Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

83. fundur 21. ágúst 2018 kl. 16:15 - 18:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Örlygur Hnefill Örlygsson Forseti
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir 1. varamaður
  • Benóný Valur Jakobsson 1. varamaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Stofnfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses.

Málsnúmer 201807105Vakta málsnúmer

Á 260 fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Óli og Helena samþykkja að félagaformi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verði breytt úr ehf. í ses. og vísa málinu til frekari umræðu á sveitarstjórnarfundi í ágúst. Jafnframt er sveitarstjóra falið að hafa samráð við væntanlega stofnendur.

Bergur Elías situr hjá við afgreiðslu málsins.

Guðbjartur Ellert leggur fram eftirfarandi tillögu;
Takist stofnaðilum ekki að samræma aðkomu sína að stofnuninni fyrir áformaðan stofnfund Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. þann 22. ágúst n.k. verði honum frestað.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Guðbjartur, Kristján, Hjálmar, Örlygur og Óli.

Guðbjartur Ellert Jónsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Hver er megin ástæða fyrir breytingu á rekstrarformi félagsins þ.e. að breyta því úr hlutafélagi í sjálfseignastofnun?
Hvað á þessi breyting að gera meira fyrir AÞ en hlutafélagsformið gerir?
Af hverju er ekki horft á málið í víðara samhengi og litið til þess sem aðrir eru að gera? Rekstrarformin eru misjöfn en algengast er að Atvinnuþróunarfélög séu rekin sem hlutafélög en einhver eru rekin sem byggðasamlag og önnur eru inni í stærri pakka landshlutasamtaka, þar sem starfsemi atvinnurþróunarfélags liggur inni ásamt markaðsstofu, þekkingarneti, menningarmiðstöð og héraðsnefnd. Er þetta eitthvað sem væri vert að horfa til?
Þessi tillaga núna að breyta AÞ úr hf. í sjálfseignastofnun er ótímabær. Það liggur hvergi fyrir hvað þessi breyting þýðir, hverju þetta á að skila umfram það rekstrarform sem nú þegar er. Ég legg því til að áðvörðun um málið verð frestað. Umræða tekin innan sveitarstjórnar um hvort rétt sé að leita nýrra leiða sem skili íbúum í Þingeyjarsýslu meiru og efli samfélögin á starfssvæði sveitarfélaganna.

Bylgja, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði með tillögunni.

Tillagan er felld með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Kristjáns, Óla og Örlygs.


Forseti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Sveitarstjórn Norðurþing samþykkir formbreytingu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga úr hlutafélagi í sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri á grundvelli fyrirliggjandi tillögu að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að hlutafé Norðurþings í hlutafélaginu verði breytt í stofnfé í sjálfseignarstofnuninni. Sveitarstjóra er falið að fara með umboð sveitarfélagsins á stofnfundi sjálfseignarstofnunarinnar sem gert er ráð fyrir að fram þann 29. ágúst n.k. 2018.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Kristjáns, Óla og Örlygs.

Bylgja, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti tillögunni.

2.Breyting á deiliskipulagi Útgarðs

Málsnúmer 201808025Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Fulltrúar minnihluta leggja til að hugtakið eldri borgarar verði áfram notað í skipulaginu á Útgarði 4-8. Þannig verði tryggt að svæðið sé áfram skipulagsreitur ætlaður eingöngu eldri borgurum sem þurfa á lítilli eða engri hjúkrunarþjónustu að halda.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar tillögu minnihluta og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar eins og hún er lögð fram.



Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Kristjáns, Óla og Örlygs.

Bylgja, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti tillögunni.

3.Ósk um framkvæmdaleyfi vegna varnargarðs í Bakkahlaupi í Kelduhverfi.

Málsnúmer 201807096Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur ekki að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Annarsvegar er umfang framkvæmdarinnar ekki verulegt og hinsvegar er framkvæmdin í eðli sínu viðhald og viðbætur á fyrri framkvæmdum vegna stýringar Jökulsár. Ráðið tekur undir sjónarmið Landgræðslunnar og Fiskistofu um mikilvægi framkvæmdarinnar vegna veiðihagsmuna í Litluá og Skjálftavatni. Ráðið telur að fullnægjandi forsendur fyrir veitingu framkvæmdaleyfis liggi fyrir í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Ráðið telur einnig að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni og efnistöku vegna hennar í framlögðum gögnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu fyrirhugaðs varnargarðs í Bakkahlaupi. Ráðið telur ekki tilefni til að setja frekari skilyrði um framkvæmdina, enda verði framkvæmdin til samræmis við framlögð gögn. Skipulagsfulltrúa verði falið að hafa eftirlit með framkvæmdunum til samræmis við ákvæði 15. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

