Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - Félagsþjónusta
202006086
Fyrir fjölskylduráði liggja tveir viðaukar fyrir málaflokk 02-Félagsþjónusta.
Fyrri viðaukinn er vegna viðbótarlaunakostnaðar í tengslum við COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur.
Seinni viðaukinn er vegna aukinna umsvifa í rekstri málaflokksins vegna fjölgunar þjónustuþega að fjárhæð 23.292.844 krónur.
Fyrri viðaukinn er vegna viðbótarlaunakostnaðar í tengslum við COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur.
Seinni viðaukinn er vegna aukinna umsvifa í rekstri málaflokksins vegna fjölgunar þjónustuþega að fjárhæð 23.292.844 krónur.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi viðauka fyrir málaflokkinn 02-Félagsþjónusta:
Viðauka fyrir viðbótarlaunakostnaði í tenglsum við COVID-19 upp á 8.204.007 kr. og viðauka vegna aukinna umsvifa vegna fjölgunar þjónustuþega upp á 23.292.844 kr. og vísar þeim til byggðarráðs.
Viðauka fyrir viðbótarlaunakostnaði í tenglsum við COVID-19 upp á 8.204.007 kr. og viðauka vegna aukinna umsvifa vegna fjölgunar þjónustuþega upp á 23.292.844 kr. og vísar þeim til byggðarráðs.
2.Húsaleigusamningur Vallholtsvegur 3.
202006076
Fyrir liggur húsaleigusamningur við Orkuveitu Húsavíkur vegna húsnæðis í þeirra eigu að Vallholtsvegi 3. Með tilkomu samningsins er Frístund fyrir fötluð börn komin með húsnæði næstu 2 árin
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning við Orkuveitu Húsavíkur vegna húsnæðis að Vallholtsvegi 3. Samningurinn gildir í 2 ár.
Ráðið vísar samningnum til sveitarstjórnar til samþykktar.
Ráðið vísar samningnum til sveitarstjórnar til samþykktar.
3.Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr.38/2018 (notendaráð), 838. mál
202005139
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
4.Fötlunarráð 2018-2022
201811036
Fundargerð 8. fundar fötlunarráðs lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.samtölublað 2019
202001015
TIl kynningar er Samtölublað vegna starfa Barnaverndar Þingeyinga fyrir árið 2019
Lagt fram til kynningar.
6.Framkvæmdaáætlun í barnavernd
202001036
Framkvæmdaáætlun í barnavernd lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar. Ráðið felur sviðstjórum að ljúka gerð áætlunarinnar og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess.
7.Sumarfrístund á Húsavík 2020
202004011
Til umræðu er sumarstarf Sumarfrístundar í Túni.
Sumarfrístund eftir hádegi hefur gengið mjög vel það sem af er og á milli 35-40 börn eru skráð á hvert námskeið. Fyrir hádegi hefur aðsókn verið dræm það sem af er.
Sumarfrístund eftir hádegi hefur gengið mjög vel það sem af er og á milli 35-40 börn eru skráð á hvert námskeið. Fyrir hádegi hefur aðsókn verið dræm það sem af er.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfinu í sumarfrístund og Frístund fyrir hádegi það sem af er sumri. Sumarfrístund hefur verið vel sótt en minni aðsókn hefur verið í Frístund fyrir hádegi.
8.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun
201912124
Lögð er fram til kynningar og samþykktar drög að endurskoðaðri skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun vegna hennar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðari skólastefnu Norðurþings og innleiðingaráætlun hennar og vísar því til samþykktar í sveitarstjórn.
Ráðið vill þakka starfshópnum sem vann að stefnuni kærlega fyrir þeirra störf sem og þeim íbúum sem tóku þátt í vinnunni við að móta stefnuna.
Ráðið vill þakka starfshópnum sem vann að stefnuni kærlega fyrir þeirra störf sem og þeim íbúum sem tóku þátt í vinnunni við að móta stefnuna.
9.Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021
202006102
Til umfjöllunar er starfsemi frístundarvistunar á Húsavík fyrir 1-4 bekk vegna skólaársins 2020-2021
Málinu er frestað til næsta fundar þar sem fullnægjandi gögn lágu ekki fyrir.
10.Tjaldsvæðið í Lundi
202006105
Norðurþing hefur rekið tjaldsvæði í Lundi til langs tíma. Tjaldsvæðið er staðsett á jörð sem tilheyrir kirkjunni. Lítið þjónustuhús sem komið er til ára sinna er á jörðinni.
