Byggðarráð Norðurþings

267. fundur 09. október 2018 kl. 08:30 - 11:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Birna Ásgeirsdóttir
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Guðbjartur Ellert Jónsson tók þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Tryggingar Norðurþings

201708097

Nýverið tilkynnti Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) breytingar á starfsemi félagsins sem snertir m.a. þjónustustöð fyrirtækisins á Húsavík. Hefur henni verið lokað nú þegar og sameinuð þjónustuskrifstofu VÍS á Akureyri. Enn starfa þó þrír starfsmenn félagsins á Húsavík og sinna öðrum störfum en beinum tengslum við viðskiptavini fyrirtækisins.
Á fundi byggðarráðs þann 4. október s.l. var bókað;

Kristján Þór Magnússon víkur af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð Norðurþings harmar ákvörðun VÍS um að breyta starfsumhverfi á starfsstöð félagsins i Norðurþingi og mun i framhaldi skoða stöðu sína gagnvart tryggingarsamningi milli aðila. Farið verður nánar yfir málið á næsta fundi byggðarráðs.


Fyrir byggðarráði liggur minnisblað fjármálastjóra þar sem farið er yfir tryggingamál Norðurþings.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð Norðurþings lítur á góða þjónustu mannaðrar starfstöðvar innan sveitarfélagsins sem mikilvægan hluta af viðskiptamannakjörum tryggingafélagsins og sveitarfélagsins. Fram hefur komið frá fulltrúum VÍS að fyrirhugaðar áherslubreytingar í rekstri félagsins muni að engu leyti breyta þjónustustigi gagnvart Norðurþingi eða umfangi starfsstöðvar VÍS í starfsstöð á Húsavík, þ.m.t. starfsmannafjölda.
Á þeim grunni telur byggðarráð ekki tilefni til að óska eftir breytingu á samningi við VÍS, en áskilur sér rétt til að endurskoða þá ákvörðun ef breytingar verða á þjónustustigi og umfangi starfsstöðvar félagsins innan sveitarfélagsins. Núgildandi samningur var undirritaður 2017 og gildir til ársins 2021.

2.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2018

201810025

Árlegur spurningavagn Gallup um þjónustu sveitarfélaga á Íslandi er að fara af staða. Fyrir byggðarráði liggur tilboð um aðgang að þjónustukönnuninni, sem reynst hefur ágætt tæki til að fá mælingu á ýmsu er snýr að þjónustu sveitarfélagsins og samanburð við önnur sveitarfélög í þeim efnum.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í spurningavagni Gallup.

3.Skipun fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings.

201810021

Í byggðarráði er lagt fram bréf frá Eyþingi þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin á aðildarsvæðinu skipi í svokallað fulltrúaráð, samkvæmt 5.2. gr í lögum Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið og formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Er þess óskað að Norðurþing skipi 2 fulltrúa í fulltrúaráð og upplýsi Eyþing um hverjir skuli sitja í ráðinu í síðasta lagi 22. október 2018.
Norðurþing skipar Kristján Þór Magnússon og Hjálmar Boga Hafliðason fulltrúa sína í fulltrúaráð Eyþings. Til vara í sömu röð eru skipaðar Helena Eydís Ingólfsdóttir og Hrund Ásgeirsdóttir.

4.Vinabæjarsamskipti Norðurþings og Álaborgar vegna 100 ára fullveldisafmæli Íslands

201810026

Borist hefur bréf frá bókasöfnum Álaborgar þar sem kynnt er dagskrá í nóvember til að fagna 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Eyþings 2016-2018

201603019

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 310. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt fram til kynningar.

6.Endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands

201809107

Á fund byggðarráðs koma Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands.
Byggðarráð samþykkir að endurnýja fyrirliggjandi samstarfssamning við Markaðsstofu Norðurlands og er kostnaður við hann 500 krónur á hvern íbúa líkt og áður.

Guðbjartur Ellert Jónsson fór af fundi kl. 9:45.

7.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

201805247

Á fund byggðarráðs mæta sviðstjórar málaflokka og fara yfir stöðuna á vinnu fjárhagsáætlunar sinna sviða.
Guðbjartur Ellert Jónsson kom aftur inn á fund í síma kl. 10:20.
Silja Jóhannesdóttir fór af fundi kl. 10:30.

Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir kynningarnar.

Fundi slitið - kl. 11:30.