Fara í efni

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 253. fundur - 25.05.2018

Farið verður yfir skipulag og vörður í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins. Fjármálastjóri kynnir vinnuna framundan.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 261. fundur - 16.08.2018

Fjármálastjóri fer yfir forsendur fjárhagsáætlunar og drög að tekjuáætlun vegna 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Byggðarráð fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar og drög að tekjuáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.

Byggðarráð Norðurþings - 262. fundur - 30.08.2018

Fjármálastjóri fer yfir drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022 ásamt drögum að fjárhagsrömmum fyrir árið 2019.
Fjármálstjóri sveitarfélagsins kynnti fyrstu forsendur til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlunar.

Byggðarráð Norðurþings - 264. fundur - 13.09.2018

Fjármálastjóri fer yfir drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022 ásamt drögum að fjárhagsrömmum fyrir árið 2019.
Forsendur tekjuáætlunar og fjárhagsrammar voru ræddar. Stefnt að ákvörðun um úthlutun fjárhagsramma á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 265. fundur - 25.09.2018

Fyrir byggðarráði liggur að samþykkja tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022 og fjárhagsramma vegna áætlunar fyrir árið 2019.
Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum römmum til frekari úrvinnslu í nefndum sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð - 7. fundur - 01.10.2018

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsrammi fyrir fjölskyldusvið Norðurþings árið 2019 til kynningar og umræðu.
Fjárhagsrammar fyrir fjölskyldusvið lagðir fram til kynningar og umræðu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 10. fundur - 02.10.2018

Á 265. fundi byggðarráðs þann 25.09.2018 var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum römmum til frekari úrvinnslu í nefndum sveitarfélagsins. Rammarnir kynntir fyrir skipulags- og framkvæmdaráði.


Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bókhaldslykil 09 - skipulags- og byggingarmál. Ennfremur kynnti hann frumdrög að kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings og hvernig sá kostnaður skiptist á næstu tvö ár.

Fjárhagsáætlanir hafnasjóðs og annarra sviða liggja ekki fyrir.
Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa rædd.

Byggðarráð Norðurþings - 266. fundur - 04.10.2018

Á fund byggðarráðs mæta sviðstjórar málaflokka og fara yfir stöðuna á vinnu fjárhagsáætlunar sinna sviða.
Bergur Elias Ágústsson vék af fundi kl. 10:45.

Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi og Kjartan Páll Þórarinsson tómstunda- og æskulýðsfulltrúi komu á fundinn og fóru yfir stöðu vinnunnar við gerð fjárhagsáætlunar sinna málaflokka.

Benóný Valur Jakobsson vék af fundi kl. 10:55.

Byggðarráð fór yfir málaflokkana atvinnumál, sameiginlegur kostnaður og brunamál og almannavarnir.

Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir kynningarnar.

Byggðarráð Norðurþings - 267. fundur - 09.10.2018

Á fund byggðarráðs mæta sviðstjórar málaflokka og fara yfir stöðuna á vinnu fjárhagsáætlunar sinna sviða.
Guðbjartur Ellert Jónsson kom aftur inn á fund í síma kl. 10:20.
Silja Jóhannesdóttir fór af fundi kl. 10:30.

Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir kynningarnar.

Byggðarráð Norðurþings - 268. fundur - 17.10.2018

Á fund byggðarráðs koma sviðsstjórar og fara yfir stöðuna á fjárhagsáætlunarvinnu sinna sviða.
Fyrir byggðarráði liggur að yfirfara rekstraráætlanir fyrir brunamál og almannavarnir, atvinnumál og sameiginlegan kostnað.
Fyrstu drög að útkomuspá ársins 2018 og áætlun ársins 2019 fyrir A-hluta sveitarsjóðs liggja jafnframt fyrir til umræðu.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir kynningarnar. Haldið verður áfram vinnu við fjárhagsáætlun á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 269. fundur - 24.10.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsáætlun 2019 til umræðu.
Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar og fyrstu drög að henni.

Byggðarráð Norðurþings - 270. fundur - 29.10.2018

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 85. fundur - 30.10.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022.

Á 270. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað; Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.
Til máls tóku: Óli og Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun til síðari umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 271. fundur - 08.11.2018

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri kom á fundinn og fór yfir áætlun hafnasjóðs Norðurþings. Byggðarráð þakkar honum yfirferðina. Fjármálastjóri fór yfir breytingar á forsendum og uppfærða tekjuáætlun.

Byggðarráð Norðurþings - 272. fundur - 15.11.2018

Fjármálastjóri fer yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 273. fundur - 29.11.2018

Fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Fjármálastjóri fór yfir stöðu mála og fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020 - 2022. Ítarlegri umræða um áætlunina verður tekin á næsta fundi byggðarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 17. fundur - 04.12.2018

Umræða í ráðinu um fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir rekstrarárið 2019.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 274. fundur - 06.12.2018

Fjármálastjóri fer yfir forsendur að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.
Guðbjartur Ellert Jónsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi E lista leggur til að fjárfestingar á árinu 2019 breytist fyrir A hluta þannig að í stað þess að vera 580,5 milljónir verði þær 300 mkr. og til viðbótar verði 80 mkr ráðstafað til lækkunar á fasteignaskatti.


Tillaga Guðbjarts verður tekin til umræðu og afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

Fjárhagsáætlun er vísað til frekari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 275. fundur - 11.12.2018

Fyrir byggðarráði liggja fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2021.
Guðbjartur Ellert Jónsson vék af fundi kl. 11:08.

Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn í samræmi við framlögð drög númer 10 með þeirri breytingu sem ákvörðun um álagningu gjalda felur í sér.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2020-2022 til síðari umræðu.
Til máls tóku: Kristján, Kolbrún Ada, Guðbjartur, Hjálmar, Bergur , Örlygur og Silja.

Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í fjárhagsætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020 til 2022 sem liggur fyrir sveitarstjórn Norðurþings til afgreiðslu kemur fram veruleg þensla í rekstri sveitarfélagsins. Tekjustofnar einir og sér standa ekki undir markmiðum meirihlutans og því þarf að reiða á lántökur með aukinni skuldasöfnun. Útsvarstekjur duga ekki fyrir launum og framlegðarhlutfall fer minnkandi á næstu árum. Ef forsendur tekna, vaxta og verðbólgu ganga ekki eftir er ljóst að allt önnur sviðsmynd birtist.

Sambland af þenslu útgjalda, óhóflegum fjárfestingum og framúrkeyrslum er eitruð blanda sem þrýstir á frekari tryggingu tekjustofna. Það þýðir að öllu óbreyttu þarf að sækja fjármagn í auknum mæli til íbúa og lögaðila samfélagsins með hækkun skatta og þjónustugjalda.

Það er miður að meirihlutinn hafi það ekki sem markmið að draga með skipulögðum hætti úr álögum eftir góð tekjuár vegna uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Það eru því vonbrigði að enn skuli viðhaldið hækkunum álaga á samfélagið. Jafnframt ber þess vott að fjárhagsáæltun Norðurþings 2019 sé síður en svo fjölskylduvæn.

Stefna meirihlutans sem kemur fram í fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum felur í sér fyrirsjáanlegar íþyngjandi álögur á samfélagið. Jafnframt kemur fram í kennitölum rekstrar að fjárþörf tímabilsins sé rúmar eittþúsund sjöhundruð þrjátíu og fimm milljónir króna. Gangi þetta eftir er ljóst að sveitarfélagið mun þurfa að draga úr þjónustu við íbúa sveitarfélagsins þegar fram líða stundir. Þetta er verulegt áhyggjuefni.

Af framangreindu er ljóst að minnihluti sveitarstjórnar Norðurþings getur ekki samþykkt framlagðar fjárhagsáætlanir.

Virðingafyllst
Bergur Elías Ágústsson
Guðbjartur Ellert Jónsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir


Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun Norðurþings hófst að forminu til strax að afloknum kosningum. Unnið hefur verið með hliðsjón af viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að A-hluti sveitarsjóðs verði rekinn með rúmlega 88 milljóna króna rekstrarafgangi og þá verði samstæða Norðurþings rekin með tæplega 142 milljón króna afgangi á næsta ári, ef að líkum lætur.
Tekjuáætlun fyrir árið 2019 er að mati meirihluta Norðurþings varfærin í ljósi þess að ekki er fullséð hvernig íbúaþróunin verður á næsta ári og mikil óvissa ríkir um kjarasamningaviðræður. Í áætlunini er ekki gert ráð fyrir nema 1,5% hækkun útsvars miðað við útkomuspá ársins 2018. Einnig er tekið tillit til mikillar hækkunar fasteignamats svo það velti ekki beint yfir á beinar álögur á íbúa. Benda má á að hækkun fasteignamats hefur verið 72,3% í Norðurþingi frá árinu 2017, og enn hærri ef horft er eingöngu til markaðarins á Húsavík.
Áætlunin hefur verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í nefndum og byggðarráði. Allt nefndarfólk hefur haft tækifæri og nægan tíma til að koma sjónarmiðum sínum og tillögum á framfæri. Vinna hefur verið markviss undir stjórn stjórnenda Norðurþings og lítill ágreiningur komið fram um einstaka þætti áætlunarinnar í nefndum og ráðum. Þetta ferli við áætlunarvinnuna hefur reynst vel, en þó má gera betur til samræmingar á vinnulagi ráðanna og með hvaða hætti t.a.m. tekjur og launaáætlanir eru unnar.
Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir gott samstarf síðastliðið hálft ár á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.

Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Kristján Þór Magnússon
Silja Jóhannesdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson


Fjárhagsáætlun 2019 er samþykkt með atkvæðum Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.

Bergur, Hjálmar og Hrund sátu hjá.

Guðbjartur greiðir atkvæði á móti.


Þriggja ára áætlun 2020-2022 er samþykkt með atkvæðum Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns, Silju og Örlygs.

Bergur, Hjálmar og Hrund sátu hjá.

Guðbjartur greiðir atkvæði á móti.

Fjölskylduráð - 49. fundur - 18.11.2019

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar stöðu fjárhagsáætlunar 2019.
Fjölskylduráð fjallaði um útkomuspá á fjölskyldusviði fyrir fjárhagsáætlun 2019. Ráðið þakkar sviðstjórum fyrir kynninguna.

Fjölskylduráð - 51. fundur - 09.12.2019

Til umræðu eru fjöldi aðlagana á Grænuvöllum í tengslum við fjárhagsáætlun Norðurþings.
Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri kynntu fyrirhugaða aðlögun á árinu 2020. Aðlögun verður þrisvar á næsta ári.

Stefna sveitarfélagsins er áfram sú að börn verði tekin inn í leikskólann um 12 mánaða aldurinn eins og hefur verið sl. ár.