4.Óskað er eftir stækkun lóðar að Kringlumýri 2

Málsnúmer 201808024Vakta málsnúmer

Á 5. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði nýr lóðarsamningur á grundvelli deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

5.Orkuveita Húsavíkur ohf - 180

Málsnúmer 1807007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 180. fundar Orkuveitu Húsavíkur.
Til máls tóku undir lið 3 "Útistandandi skuldir júlí 2018": Hjálmar, Óli, Guðbjartur, Örlygur og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

6.Fjölskylduráð - 3

Málsnúmer 1808002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 3. fundar fjölskylduráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 5 "Samningamál íþróttafélaga 2019": Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

7.Skipulags- og framkvæmdaráð - 5

Málsnúmer 1807005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 5. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 12 "Malbikunarframkvæmdir í Norðurþingi sumarið 2018": Kristján og Guðbjartur.

Fundargerðin er lögð fram.

8.Byggðarráð Norðurþings - 255

Málsnúmer 1806007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 255. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

9.Byggðarráð Norðurþings - 256

Málsnúmer 1807001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 256. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

10.Byggðarráð Norðurþings - 257

Málsnúmer 1807003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 257. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Uppbygging íbúðahúsnæðis við Útgarð": Guðbjartur, Kristján, Hjálmar, Óli og Örlygur.

Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar minnihlutans leggja til að Norðurþing sem eigandi að 76,2% hlut í Leigufélagi Hvamms ehf. kanni grundvöll þess að leysa út aðra eigendur og leggi Leigufélagi Hvamms ehf. 50 - 60 mkr. til lækkunar skulda og horfi til uppbyggingar á Útgarðsreitnum í samvinnu við byggingarfélag og/eða byggingarfélög sem eru ekki rekin í hagnaðarsjónarmiði. Með þessu er tryggt að sveitarfélagið þarf ekki að leggja til frekari fjármuni í búsetuúrræði fyrir eldri borgara til framtíðar.
Með þessu vænkast hagur Leigufélags Hvamms ehf. til lengri tíma og tryggir stöðugra leiguverð til íbúa við Útgarð. Jafnframt verði eldri borgurum tryggð búseta á svæðinu til framtíðar.

Tillagan er felld með atkvæðum Benónýs, Heiðbjartar, Kristjáns, Óla og Örlygs.



Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er mikið gleðiefni að tækifæri séu að myndast til að byggja upp íbúðarhúsnæði á Húsavík. Fyrirhuguð er uppbygging allt að 18 nýrra íbúða fyrir eldri aldurshópa, 55 ára og eldri, við Útgarð.
Verður sú uppbygging til þess að efla enn frekar fasteignaframboð í sveitarfélaginu og blása lífi í markaðinn. Ljóst er að skortur hefur einmitt verið á íbúðum þessarar stærðar hér á svæðinu og því ber að fagna verkefninu.
Því er hafnað að Leigufélag Hvamms sé í verri stöðu eftir að bílakjallari undir eigninni við Útgarð 4 hefur verið seldur. Skuldir félagsins munu lækka og auðveldara verður að samræma fyrirkomulag búsetuúrræða á vegum sveitarfélaganna til framtíðar, gangi markmið um samræmingu búseturéttaríbúða dvalarheimilisins og íbúðanna við Útgarð 4 eftir. Að því hefur verið stefnt og unnið hefur verið að uppfærslu á búseturéttarkerfinu sem íbúðirnar við Útgarð 4 yrðu hluti af til framtíðar.
Við sölu á bílakjallaranum og uppgreiðslu afskriftarreiknings Leigufélagsins, sem varð til við samkomulag félagsins og Íbúðalánasjóðs og sannarlega er skuld félagsins, mun efnahagsreikningurinn minnka um 27 milljónir bæði skulda- og eignamegin en því til viðbótar hækkar efnahagsreikningurinn eignamegin um 20 milljónir í sjóði. Þær 20 milljónir má nýta til frekari niðurgreiðslu lána og/eða nýta til viðhalds og auka þannig verðmæti eigna félagsins til lengri tíma litið.

