Fara í efni

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 - Fræðslusvið

Málsnúmer 201912122

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 52. fundur - 06.01.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlanir deilda fræðslusviðs.
Fjölskylduráð fjallaði um fjárhagsáætlanir deilda fræðslusviðs. Ráðið þakkar skólastjórnendum fyrir komuna og samtalið.

Fjölskylduráð - 57. fundur - 02.03.2020

Fjölskylduráð fjallar um stöðu fjárhagsáætlunar Grænuvalla fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 5.673.561 kr. vegna launaliðs Grænuvalla.

Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 319. fundur - 05.03.2020

Á 57. fundi fjölskylduráðs var tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar Grænuvalla fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 5.673.561 kr. vegna launaliðs Grænuvalla.

Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.
Á fund byggðarráðs komu Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla og Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka málið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.

Kristján Þór Magnússon kom aftur inn á fund kl. 11:55.

Byggðarráð Norðurþings - 320. fundur - 12.03.2020

Á 57. fundi fjölskylduráðs var tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar Grænuvalla fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 5.673.561 kr. vegna launaliðs Grænuvalla.

Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.


Á 319. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka málið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð frestar afgreiðslu viðaukans og mun taka upp umræðu um hann aftur apríl.