Sveitarstjórn Norðurþings skorar á stjórnvöld að bregðast skjótt við þeim vanda sem blasir við og þær aðgerðir sem gripið verði til verði sauðfjárræktinni til styrkingar og eflingar til framtíðar.



Bókunin er samþykkt samhljóða.

2.Beiðni um lausn frá störfum í yfirkjörstjórn Norðurþings

Málsnúmer 201706188Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni frá Hönnu Ásgeirsdóttur um lausn frá störfum í yfirkjörstjórn Norðurþings vegna flutnings úr sveitarfélaginu.

Forseti gerir tillögu um að kjörstjórnin verði þannig skipuð:
Ágúst Óskarsson formaður, Bergþóra Höskuldsdóttir, kemur ný inn sem aðalmaður og Hallgrímur Jónsson, kemur nýr inn sem aðalmaður.
Varamenn verði sem áður þeir: Guðbjartur Ellert Jónsson, Pétur Skarphéðinsson og Sigmundur Hreiðarsson.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

3.Beiðni um lausn frá störfum í kjörstjórn Norðurþings

Málsnúmer 201705199Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni frá Höskuldi Skúla Hallgrímssyni um lausn frá störfum í yfirkjörstjórn Norðurþings vegna flutnings úr sveitarfélaginu.

Forseti gerir tillögu um að kjörstjórnin verði þannig skipuð:
Ágúst Óskarsson formaður, Bergþóra Höskuldsdóttir, kemur ný inn sem aðalmaður og Hallgrímur Jónsson, kemur nýr inn sem aðalmaður.
Varamenn verði sem áður þeir: Guðbjartur Ellert Jónsson, Pétur Skarphéðinsson og Sigmundur Hreiðarsson.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

4.Staðgengill sveitarstjóra

Málsnúmer 201701014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að nú hefur verið ráðinn nýr fjármálastjóri Norðurþings og lagt til að fjármálastjóri verði staðgengill sveitarstjóra eins og segir í samþykktum Norðurþings. En vegna aðstæðna var skrifstofustjóri staðgengill sveitarstjóra fram til þessa.
Til máls tók Kristján.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

5.Sandfell - starfsmannaaðstaða

Málsnúmer 201706007Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dags. 28. ágúst 2017 fer Gísli Tryggvason hdl hjá VestNord lögmönnum fram á að sveitarstjórn fjalli um beiðni Byggingarfélagsins Sandfells ehf um leyfi til að reisa starfsmannahús með gistiaðstöðu fyrir allt að 25 manns á þremur lóðum við Hraunholt. Áður fjallaði byggðaráð Norðurþings um erindi Byggingarfélagsins Sandfells á fundi sínum 1. júní s.l og hafnaði því að veita stöðuleyfi fyrir svefnskálum Sandfells.
Til máls tóku Óli, Hjálmar, Kristján og Erna.

Bókun sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir bókun og afstöðu byggðarráðs frá 1. júní 2017 og telur ekki heppilegt að heimila starfsmannabúðir sem þessar innan íbúðasvæðis í Holtahverfi. Umræddar lóðir eru nærri þegar byggðum einbýlishúsum og ekki er vilji innan sveitarstjórnar til að bjóða íbúum svæðisins upp á aukið áreiti sem líklegt verður að teljast að fylgi vinnubúðum af þessu tagi. Félaginu hefur þegar verið bent á að mögulega mætti koma svefnskálum fyrir við Dvergabakka. Sveitarstjórn hafnar því uppbyggingu tímabundinna svefnskála við Hraunholt.

Bókunin er samþykkt samhljóða.

6.Orkuveita Húsavíkur ohf - 167

Málsnúmer 1706009Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 167. Orkuveitu Húsavíkur.
Fundargerðin er lögð fram.

7.Byggðarráð Norðurþings - 218

Málsnúmer 1706010Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 218. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Skatttekjur 2017": Hjálmar, Kristján og Óli.

Fundargerðin er lögð fram.

8.Byggðarráð Norðurþings - 219

Málsnúmer 1707001Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 219. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 8 "Fasteignagjöld í Norðurþingi": Hjálmar, Kristján og Óli.

Til máls tóku undir lið 1 "Húsnæðismál í Norðurþingi": Kjartan, Óli, Kristján og Soffía.

Til máls tóku undir lið 2 "Umræður um stöðu Framhaldsskólans á Húsavík": Soffía, Kristján, Hjálmar, Óli og Erna.

Fundargerðin er lögð fram.

