Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

260. fundur 09. ágúst 2018 kl. 08:25 - 09:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Sandfell - starfsmannaaðstaða

Málsnúmer 201706007Vakta málsnúmer

Norðurþingi hefur borist bréf frá Gísla Tryggvasyni lögmanni fyrir hönd Byggingarfélagsins Sandfells ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum um bætur frá sveitarfélaginu Norðurþingi vegna synjunar um stöðuleyfi/byggingarleyfi vegna starfsmannahúsa við Hraunholt til handa Byggingarfélaginu Sandfelli ehf. kt. 701293-6739.

Byggðarráð hafnar framkominni kröfu og felur lögmanni sínum að gera drög að svari við erindinu.

2.Stofnfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses.

Málsnúmer 201807105Vakta málsnúmer

Boðað hefur verið til stofnfundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. þann 22. ágúst n.k. kl. 15:00 á Fosshótel Húsavík.
Vegna framkominna athugasemda hluta fundarmanna um að löglega hafi verið staðið að málum á stofnfundi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. 28. júní sl. hafa forsvarsmenn sveitarfélaganna á starfssvæðinu komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að boða til fundarins að nýju.
Óli og Helena samþykkja að félagaformi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verði breytt úr ehf. í ses. og vísa málinu til frekari umræðu á sveitarstjórnarfundi í ágúst. Jafnframt er sveitarstjóra falið að hafa samráð við væntanlega stofnendur.

Bergur Elías situr hjá við afgreiðslu málsins.

Guðbjartur Ellert leggur fram eftirfarandi tillögu;
Takist stofnaðilum ekki að samræma aðkomu sína að stofnuninni fyrir áformaðan stofnfund Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. þann 22. ágúst n.k. verði honum frestað.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

3.Kærð ákvörðun um álagningu skipulagsgjalda á tímabundnar starfsmannabúðir að Bakka við Húsavík

Málsnúmer 201612178Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Norðurþings á álagningu skipulagsgjalds vegna starfsmannabúða á lóðunum Dvergabakka 1,3 og 4, Bakka við Húsavík, að fjárhæð kr. 4.604.694. Úrskurðarðorð nefndarinnar eru; "Hin kærða álagning skipulagsgjalds á hendur Norðurþingi vegna starfsmannabúða á lóðunum Dvergabakka 1,3 og 4, Bakka við Húsavík, að fjárhæð kr. 4.604.694, er felld úr gildi."
Lagt fram til kynningar.

4.Drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar.

Málsnúmer 201808001Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga og óskar eftir umsögnum um þær í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða nýjar reglur um úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum sem veittir eru til verkefna á grundvelli byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024.
Reglunum er ætlað að tryggja að gætt sé jafnræðis, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða við úthlutun og umsýslu styrkja og framlaga úr byggðaáætlun. Reglurnar kveða meðal annars á um að ráðherra upplýsi árlega um skiptingu fjárheimilda til byggðaáætlunar og annarra byggðatengdra verkefna. Upplýsingarnar nái bæði til skuldbundinna framlaga en einnig styrkja og framlaga sem ráðherra úthlutar að undangengnu umsóknarferli. Þá fjalla reglurnar um hvernig standa skuli á auglýsingum um styrki og framlög, úthlutunarskilmálum og annarri framkvæmd styrkveitinga.

Unnt er að skila inn umsögnum um reglurnar til 14. ágúst næstkomandi, en umsagnir eru birtar í samráðsgáttinni jafn óðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.