Fara í efni

Tryggingar Norðurþings

Málsnúmer 201708097

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 225. fundur - 04.09.2017

Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður verðfyrirspurnar vegna trygginga Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, VÍS.

Byggðarráð Norðurþings - 267. fundur - 09.10.2018

Nýverið tilkynnti Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) breytingar á starfsemi félagsins sem snertir m.a. þjónustustöð fyrirtækisins á Húsavík. Hefur henni verið lokað nú þegar og sameinuð þjónustuskrifstofu VÍS á Akureyri. Enn starfa þó þrír starfsmenn félagsins á Húsavík og sinna öðrum störfum en beinum tengslum við viðskiptavini fyrirtækisins.
Á fundi byggðarráðs þann 4. október s.l. var bókað;

Kristján Þór Magnússon víkur af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð Norðurþings harmar ákvörðun VÍS um að breyta starfsumhverfi á starfsstöð félagsins i Norðurþingi og mun i framhaldi skoða stöðu sína gagnvart tryggingarsamningi milli aðila. Farið verður nánar yfir málið á næsta fundi byggðarráðs.


Fyrir byggðarráði liggur minnisblað fjármálastjóra þar sem farið er yfir tryggingamál Norðurþings.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð Norðurþings lítur á góða þjónustu mannaðrar starfstöðvar innan sveitarfélagsins sem mikilvægan hluta af viðskiptamannakjörum tryggingafélagsins og sveitarfélagsins. Fram hefur komið frá fulltrúum VÍS að fyrirhugaðar áherslubreytingar í rekstri félagsins muni að engu leyti breyta þjónustustigi gagnvart Norðurþingi eða umfangi starfsstöðvar VÍS í starfsstöð á Húsavík, þ.m.t. starfsmannafjölda.
Á þeim grunni telur byggðarráð ekki tilefni til að óska eftir breytingu á samningi við VÍS, en áskilur sér rétt til að endurskoða þá ákvörðun ef breytingar verða á þjónustustigi og umfangi starfsstöðvar félagsins innan sveitarfélagsins. Núgildandi samningur var undirritaður 2017 og gildir til ársins 2021.