Fara í efni

Stofnfjáraukning í Sparisjóði Suður-Þingeyinga

Málsnúmer 201608043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 185. fundur - 18.08.2016

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga þar sem óskað er eftir þátttöku Norðurþings í stofnfjáraukningu sjóðsins.
Byggðarráð samþykkir að ræða við stjórn sjóðsins og önnur sveitarfélög um málið.

Byggðarráð Norðurþings - 225. fundur - 04.09.2017

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað til eftirfylgni við beiðni um stuðning sveitarfélagsins við Sparisjóð Suður-Þingeyinga um kaup á stofnfé í sjóðnum en á aðalfundi sjóðsins 2016 var samþykkt heimild til stjórnar um að auka stofnfé sjóðsins um allt að 140 mkr.

Stofnfjárhafar eru um 270 talsins, einstaklingar, sveitarfélög og minni fyrirtæki á starfssvæði sjóðsins. Aðeins eru tveir sparisjóðir starfandi í landinu og hefur það hlutverk að stunda sjálfbæra, svæðisbundna fjármálastarfsemi á grundvelli samfélagslegrar ábyrgðar.

Til fundarinn kemur Ari Teitsson, formaður stjórnar sparisjóðsins til að fara yfir stöðu sjóðsins og fylgja málinu eftir.
Byggðarráð samþykkir að nýta sér boð um kaup á stofnfé að upphæð 5 milljónir króna.