Fara í efni

Ósk um framkvæmdaleyfi vegna varnargarðs í Bakkahlaupi í Kelduhverfi.

Málsnúmer 201807096

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Vegagerðin óskar framkvæmdaleyfis til að byggja upp varnargarð í Bakkahlaupi í Jökulsá á Fjöllum. Vegagerðin mun annast þessa framkvæmd f.h. Landgræðslu ríkisins sem er umráðaaðili landsins. Nú þegar hafa verið byggðir upp nokkrir varnargarðar á svæðinu til að varna því að Jökulsá á Fjöllum brjóti sér leið í Skjálftavatn sem gæti haft víðtæk áhrif á farveg Jökulsár á Fjöllum. Fyrirhugaður garður yrði um 430 m langur og er ætlað að ýta ánni frá Skjálftavatni. Í verkið yrðu notuð um 3.900 m3 af grjóti sem tekið verði úr opnum og samþykktum efnistökusvæðum við Meiðavelli og Eyvindarstaði. Verki er skýrlega lýst í greinargerð erindis og með teikningum. Sérstök aðgæsla verður viðhöfð vegna vatnsverndar á svæðinu. Fyrir liggur leyfi Fiskistofu fyrir framkvæmdinni. Í leyfi Fiskistofu er tekið undir mikilvægi framkvæmdarinnar vegna veiðihagsmuna í Litluá og Skjálftavatni. Svæðið er innan hverfisverndarsvæðis Hv5 í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Sérstaklega er tiltekið í greinargerð aðalskipulags að gerð flóðvarnargarða innan Hv5 sé heimil. Áætlað er að efnisvinnsla hefjist í september en framkvæmdin sjálf í nóvember þegar rennsli í ánni er í lágmarki.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur ekki að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Annarsvegar er umfang framkvæmdarinnar ekki verulegt og hinsvegar er framkvæmdin í eðli sínu viðhald og viðbætur á fyrri framkvæmdum vegna stýringar Jökulsár. Ráðið tekur undir sjónarmið Landgræðslunnar og Fiskistofu um mikilvægi framkvæmdarinnar vegna veiðihagsmuna í Litluá og Skjálftavatni. Ráðið telur að fullnægjandi forsendur fyrir veitingu framkvæmdaleyfis liggi fyrir í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Ráðið telur einnig að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni og efnistöku vegna hennar í framlögðum gögnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu fyrirhugaðs varnargarðs í Bakkahlaupi. Ráðið telur ekki tilefni til að setja frekari skilyrði um framkvæmdina, enda verði framkvæmdin til samræmis við framlögð gögn. Skipulagsfulltrúa verði falið að hafa eftirlit með framkvæmdunum til samræmis við ákvæði 15. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 83. fundur - 21.08.2018

Á 5. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur ekki að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Annarsvegar er umfang framkvæmdarinnar ekki verulegt og hinsvegar er framkvæmdin í eðli sínu viðhald og viðbætur á fyrri framkvæmdum vegna stýringar Jökulsár. Ráðið tekur undir sjónarmið Landgræðslunnar og Fiskistofu um mikilvægi framkvæmdarinnar vegna veiðihagsmuna í Litluá og Skjálftavatni. Ráðið telur að fullnægjandi forsendur fyrir veitingu framkvæmdaleyfis liggi fyrir í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Ráðið telur einnig að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni og efnistöku vegna hennar í framlögðum gögnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu fyrirhugaðs varnargarðs í Bakkahlaupi. Ráðið telur ekki tilefni til að setja frekari skilyrði um framkvæmdina, enda verði framkvæmdin til samræmis við framlögð gögn. Skipulagsfulltrúa verði falið að hafa eftirlit með framkvæmdunum til samræmis við ákvæði 15. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.