Fara í efni

Fjölskylduráð

51. fundur 09. desember 2019 kl. 13:00 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla og Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla sátu fundinn undir lið 1.

Benóný Valur Jakobsson yfirgaf fund kl. 15:45
Bókun fyrir lið 2 var færð í trúnaðarmálabókElvar Bragason f.h. ÞÚ SKIPTIR MÁLI sat fundinn undir lið 3.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Til umræðu eru fjöldi aðlagana á Grænuvöllum í tengslum við fjárhagsáætlun Norðurþings.
Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri kynntu fyrirhugaða aðlögun á árinu 2020. Aðlögun verður þrisvar á næsta ári.

Stefna sveitarfélagsins er áfram sú að börn verði tekin inn í leikskólann um 12 mánaða aldurinn eins og hefur verið sl. ár.2.Aðstaða Tónasmiðjunar í verbúðum við hafnarstétt

Málsnúmer 201908098Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn félagasamtakana Þú skiptir máli komu og kynntu starfsemi félagsins fyrir Fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar forsvarsmanni félagasamtakana ÞÚ SKIPTIR MÁLI fyrir kynninguna á starfsemi þeirra.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201909109Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál lagt fyrir ráðið og bókað í trúnaðarmálabólk.

4.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur

Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð er með til umfjöllunar rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð fjallaði um stöðu á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn. Ráðið samþykkir að sundlaugin verði lokuð frá og með 1.janúar 2020 og sumaropnun auglýst síðar.
Sett verður upp aðgangstýring til að mæta þörfum íbúa á notkun líkamsræktaraðstöðu og íþróttahúss. Gjaldskrá verður lögð fram á nýju ári.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að gangi málsins.

5.Rekstarsamningur HSÞ 2020 - 2022

Málsnúmer 201911090Vakta málsnúmer

Héraðssamband Þingeyinga óskar eftir endurnýjun á samstarfssamningi við Norðurþing.
Fjölskylduráð samþykkir drög samningi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að ganga frá samningi við HSÞ.

6.Samningamál Völsungs 2020

Málsnúmer 201909096Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur drög að samstarfssamningi við Völsung en núverandi samningur rennur út um áramótin.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna viðauka við núverandi samning og að leggja fyrir ráðið á nýju ári.

7.Samningamál Skotfélags Húsavíkur 2020

Málsnúmer 201909101Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja samningsdrög á milli Norðurþings og Skotfélags Húsavíkur.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Skotfélagið á Húsavík og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi við félagið.

8.Flutningur á skíðalyftu úr Skálamel í Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 201908065Vakta málsnúmer

Vinna við flutning og uppsetningu á skíðalyftu í Reiðarárhnjúk fer senn að ljúka.
Verkið hefur gengið afar vel og er úttekt frá Vinnueftirliti fyrirhuguð nú í byrjun desember.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu verksins.

Fundi slitið - kl. 16:15.