Benóný Valur Jakobsson
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir
Kristján Þór Magnússon
Óli Halldórsson
Örlygur Hnefill Örlygsson


Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Þjóðin er að eldast og við lifum lengur. Hlutfall aldraðra af mannfjöldanum mun aðeins hækka. Samfélagið verður að vera tilbúið til að takast á við það verkefni. Öldruðum fjölgaði um 5% á árinum 2010 til 2015 og mun fjölga um 15% frá árinu 2015 til 2020. Svæðið við Útgarð er skipulagt fyrir eldri borgara enda í námundan við miðbæ; hvers konar þjónustu, sér í lagi heilbrigðis- og stoðþjónustu. Stefnan er mörkuð í skipulaginu og fyrir því eru ákveðnar ástæður. Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna gagnvart þessum aldurshópi, nú og til lengri tíma litið.
Í ljósi þess hvernig staðið hefur verið að ákvörðun um sölu á bílakjallara ásamt samningi um framsal lóða við Útgarð 4 - 8 teljum við að um gjafasamning sé að ræða og meiri hagsmunum fórnað fyrir minni.
Sveitarstjórn sem ber fjárhagslega ábyrgð á rekstri sveitarfélagsins og tengdra félaga hefur ekki fjallað efnislega um framsal eignarinnar og lóða eða haft aðkomu að mótun nýrrar stefnu sem boðuð er! Jafnvel þó stjórn og aðalfundur Leigufélagsins Hvamms ehf. hafi heimild samkvæmt lögum til að selja eignina þá er aðkoma sveitarstjórnar óhjákvæmileg enda stærsti eigandi félagsins og fer með skipulagsvaldið. Ljóst má vera að málið er afar umdeilt og mætir miklum mótbyr í samfélaginu.
Í annan stað er ekki sýnt fram á að salan og framsalssamningurinn muni bæta stöðu Leigufélagas Hvamms ehf., heldur þvert á móti skaða félagið.
Með sölu á bílakjallara fást um 47 mkr. Af þeirri upphæð renna 27 mkr. til Íbúðalánasjóðs vegna samnings Leigufélags Hvamms og ÍLS um niðurfellingu skulda frá júní 2016. Eftir standa því um 20 mkr.
Bókfært virði 8 íbúða við Útgarð 4 og 16 stæða í bílakjallara, skv. ársreikningi Leigufélags Hvamms ehf. fyrir árið 2017, nemur 173.141.563.- króna. Eftir sölu á bílakjallara, þar sem 8 bílastæðanna tilheyra íbúðum við Útgarð 4 og önnur 8 bílastæði tilheyra nýbyggingu við Útgarð 6 - 8, mun virði eigna Leigufélags Hvamms ehf. minnka um 47 mkr. og skapa félaginu enn verri stöðu og dregur úr rekstarhæfni.
Rekstur félagsins er ágætur en skuldastaðan er erfið og vegur langtímalán að upphæð 212 mkr. þar þyngst. Samningur sem gerður var við Íbúðalánasjóð um niðurfellingu á um 27 mkr. og lenging í eftirstöðvum þess láns til 50 ára gefur félaginu nægilegt andrými til að vinna heildstæða áætlun um rekstur þjónustuíbúða fyrir eldri borgara, bæði fyrir Leigufélag Hvamms ehf. og DA. sf.
Við teljum skynsamlegt, í ljósi stöðunnar og til að gæta hagsmuna Leigufélags Hvamms ehf. að fallið verði frá fyrirliggjandi samningum um sölu og framsal lóða til þriðja aðila þar til heildarúttekt hafi verið gerð sem sýni áhrifin á rekstur og efnahag Leigufélagsins Hvamms ehf.
Við þennan gjafagjörning sem lýsir skammsýni meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings vakna ótal spurningar. Hvar telur meirihlutinn skynsamlegt að byggja upp íbúðir fyrir eldri borgara og hver er stefna meirihlutans varðandi búsetuúrræði fyrir aldraða? Hefur sveitarfélagið hug á að fjárfesta í íbúðum við Útgarð 6 ? 8; ef svo er fyrir hverja eru þær hugsaðar og hvert er kostnaðarmat á hverja íbúð? En áður hafa fulltrúar meirihlutans lýst áhuga á því að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu.
Um leið er það sérstakt fagnaðarefni að fjárfestir vilji byggja upp íbúðir á almennum markaði. Lóðir fyrir slíkt eru hugsaðar á öðrum stað en þessum sem um ræðir við Útgarð, s.s. við Grundargarð 2 eða á Skemmureit við Vallholtsveg á Húsavík. Það verður dýrkeypt að horfa ekki lengra fram í tímann en raun ber vitni og verður allur gjörningur við þessa framkvæmd á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings sem víkur frá samfélagslegum sjónarmiðum fyrir óútskýranlega skammtíma ákvörðun.

Bylgja Steingrímsdóttir
Guðbjartur Ellert Jónsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir



Fundargerðin er lögð fram.

11.Byggðarráð Norðurþings - 258

Málsnúmer 1807006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 258. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

12.Byggðarráð Norðurþings - 259

Málsnúmer 1807008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 259. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

13.Byggðarráð Norðurþings - 260

Málsnúmer 1808001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 260. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

14.Byggðarráð Norðurþings - 261

Málsnúmer 1808003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 261. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.