Fara í efni

Gatnagerðargjöld 2017

Málsnúmer 201709058

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 21. fundur - 13.09.2017

Framkvæmdanefnd lagði til við sveitarstjórn á síðasta ári að veittur yrði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum vegna bygginga á eftirfarandi lóðum á Húsavík.

- Stakkholt 5 og 7.
- Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11.
- Urðargerði 5.
- Steinagerði 5.
- Lyngholt 26 til 32.
- Lyngholt 42 til 48.
- Grundargarður 2.

Miðaðist afsláttur vegna einbýlishúsa við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2017.
Afsláttur fjölbýlishúss miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2018.

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort þessi afsláttur af gatnagerðargjöldum verði framlengdur, til hvaða lóða hann nær og við hvaða tímamörk skal miða að hús verði fokheld.
Framkvæmdanefnd leggur til að afsláttur gatnagerðargjalda af umræddum lóðum verði framlengdur um 1 ár.
Miðast afslátturinn þá við að einbýlishús verði fokheld fyrir lok árs 2018 og fjölbýlishús fyrir lok árs 2019.
Hjálmar Bogi Hafliðason og Kjartan Páll Þórarinsson óska bókað að veittur verði sami afsláttur af 5 lausum lóðum á E-svæði Holthverfis.

Sveitarstjórn Norðurþings - 72. fundur - 19.09.2017

Á 21. fundi framkvæmdarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Framkvæmdanefnd leggur til að afsláttur gatnagerðargjalda af umræddum lóðum verði framlengdur um 1 ár.
Miðast afslátturinn þá við að einbýlishús verði fokheld fyrir lok árs 2018 og fjölbýlishús fyrir lok árs 2019.
Hjálmar Bogi Hafliðason og Kjartan Páll Þórarinsson óska bókað að veittur verði sami afsláttur af 5 lausum lóðum á E-svæði Holthverfis.
Tillagan er samþykkt samhljóða.