Fara í efni

Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur

Málsnúmer 201908055

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 39. fundur - 19.08.2019

AG Briem sem hefur séð um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn hyggst ekki halda áfram starfseminni eftir að núverandi samningi á Norðurþings og AG Briem líkur þann 31.12.2019. AG Breim hefur rekið líkamsrækt séð um reksturinn síðan febrúar 2018.
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka umræðu um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar.
Fjölskylduráð fjallaði um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið við núverandi rekstraraðila.

Fjölskylduráð - 41. fundur - 09.09.2019

Áframhaldandi umræða um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Fyrir nefndinni liggja aðsóknartölur fyrir árið 2018 og það sem af er árs 2019.
Fjölskylduráð fjallaði um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um framtíðarfyrirkomulag miðstöðvarinnar og eiga samtal við þá sem sýna á því áhuga. Endanlega ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag miðstöðvarinnar liggur ekki fyrir.

Fjölskylduráð - 47. fundur - 04.11.2019

Til umfjöllunar er rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leita samninga við núverandi rekstraraðila íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.

Fjölskylduráð - 49. fundur - 18.11.2019

Til umfjöllunar er rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn árið 2020. Samningur við núverandi rekstraraðila rennur út um næstu áramót. Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir að tryggja rekstur fyrir íþróttamiðstöðina á næsta ári.
Fjölskylduráð fjallaði um framtíð rekstursins á íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn en samingur við núverandi rekstraraðila rennur út næstu áramót og verður ekki endurnýjaður.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna að málinu áfram.

Fjölskylduráð - 51. fundur - 09.12.2019

Fjölskylduráð er með til umfjöllunar rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð fjallaði um stöðu á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn. Ráðið samþykkir að sundlaugin verði lokuð frá og með 1.janúar 2020 og sumaropnun auglýst síðar.
Sett verður upp aðgangstýring til að mæta þörfum íbúa á notkun líkamsræktaraðstöðu og íþróttahúss. Gjaldskrá verður lögð fram á nýju ári.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að gangi málsins.

Fjölskylduráð - 52. fundur - 06.01.2020

Til umfjöllunar er rekstur á íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir að Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn verði aðgöngustýrð með lykilkorti sem seld verða í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.

Opnunartími með lykilkorti verður frá 06.00 - 22.00 alla daga vikunar. Sundlaug, klefar og sauna verða lokað af öryggisástæðum.

Lykilkortið verður ígildi árskorts og verður árgjaldið 5000 kr. Lykilkortið kostar 1000 kr. sem fæst endurgreitt þegar kortinu er skilað. Eldri borgarar og öryrkjar fá árskortið endurgjaldlaust en greiða 1000 kr. fyrir kortið. Börn yngri en 16 ára fá frítt í fylgd með fullorðnum.

Gjaldið bætist við gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020 og er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 98. fundur - 21.01.2020

Fjölskylduráð samþykkir að Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn verði aðgöngustýrð með lykilkorti sem seld verða í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.

Opnunartími með lykilkorti verður frá 06.00 - 22.00 alla daga vikunnar. Sundlaug, klefar og sauna verða lokað af öryggisástæðum.

Á 52. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Lykilkortið verður ígildi árskorts og verður árgjaldið 5000 kr. Lykilkortið kostar 1000 kr. sem fæst endurgreitt þegar kortinu er skilað. Eldri borgarar og öryrkjar fá árskortið endurgjaldlaust en greiða 1000 kr. fyrir kortið. Börn yngri en 16 ára fá frítt í fylgd með fullorðnum.

Gjaldið bætist við gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020 og er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tóku Gísli, Kolbrún Ada og Silja.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna með atkvæðum Eiðs, Helenu, Heiðbjartar, Lilju, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.

Gísli og Hafrún sitja hjá.