Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

72. fundur 19. september 2017 kl. 16:15 - 18:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson Forseti
  • Soffía Helgadóttir 1. varaforseti
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Skipulags- og umhverfisnefnd - 20

Málsnúmer 1708011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 20. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

2.Fræðslunefnd - 17

Málsnúmer 1709006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 17. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

3.Fræðslunefnd - 18

Málsnúmer 1709007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 18. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

4.Framkvæmdanefnd - 21

Málsnúmer 1709004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 21. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Almennt um sorpmál 2017" og lið 3 "Gjaldskrá sorphirðu": Hjálmar, Óli, Kjartan, Soffía, Kristján og Trausti.

Til máls tóku undir lið 5 "Frístundarheimilið Tún - húsnæðismál": Hjálmar, Óli, Kjartan og Kristján.

Til máls tóku undir lið 12 "Ísland ljóstengt 2017": Soffía, Kristján, Óli og Olga.

Fundargerðin er lögð fram.

5.Beiðni um lausn frá störfum úr sveitarstjórn og öðrum nefndum Norðurþings

Málsnúmer 201709057Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Ernu Björnsdóttur um lausn frá störfum í sveitarstjórn þar sem hún hyggur á flutning lögheimilis úr sveitarfélaginu og mun þar af leiðandi missa kjörgengi sitt skv. 22.gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina samhljóða.

6.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga um forseta sveitarstjórnar út kjörtímabil forseta.

Gerð er tillaga um Örlyg Hnefil Örlygsson sem forseta sveitarstjórnar út kjörtímabil forseta.


Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga um nýjan formann og nýjan varamann í æskulýðs- og menningarnefnd.

Gerð er tillaga um Jóhönnu S. Kristjánsdóttur sem formann og Örlyg Hnefil Örlygsson sem varamann.




Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga um nýjan varamann í framkvæmdanefnd í tímabundnu leyfi Kjartans Páls Þórarinssonar vegna fæðingarorlofs í október 2017.

Gerð er tillaga um Benóný Valur Jakobsson sem varamann í leyfi Kjartans Páls Þórarinssonar.




Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi tillögur um nýjan skipan í tveimur undirkjörstjórnum Norðurþings á Húsavík vegna flutninga eins aðalmanns og tveggja varamanna úr sveitarfélaginu.

Gerð er tillaga um að undirkjörstjórn 1. Húsavík verði eftirfarandi:
Aðalmenn:
Atli Jespersen, var varamaður kemur inn sem aðalmaður.
Snædís Gunnlaugsdóttir, áfram aðalmaður.
Pétur Helgi Pétursson, áfram aðalmaður.
Varamenn:
Grétar Sigurðarson, áfram varamaður.
Hermína Hreiðarsdóttir, kemur inn ný sem varamaður.
Jón Höskuldsson, kemur inn nýr sem varamaður.

Gerð er tillaga um að undirkjörstjórn 2. Húsavík verði eftirfarandi:
Aðalmenn:
Elín Sigurborg Harðardóttir, áfram aðalmaður.
Rannveig Benediktsdóttir, áfram aðalmaður.
Pálmi Jakobsson, áfram aðalmaður.
Varamaður:
Arnar Sigurðsson, áfram varamaður.
Gunnar Jóhannson, áfram varamaður.
Guðmundur A. Aðalsteinsson, kemur inn nýr sem varamaður.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir tillögu um forseta samhljóða.


Til máls tóku; Hjálmar og Örlygur.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir aðrar tillögur samhljóða.

7.Gestahus cottages.is óskar eftir breytingu á lóðarmörkum á milli Kaldbaks og Kaldbaks Skógarkots.

Málsnúmer 201708070Vakta málsnúmer

Á 20. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

8.Sandfell - starfsmannaaðstaða

Málsnúmer 201706007Vakta málsnúmer

Lögfræðingur Sandfells hefur farið fram á frekari rökstuðning sveitarstjórnar Norðurþings vegna synjun þeirra á beiðni Byggingarfélagsins Sandfells ehf um leyfi til að reisa starfsmannahús með gistiaðstöðu fyrir allt að 25 manns á þremur lóðum við Hraunholt. En sveitarstjórn Norðurþings synjaði erindi á 71. fundi sínum þann 29. ágúst sl.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu á grunni minnisblaðs sem liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða.