Tjaldsvæðið hefur verið rekið með sundlauginni í Lundi en nú er rekstaraðili með laugina undir sínum höndum.
Tjaldsvæðið hefur verið rekið með sundlauginni í Lundi en nú er rekstaraðili með laugina undir sínum höndum.
Fjölskylduráð samþykkir að hætta rekstri tjaldsvæðis í Lundi sem verið hefur í rekstri sveitarfélagsins á jörð Skinnastaðar. Sveitarfélagið mun því ekki sjá um að slá og hirða svæðið hér eftir.
Ráðið vísar málinu til Skipulags- og framkvæmdaráð og leggur til að svæðið verði afhent landeiganda að nýju.
Ráðið vísar málinu til Skipulags- og framkvæmdaráð og leggur til að svæðið verði afhent landeiganda að nýju.
11.Átaksverkefni við TUFF varðandi #kind20
202006001
Félagasamtökin Tuff Ísland eru að koma af stað alþjóðlegri hreyfingu sem kallast #kind20
Hreyfingunni er ætlað að eiga upphaf á Íslandi þar sem Íslendingar eru þekktir fyrir góðmennsku á erfiðum tímum.
Óskað er eftir fjárstuðningi í verkefnið frá 100.000 kr.
Hreyfingunni er ætlað að eiga upphaf á Íslandi þar sem Íslendingar eru þekktir fyrir góðmennsku á erfiðum tímum.
Óskað er eftir fjárstuðningi í verkefnið frá 100.000 kr.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en synjar því.
12.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn
202002007
Sumaropnun er hafin í sundlaug Raufarhafnar.
Starfsemi laugarinnar er til kynningar fyrir Fjölskylduráði.
Starfsemi laugarinnar er til kynningar fyrir Fjölskylduráði.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfsemi laugarinnar í sumar. Starfsemin er komin á fullt og búið að ráða í allar stöður.
13.Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál
202006006
Umfjöllun um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Túns á Húsavík.
Fjölskylduráð leitar enn að hentugu húsnæði fyrir félagsmiðstöðvarinnar Tún. Íþrótta- og tómstundafulltrúi falið að halda þeirri vinnu áfram.
14.Skjálfandi - ósk um áframhaldandi samstarf
202002065
Forsvarsmenn listahátíðarinnar Skjálfanda leggja til að hátíðinni verði aflýst í ár. Í gildi er samstarfsamningur á milli hátíðarinnar og Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni forsvarmanna Skjálfanda um að áflýsa hátíðinni í ár. Samstarfsamningur á milli Skjálfanda og Norðurþings til þriggja ára rennur út á þessu ári. Ráðið lýsir sig reiðubúið til samtals við forsvarsmenn hátíðarinnar um áframhaldandi samstarf.
15.Sýning myndarinnar "Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga"
202006104
Húsavíkurstofa í samvinnu við Norðurþing er að kanna möguleika á að sýna myndina "Eurovision Song Contest: The Story of Fire of Fire Saga" á Húsavík. Myndin var tekin upp að stórum hluta á Húsavík haustið 2019.
Fjölskylduráð samþykkir að bjóða íbúum upp á "heimsfrumsýningu" á myndinni "Eurovision Song Contest: The Story of Fire of Fire Saga".
Myndin verður sýnd í Íþróttahöllinni á Húsavík og verða tvær sýningar í boði n.k. föstudag.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að undirbúningi sýningarinnar í samstarfi við Exton, True North, Húsavíkurstofu og Völsung.
Nánar auglýst síðar á samfélagsmiðlum og vefum Húsavíkurstofu og Norðurþings.
Myndin verður sýnd í Íþróttahöllinni á Húsavík og verða tvær sýningar í boði n.k. föstudag.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að undirbúningi sýningarinnar í samstarfi við Exton, True North, Húsavíkurstofu og Völsung.
Nánar auglýst síðar á samfélagsmiðlum og vefum Húsavíkurstofu og Norðurþings.
16.Fjölþætt heilsuefling 65
202006103
Til kynningar er heilsueflingarverkefni Janusar Guðlaugssonar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir heilsueflingarverkefni Janusar Guðlaugssonar, en hann kom og hélt erindi fyrir félag eldri borgara í síðustu viku.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 6-15.
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1-8.
Kristrún Lind Birgisdóttir f.h. Tröppu sat fundinn undir lið 6.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 9, 15-16.
Hinrik Wöhler framkvæmdastjóri Húsavíkurstofu sat fundinn undir lið 15.
Benóný Valur Jakobsson vék af fundi kl.17:50.
Berglind Hauksdóttir vék af fundi kl.18:10.