9.Hafnanefnd - 16

Málsnúmer 1707002Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 16. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Starfsmannamál á höfnum Norðurþings": Hjálmar, Kristján og Trausti.

Fundargerðin er lögð fram.

10.Framkvæmdanefnd - 19

Málsnúmer 1707003Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 19. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

11.Byggðarráð Norðurþings - 220

Málsnúmer 1707005Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 220. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

12.Byggðarráð Norðurþings - 221

Málsnúmer 1707006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 221. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

13.Byggðarráð Norðurþings - 222

Málsnúmer 1708001Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 222. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

14.Byggðarráð Norðurþings - 223

Málsnúmer 1708004Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 223. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Endurskoðun á samþykktum Norðurþings": Hjálmar, Óli, Kristján og Erna.

Til máls tóku undir liðum 9 og 10 "Kjarasamningar við Félag grunnskólakennara": Hjálmar, Óli, Soffía, Erna, Trausti, Kristján og Örlygur.

Hjálmar og Soffía lögðu fram eftirfarandi bókun: Enn hnignar stjórnarsýslan hjá Norðurþingi; fulltrúar sem eiga ekki seturétt á fundi leggja fram tillögur, mál koma til afgreiðslu þó að þau hafi þegar hlotið stjórnsýslulega meðferð og niðurstöðu og fundargerðir nefnda ekki staðfestar í sumarleyfi sveitarstjórnar. Við verðum að gera betur.

Hjálmar Bogi & Soffía Helgadóttir

Meirihluti leggur fram eftirfarandi bókun: Meirihluti sveitarstjórnar blæs á þær fullyrðingar að stjórnsýsla sveitarfélagsins fari hnignandi. Starfsmenn og kjörnir fulltrúar vanda sín störf við undirbúning og afgreiðslu mála, nú sem fyrr.

Til máls tók undir lið 12 "Fundargerðir Eyþings": Kjartan


Fundargerðin er lögð fram.

15.Æskulýðs- og menningarnefnd - 12

Málsnúmer 1708005Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 12. æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

16.Félagsmálanefnd - 14

Málsnúmer 1708007Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 5 "Endurskoðun stjórnsýslu og eftirlits á sviði félagsþjónustu og barnaverndar": Örlygur og Olga.

Örlygur leggur fram eftirfarandi bókun: Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði árið 2014 nefnd til þess að endurskoða stjórsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar með það að markmiði að styrkja undirstöður heildstæðrar félagsþjónustu ríkis og sveitarfélaga og skilja með skýrum hætti á milli stjórnunar og eftirlits annars vegar, og þess að veita þjónustuna hins vegar. Nefndinni var meðal annars falið að skoða hugsanlega stofnun sérstakrar stjórnsýslu-og eftirlitsstofnunar.

Er það tillaga nefndarinnar að sett verði á laggirnar sérstök stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun, Fjölskyldustofa, sem sinni almennum stjórnsýsluverkefnum og eftirliti á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndar, málefna fatlaðs fólks, aldraðra og innflytjenda.

Þó flutningur ríkisstofnanna frá höfuðborgarsvæði og út á landi hafi almennt gefið góða raun til lengri tíma, er vel þekkt að slíkar tilfærslur hafa valdið deilum og í einhverjum tilfellum mikilli óánægju meðal starfsfólks þeirra stofnanna sem um ræðir og hefur það umrót til skamms tíma haft neikvæð áhrif. Því er sérstaklega mikilvægt að horft sé til þess þegar nýjar stofnanir eru settar á fót að hugað sé að byggðasjónarmiðum við val á staðsetningu þeirra.

Því skorar Sveitarstjórn Norðurþings á ráðherra að horfa til staðsetningar Fjölskyldustofu á landsbyggðini, og lýsir sveitarstjórn áhuga á að stofnunin verði hýst í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða bókun.

Fundargerðin er lögð fram.

17.Fræðslunefnd - 16

Málsnúmer 1708002Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 16. fundar fræðslunefnd Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

18.Framkvæmdanefnd - 20

Málsnúmer 1708006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 20. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Landleigusamningur um Saltvíkehf2": Hjálmar Bogi biður um að bætt verði við fundargerðina að hann hafi vikið af fundi við umræðu og afgreiðslu þessar liðar.

Til máls tók undir lið 5 "Uppbygging slökkvistöðvar": Hjálmar, Óli, Jónas og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

19.Byggðarráð Norðurþings - 224

Málsnúmer 1708008Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 224. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.