Fara í efni

Félagsmálanefnd - 14

Málsnúmer 1708007

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 71. fundur - 29.08.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 5 "Endurskoðun stjórnsýslu og eftirlits á sviði félagsþjónustu og barnaverndar": Örlygur og Olga.

Örlygur leggur fram eftirfarandi bókun: Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði árið 2014 nefnd til þess að endurskoða stjórsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar með það að markmiði að styrkja undirstöður heildstæðrar félagsþjónustu ríkis og sveitarfélaga og skilja með skýrum hætti á milli stjórnunar og eftirlits annars vegar, og þess að veita þjónustuna hins vegar. Nefndinni var meðal annars falið að skoða hugsanlega stofnun sérstakrar stjórnsýslu-og eftirlitsstofnunar.

Er það tillaga nefndarinnar að sett verði á laggirnar sérstök stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun, Fjölskyldustofa, sem sinni almennum stjórnsýsluverkefnum og eftirliti á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndar, málefna fatlaðs fólks, aldraðra og innflytjenda.

Þó flutningur ríkisstofnanna frá höfuðborgarsvæði og út á landi hafi almennt gefið góða raun til lengri tíma, er vel þekkt að slíkar tilfærslur hafa valdið deilum og í einhverjum tilfellum mikilli óánægju meðal starfsfólks þeirra stofnanna sem um ræðir og hefur það umrót til skamms tíma haft neikvæð áhrif. Því er sérstaklega mikilvægt að horft sé til þess þegar nýjar stofnanir eru settar á fót að hugað sé að byggðasjónarmiðum við val á staðsetningu þeirra.

Því skorar Sveitarstjórn Norðurþings á ráðherra að horfa til staðsetningar Fjölskyldustofu á landsbyggðini, og lýsir sveitarstjórn áhuga á að stofnunin verði hýst í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða bókun.

Fundargerðin er lögð fram.