Fara í efni

Fjölskylduráð

52. fundur 06. janúar 2020 kl. 12:45 - 17:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið

Páll Ríkharðsson umsjónarmaður skíðasvæða sat fundinn undir lið 1.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 2.
Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur sat fundinn undir lið 2.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 2.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 2.
Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdastjóri Tröppu ehf sat fundinn undir lið 3.

1.Skíðasvæði í Reyðarárhnjúk - rekstur 2020

Málsnúmer 202001008Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er rekstur skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk árið 2020.
Fjölskylduráð ræddi fyrirkomulag um ýmis atriði tengd rekstri skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 - Fræðslusvið

Málsnúmer 201912122Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlanir deilda fræðslusviðs.
Fjölskylduráð fjallaði um fjárhagsáætlanir deilda fræðslusviðs. Ráðið þakkar skólastjórnendum fyrir komuna og samtalið.

3.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun skólastefnu Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um endurskoðun á skólastefnu Norðurþings.

4.Ályktun sameiginlegs fundar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla

Málsnúmer 201912121Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ályktun sem samþykkt var á sameiginlegum fundi Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla.
Lagt fram til kynningar.

5.Fötlunarráð 2018-2022

Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer

Fötlunarráð óskar eftir því að aðgengi fatlaðra í og við þjónustustofnanir verði yfirfarið og bætt þar sem því er ábótavant.
Fjölskylduráð tekur heilshugar undir með fötlunarráði og vísar til framkvæmda- og skipulagsráðs.

6.Velferðarnefnd:til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

Málsnúmer 201912044Vakta málsnúmer

Frumvarp til umsagnar frumvarp um breytingu á lögum um málefni aldraðra lagt fram.
Lagt fram til kynningar.

7.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur

Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er rekstur á íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir að Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn verði aðgöngustýrð með lykilkorti sem seld verða í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.

Opnunartími með lykilkorti verður frá 06.00 - 22.00 alla daga vikunar. Sundlaug, klefar og sauna verða lokað af öryggisástæðum.

Lykilkortið verður ígildi árskorts og verður árgjaldið 5000 kr. Lykilkortið kostar 1000 kr. sem fæst endurgreitt þegar kortinu er skilað. Eldri borgarar og öryrkjar fá árskortið endurgjaldlaust en greiða 1000 kr. fyrir kortið. Börn yngri en 16 ára fá frítt í fylgd með fullorðnum.

Gjaldið bætist við gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020 og er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

8.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Á 310. fundi Byggðarráðs var liðum 5 og 7 úr 11.fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar vísað til Fjölskylduráðs Norðurþings.
Á 2. fundi fjölskylduráðs samþykkti ráðið kaup á tveimur ærslabelgjum sem skyldu staðsettir á Kópaskeri og á Húsavík. Ráðið lýsti einnig áhuga á að kaupa þann þriðja til þess að staðsetja á Raufarhöfn. Ráðið sér sér ekki fært að verða við ósk Hverfisráðs Raufarhafnar um kaup á ærslabelg á árinu 2020.

Fjölskylduráð ber fullt traust til skólastjórnenda að taka ákvörðun um hagkvæmasta fyrirkomulagið á íþrótta- og sundkennslu. Ákvörðun um lokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn yfir vetrartímann var m.a. byggð á aðsóknartölum í sundlaugina sem og niðurskurðarkröfu í rekstri sveitarfélagsins. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að taka upp aðgangsstýringu sem eykur opnunartímann í íþróttamannvirkinu sbr. 7 lið þessarar fundargerðar.

Ráðið hvetur ibúa Raufarhafnar til að nýta sér aðgangskort að íþróttamannvirkjum.

9.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Á 311. fundi Byggðarráðs Norðurþings var umfjöllun um sundlaugina í Lundi úr 12. fundargerð Hverfisráð Öxarfjarðar vísað til Fjölskylduráðs Norðurþings.
Ráðið samþykkir beiðni Hverfisráðs Öxarfjarðar og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í sambandi við fulltrúa hverfisráðsins.

10.Skáknámskeið fyrir ungmenni

Málsnúmer 201904123Vakta málsnúmer

Birkir Karl Sigurðsson býðst til að halda skáknámskeið fyrir ungmenni í Norðurþingi. Hægt er að kaupa námskeiðið af honum eða láta þáttökugjöld standa straum af kostnaði.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að ræða við skák- og íþróttafélög og skóla í sveitarfélaginu og kanna áhuga á að halda slíkt námskeið.

11.Vetraropnun í Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201908103Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir að opnunartími í Sundlaug Húsavíkur um helgar frá og með 1.febrúar til 31. maí og frá 1.september til 31.desember 2020 verði frá kl.11:00 til 16:00. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að fylgja málinu eftir.

12.Þorrablót Kvenfélags Húsavíkur 2020

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Kvenfélag Húsavíkur óskar hyggst halda Þorrablót laugardaginn 18.janúar 2020.
Óskað er eftir afnotum af íþróttahöllinni á Húsavík frá kl. 13:00 á föstudeginum 17.janúar fram á sunnudaginn 19.janúar án endurgjalds.
Fjölskylduráð samþykkir, líkt og fyrri ár, beiðni Kvenfélags Húsavíkur.

13.Samningamál Völsungs 2020

Málsnúmer 201909096Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er viðauki við samning Völsungs og Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um drög að viðauka á samningi milli Völsungs og Norðurþings. Ráðið mun fjalla um málið að nýju á næsta fundi ráðsins.

14.Frístundarstyrkir Norðurþings 2020

Málsnúmer 202001016Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru reglur frístundastyrkja fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um frístundarstyrki Norðurþings 2020 með áorðnum breytingum. Frístundastyrkur hækkar úr 10.000 kr í 12.000 kr. á ári fyrir hvert barn. Skipulagt frístundastarf þarf að ná yfir 8 vikur að lágmarki til að teljast styrkhæft í stað 10 vikna áður. Ráðið vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:40.