9.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Á 17. fundi hafnanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Hafnanefnd samþykkir breytingu á deiliskipulaginu eins og hún var kynnt og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók; Soffía.

Breytingin á deiliskipulagi er samþykkt samhljóða.

10.Gatnagerðargjöld 2017

Málsnúmer 201709058Vakta málsnúmer

Á 21. fundi framkvæmdarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Framkvæmdanefnd leggur til að afsláttur gatnagerðargjalda af umræddum lóðum verði framlengdur um 1 ár.
Miðast afslátturinn þá við að einbýlishús verði fokheld fyrir lok árs 2018 og fjölbýlishús fyrir lok árs 2019.
Hjálmar Bogi Hafliðason og Kjartan Páll Þórarinsson óska bókað að veittur verði sami afsláttur af 5 lausum lóðum á E-svæði Holthverfis.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

11.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tók; Kristján.

12.Skipun í fulltrúaráð Eyþings

Málsnúmer 201701036Vakta málsnúmer

Á 64. fundi sveitarstjórnar Norðurþings voru skipaður tveir aðalmenn í fulltrúaráð Eyþings. Ekki voru skipaðir varamenn en nú liggur fyrir sveitarstjórn eftirfarandi tillaga:

Varamenn Norðurþings í fulltrúaráði Eyþings verði Óli Halldórsson og Örlygur Hnefill Örlygsson.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

13.Byggðarráð Norðurþings - 225

Málsnúmer 1708010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 225. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 6 "Beiðni um rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2017": Hjálmar og Óli.

Fundargerðin er lögð fram.

14.Hafnanefnd - 17

Málsnúmer 1708012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 17. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

15.Orkuveita Húsavíkur ohf - 168

Málsnúmer 1709001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 168. fundar Orkuveitu Húsavíkur.
Til máls tók undir lið 1 "OH Breyting á stjórn sept. 2017": Hjálmar og Örlygur.

Hjálmar og Soffía leggja fram eftirfarandi bókun:

"Í aðgerðaráætlun Jafnréttis- og framkvæmdaáætlunar Norðurþings segir: "Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með þremur fulltrúum skal meirihluti skipa fulltrúa af báðum kynjum". Aðeins karlar skipa nú stjórn Orkuveitu Húsavíkur. Hér er meirihlutinn að brjóta áætlun Norðurþings um skipan í nefndir og ráð. Sá aðili í stjórnsýslunni sem ber ábyrgð á málinu er sveitarstjórn og því mótmælum við þessari skipan. Um leið er það veikleiki í hnignandi stjórnsýlu Norðurþings að formenn nefnda og ráða skulu ekki koma úr hópi kjörinna fulltrúa."

Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Helgadóttir

Fundargerðin er lögð fram.

16.Orkuveita Húsavíkur ohf - 169

Málsnúmer 1709002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 169. fundar Orkuveitu Húsavíkur.
Fundargerðin er lögð fram.

17.Byggðarráð Norðurþings - 226

Málsnúmer 1709003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 226. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Fundir hverfisráða Norðurþings": Soffía og Kristján.


Fundargerðin er lögð fram.

18.Æskulýðs- og menningarnefnd - 13

Málsnúmer 1709005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 13. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Framhaldsskólinn á Húsavík - 30 ára afmæli": Örlygur og Óli.

Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu: Ein af grundvallarstofnunum í sveitarfélaginu Norðurþingi er Framhaldsskólinn á Húsavík. Skólinn er stór þáttur í búsetugæðum svæðisins og nauðsynlegur innviður til frekari vaxtar svæðisins. Skólinn er mikilvægur út frá félagslegum sjónarmiðum, fjölskyldulegum sjónarmiðum og byggðasjónarmiðum. Hann er liður í að styrkja og efla menntunarstig samfélagsins og jafnframt stór vinnustaður í sveitarfélaginu.
Standa þarf vörð um skólann hér eftir sem hingað til. Sveitarstjórn Norðurþings mun beita öllum mætti sínum í því máli. Skólinn fagnaði 30 ára afmæli sínu í liðinni viku og af því tilefni færir Norðurþing skólanum 300 þúsund að peningagjöf sem skiptist jafnt milli skólans og nemendafélags hans. Sveitarstjórn óskar Framhaldsskólanum á Húsavík til hamingju með árin 30 og farsældar í framtíðinni.

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Óli vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.



Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:05.