Fara í efni

Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 52. fundur - 06.01.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun skólastefnu Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um endurskoðun á skólastefnu Norðurþings.

Fjölskylduráð - 53. fundur - 13.01.2020

Lagt er til að skólastefna Norðurþings frá 2012 verði tekin til endurskoðunar samkvæmt leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga um mótun skólastefnu í sveitarfélögum.
Fjölskylduráð, ásamt fræðslustjóra, telur þörf á því að endurskoða skólastefnu Norðurþings frá árinu 2012. Ráðið felur fræðslustjóra að afla upplýsinga um leiðir til framkvæmdar á vinnu við endurskoðun stefnunar.

Fjölskylduráð - 54. fundur - 27.01.2020

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um endurskoðun skólastefnu Norðurþings sem samþykkt var á síðasta fundi ráðsins. Fyrir liggur að mynda þurfi stýrihóp til að vinna að málinu.
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um endurskoðun á Skólastefnu Norðurþings en ráðið fjallaði um sama mál á 53. fundi ráðsins.

Myndaður verður 9 manna stýrihópur sem skipaður verður af fjölskylduráði með fulltrúum frá leik-, grunn- og tónlistarskóla og samfélaginu. Starfsmaður stýrihópsins verður fræðslufulltrúi.

Stefnt er að því að fyrsti fundur hópsins verði í febrúar þar sem að fullrúi Tröppu mun fara yfir skipulag vinnunar. Einnig er stefnt að því að halda íbúafund í lok febrúarmánuðar.


Fjölskylduráð - 55. fundur - 10.02.2020

Fjölskylduráð fundaði með starfshópi sem mun stýra endurskoðun skólastefnu Norðurþings á fyrsta fundi hans.
Ráðgjafi Tröppu fór yfir verklag við endurskoðun skólastefnu í Norðurþingi.

Ráðið þakkar starfhópnum fyrir mætingu á fundinn.

Fjölskylduráð - 57. fundur - 02.03.2020

Lagt er fram til samþykktar fyrir ráðið skipunarbréf starfshóps um endurskoðun skólastefnu Norðurþings.

Einnig er lögð fram til kynningar starfsáætlun starfshópsins.
Fjölskylduráð samþykkir skipunarbréf fyrir starfshóp um endurskoðun skólastefnu Norðurþings.

Skipað var í starfshópinn af Fjölskylduráði Norðurþings.
Hópurinn er skipaður sjö fulltrúum auk fræðslufulltrúa sem er verkefnastjóri. Þá nýtur hópurinn ráðgjafar Kristrúnar Lind Birgisdóttur starfsmanns Tröppu ehf. Í hópnum sitja:
Svava H. Arnarsdóttir Stephens, Þórhildur Sigurðardóttir, Hrund Ásgeirsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Ingimundardóttir, Hilmar Kári Þráinsson og Helga Jónsdóttir.

Hópurinn endurskoðar og uppfærir gildandi skólastefnu út frá handbók Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð skólastefnu sveitarfélaga.

Fræðslufulltrúi leggur fram starfsáætlun og boðar til funda samkvæmt henni.

Fjölskylduráð - 66. fundur - 08.06.2020

Lögð er fram til kynningar drög að endurskoðaðri skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun vegna hennar.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 67. fundur - 22.06.2020

Lögð er fram til kynningar og samþykktar drög að endurskoðaðri skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun vegna hennar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðari skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun hennar og vísar því til samþykktar í sveitarstjórn.

Ráðið vill þakka starfshópnum sem vann að stefnuni kærlega fyrir þeirra störf sem og þeim íbúum sem tóku þátt í vinnunni við að móta stefnuna.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Á 67. fundi fjölskylduráð var bókað;

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðari skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun hennar og vísar því til samþykktar í sveitarstjórn.

Ráðið vill þakka starfshópnum sem vann að stefnuni kærlega fyrir þeirra störf sem og þeim íbúum sem tóku þátt í vinnunni við að móta stefnuna.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skólastefnu Norðurþings.

Fjölskylduráð - 71. fundur - 31.08.2020

Lögð er fram til samþykktar í fjölskylduráði framkvæmd innleiðingaráætlunar skólastefnu Norðurþings.
Lagt er til að stefnan verði innleidd kefisbundið í gegnum innra mat skólanna. Gerð er krafa um að skólastjórar veiti innra mats teymum forystu. Trappa, fyrir hönd skólaþjónustu Norðurþings, mun styðja við matsteymin og handleiða þau við að gera gæðaviðmið skólastefnu Norðurþings að sínum í markmiðabundnu og vel skipulögðu innra mati.


Kynning á skólastefnu Norðurþings og innleiðingu hennar mun fara fram í byrjun september.
Fjölskylduráð samþykkir framkvæmd innleiðingaráætlunar á skólastefnu Norðurþings sem felst í því að stefnan verði innleidd kefisbundið í gegnum innra mat skólanna. Gerð er krafa um að skólastjórar veiti innra mats teymum forystu. Trappa, fyrir hönd skólaþjónustu Norðurþins, mun styðja við matsteymin og handleiða þau við að gera gæðaviðmið skólastefnu Norðurþings að sínum í markmiðabundnu og vel skipulögðu innra mati.

Fjölskylduráð - 93. fundur - 07.06.2021

Kynning á stöðu innleiðingar á skólastefnu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar. Þökkum Kristrúnu Lind Birgisdóttur framkv.stjóra Ásgarðs (áður Trappa ehf.)fyrir kynninguna.

Fjölskylduráð - 162. fundur - 12.09.2023

Kristrún Lind Birgisdóttir og Anna María Þorkelsdóttir frá Ásgarði fara yfir innleiðingu skólastefnu Norðurþings frá árinu 2020 og fer yfir hlutverk skóla og skólaþjónustu við þá vinnu.
Samkvæmt starfsáætlun Norðurþings birta leik- og grunnskólar innra mats skýrslur sínar að vori eða við lok skólaársins. Innra mats skýrslur eru teknar til umfjöllunar og marka tímamót við kerfisbundnar umbætur í skólastarfi skólanna. Skólastjórnendur gera grein fyrir helstu umbótum sem hafa áunnist og til hvaða kerfisbundinna umbóta stendur til með að fara í á komandi skólaári. Umbótaáætlanir hvers skóla er í senn innleiðingaráætlun skólastefnu Norðurþings enda byggja umbótaáætlanir á gæðaviðmiðum sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð mun á komandi vikum fjalla um innra mat og starfsáætlanir skóla Norðurþings.