Fara í efni

Stofnfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses.

Málsnúmer 201807105

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 260. fundur - 09.08.2018

Boðað hefur verið til stofnfundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. þann 22. ágúst n.k. kl. 15:00 á Fosshótel Húsavík.
Vegna framkominna athugasemda hluta fundarmanna um að löglega hafi verið staðið að málum á stofnfundi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. 28. júní sl. hafa forsvarsmenn sveitarfélaganna á starfssvæðinu komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að boða til fundarins að nýju.
Óli og Helena samþykkja að félagaformi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verði breytt úr ehf. í ses. og vísa málinu til frekari umræðu á sveitarstjórnarfundi í ágúst. Jafnframt er sveitarstjóra falið að hafa samráð við væntanlega stofnendur.

Bergur Elías situr hjá við afgreiðslu málsins.

Guðbjartur Ellert leggur fram eftirfarandi tillögu;
Takist stofnaðilum ekki að samræma aðkomu sína að stofnuninni fyrir áformaðan stofnfund Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. þann 22. ágúst n.k. verði honum frestað.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 83. fundur - 21.08.2018

Á 260 fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Óli og Helena samþykkja að félagaformi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verði breytt úr ehf. í ses. og vísa málinu til frekari umræðu á sveitarstjórnarfundi í ágúst. Jafnframt er sveitarstjóra falið að hafa samráð við væntanlega stofnendur.

Bergur Elías situr hjá við afgreiðslu málsins.

Guðbjartur Ellert leggur fram eftirfarandi tillögu;
Takist stofnaðilum ekki að samræma aðkomu sína að stofnuninni fyrir áformaðan stofnfund Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. þann 22. ágúst n.k. verði honum frestað.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Guðbjartur, Kristján, Hjálmar, Örlygur og Óli.

Guðbjartur Ellert Jónsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Hver er megin ástæða fyrir breytingu á rekstrarformi félagsins þ.e. að breyta því úr hlutafélagi í sjálfseignastofnun?
Hvað á þessi breyting að gera meira fyrir AÞ en hlutafélagsformið gerir?
Af hverju er ekki horft á málið í víðara samhengi og litið til þess sem aðrir eru að gera? Rekstrarformin eru misjöfn en algengast er að Atvinnuþróunarfélög séu rekin sem hlutafélög en einhver eru rekin sem byggðasamlag og önnur eru inni í stærri pakka landshlutasamtaka, þar sem starfsemi atvinnurþróunarfélags liggur inni ásamt markaðsstofu, þekkingarneti, menningarmiðstöð og héraðsnefnd. Er þetta eitthvað sem væri vert að horfa til?
Þessi tillaga núna að breyta AÞ úr hf. í sjálfseignastofnun er ótímabær. Það liggur hvergi fyrir hvað þessi breyting þýðir, hverju þetta á að skila umfram það rekstrarform sem nú þegar er. Ég legg því til að áðvörðun um málið verð frestað. Umræða tekin innan sveitarstjórnar um hvort rétt sé að leita nýrra leiða sem skili íbúum í Þingeyjarsýslu meiru og efli samfélögin á starfssvæði sveitarfélaganna.

Bylgja, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði með tillögunni.

Tillagan er felld með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Kristjáns, Óla og Örlygs.


Forseti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Sveitarstjórn Norðurþing samþykkir formbreytingu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga úr hlutafélagi í sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri á grundvelli fyrirliggjandi tillögu að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að hlutafé Norðurþings í hlutafélaginu verði breytt í stofnfé í sjálfseignarstofnuninni. Sveitarstjóra er falið að fara með umboð sveitarfélagsins á stofnfundi sjálfseignarstofnunarinnar sem gert er ráð fyrir að fram þann 29. ágúst n.k. 2018.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Kristjáns, Óla og Örlygs.

Bylgja, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti tillögunni.