Fara í efni

Sandfell - starfsmannaaðstaða

Málsnúmer 201706007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 215. fundur - 01.06.2017

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá byggingarfyrirtækinu Sandfelli um tímabundna starfsmannaaðstöðu/svefnskála í Holtahverfi á Húsavík.
Byggðarráð hafnar því að veita tímabundið leyfi til sólarhrings starfsmannabúða í Holtahverfi. Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa að finna aðra staðsetningu til samræmis við umræður á fundinum.

Sveitarstjórn Norðurþings - 71. fundur - 29.08.2017

Með tölvupósti dags. 28. ágúst 2017 fer Gísli Tryggvason hdl hjá VestNord lögmönnum fram á að sveitarstjórn fjalli um beiðni Byggingarfélagsins Sandfells ehf um leyfi til að reisa starfsmannahús með gistiaðstöðu fyrir allt að 25 manns á þremur lóðum við Hraunholt. Áður fjallaði byggðaráð Norðurþings um erindi Byggingarfélagsins Sandfells á fundi sínum 1. júní s.l og hafnaði því að veita stöðuleyfi fyrir svefnskálum Sandfells.
Til máls tóku Óli, Hjálmar, Kristján og Erna.

Bókun sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir bókun og afstöðu byggðarráðs frá 1. júní 2017 og telur ekki heppilegt að heimila starfsmannabúðir sem þessar innan íbúðasvæðis í Holtahverfi. Umræddar lóðir eru nærri þegar byggðum einbýlishúsum og ekki er vilji innan sveitarstjórnar til að bjóða íbúum svæðisins upp á aukið áreiti sem líklegt verður að teljast að fylgi vinnubúðum af þessu tagi. Félaginu hefur þegar verið bent á að mögulega mætti koma svefnskálum fyrir við Dvergabakka. Sveitarstjórn hafnar því uppbyggingu tímabundinna svefnskála við Hraunholt.

Bókunin er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 72. fundur - 19.09.2017

Lögfræðingur Sandfells hefur farið fram á frekari rökstuðning sveitarstjórnar Norðurþings vegna synjun þeirra á beiðni Byggingarfélagsins Sandfells ehf um leyfi til að reisa starfsmannahús með gistiaðstöðu fyrir allt að 25 manns á þremur lóðum við Hraunholt. En sveitarstjórn Norðurþings synjaði erindi á 71. fundi sínum þann 29. ágúst sl.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu á grunni minnisblaðs sem liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 260. fundur - 09.08.2018

Norðurþingi hefur borist bréf frá Gísla Tryggvasyni lögmanni fyrir hönd Byggingarfélagsins Sandfells ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum um bætur frá sveitarfélaginu Norðurþingi vegna synjunar um stöðuleyfi/byggingarleyfi vegna starfsmannahúsa við Hraunholt til handa Byggingarfélaginu Sandfelli ehf. kt. 701293-6739.

Byggðarráð hafnar framkominni kröfu og felur lögmanni sínum að gera drög að svari við erindinu.