Fara í efni

Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002007

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 56. fundur - 24.02.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar áskorun frá Hverfisráði Raufarhafnar um að endurskoða vetrarlokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn í samráði við íbúa og Hverfisráð. Óskað er eftir að opnunartími yfir veturinn sé á miðvikudögum og föstudögum frá kl. 17:00-19:30 og á laugardögum eða sunnudögum frá 14:00-17:00/18:00 bæði í Sundlaug og gufu.
Fjölskylduráð fjallaði um áskorun frá íbúum Raufarhafnar vegna vetrarlokunar sundlaugarinnar á Raufarhöfn.

Sundlaugin verður lokuð febrúar, mars og apríl í samræmi við fjárhagsáætlun 2020 og vegna viðhaldsvinnu sem stendur yfir og áætlað er að ljúki í lok apríl.
Ráðið samþykkir að sundlaugin verði opin yfir páskana í 3 daga, þ.e. Skírdag, laugardag fyrir páskadag og annan í páskum. Opið verður þessa daga frá kl. 14:00 - 17:00.

Ráðið samþykkir að sumaropnun verði í byrjun maí í stað byrjun júní eins og áður hafði verið ákveðið.
Sundlaugin verður opin yfir sumarið, virka daga frá kl. 16:30-19:30 og um helgar frá kl. 14:00-17:00.
Ráðið óskar eftir umsögn Hverfisráðs Raufarhafnar um sumaropnun sundlaugarinnar.

Fjölskylduráð - 57. fundur - 02.03.2020

Til umfjöllunar eru málefni íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð vill árétta að sú vetrarlokun sundlaugar Raufarhafnar sem fjallað hefur verið um í ráðinu er í gildi fram á vor 2020 með þeim opnunum sem ákveðnar voru á 56.fundi ráðsins.

Fjölskylduráð mun fjalla um opnun sundlaugarinnar næsta vetur á fundi ráðsins í ágúst.

Fjölskylduráð - 61. fundur - 27.04.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar sumaropnun í íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn.

Fjölskylduráð samþykkti á 56.fundi sínum að : sumaropnun verði í byrjun maí í stað byrjun júní eins og áður hafði verið ákveðið.
Sundlaugin verður opin yfir sumarið, virka daga frá kl. 16:30-19:30 og um helgar frá kl. 14:00-17:00.
Ráðið óskar eftir umsögn Hverfisráðs Raufarhafnar um sumaropnun sundlaugarinnar.

Hverfisráð Raufarhafnar tók málið fyrir þann 25 febrúar 2020 og sendi inn umsögn um að opnunartími yrði 8-10 og 14 - 19.30 á virkum dögum í sumar.
Málinu er frestað til frekari afgreiðslu þar sem að ekki liggur fyrir hvernig sundstaðir geta verið opnir í sumar vegna covid-19.

Fjölskylduráð - 63. fundur - 11.05.2020

Fjölskylduráð fjallar um starfsemi sundlaugarinnar á Raufarhöfn sumarið 2020.
Fjölskylduráð samþykkti á 56.fundi sínum að: sumaropnun verði í byrjun maí í stað byrjun júní eins og áður hafði verið ákveðið.
Sundlaugin verður opin yfir sumarið, virka daga frá kl. 16:30-19:30 og um helgar frá kl. 14:00-17:00.

Fjölskylduráð heldur sig við fyrri ákvörðun og opið verður 16:30-19:30 og um helgar frá kl. 14:00-17:00.
Sundlaugin mun opna um leið og framkvæmdum lýkur og heimild er komin á opnun sundlauga á landsvísu.

Fjölskylduráð - 65. fundur - 03.06.2020

Norðurþingi stendur til boða að nýta heitan pott sem er í eigu AG Briem fyrrverandi rekstraraðila sundlaugarinnar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir boð AG Briem og hyggst nýta heitan pott sem er staðsettur í sundlaug Raufarhafnar á meðan sumaropnun 2020. AG Briem lánar pottinn án endurgjalds og á eigin ábyrgð.

Fjölskylduráð - 67. fundur - 22.06.2020

Sumaropnun er hafin í sundlaug Raufarhafnar.
Starfsemi laugarinnar er til kynningar fyrir Fjölskylduráði.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfsemi laugarinnar í sumar. Starfsemin er komin á fullt og búið að ráða í allar stöður.

Fjölskylduráð - 71. fundur - 31.08.2020

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Hverfisráði Raufarhafnar vegan málefna sundlaugar á Raufarhöfn.
Hverfisráð Raufarhafnar hefur óskað eftir því að sundlaugin á Raufarhöfn sé opin 3-4 daga í viku í u.þ.b. 2-4 klst. á dag. Ráðið samþykkir að sundlaugin verði opin í vetur mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 17:00 - 19:30 og laugardaga kl. 14:00 - 16:30. Vetraropnun tekur gildi mánudaginn 7.september.
Hafi Hverfisráð Raufarhafnar tillögur um annan opnunartíma innan sama tímafjölda (10 klst á viku) mun ráðið taka við þeim ábendingum.

Fjölskylduráð - 75. fundur - 12.10.2020

AG Briem sem var með rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn hafa geymt heitan pott við sundlaugina frá því að þau hættu rekstri.
Potturinn hefur verið notaður með góðfúslegu leyfi AG Briem sundlaugargestum til heilla.
Nú er svo komið að AG Briem hyggjast fjarlægja pottinn.
Fjölskylduráð þakkar AG Briem fyrir afnot að heita pottinum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tilboð frá Seglagerðinni Ægi, minnisblað frá rekstraraðila sundlaugar á Raufarhöfn, íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings, ásamt skýrslu frá Verkís varðandi orkunotkun íþróttamiðstöðvarinnar. Um er að ræða að fjárfestingu í seglyfirbreiðslu yfir sundlaugina þar svo hægt verði að lágmarka varmatap úr lauginni og halda uppi ásættanlegu hitastigi á vatninu sem oft hefur verið vandamál, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Yfirbreiðslan hefur fjölþættan tilgang en með minni raka minnkar þörfin fyrir loftræsingu og dregur úr rakaskemmdum á byggingarhlutum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fjárfestingarinnar, en um endurnýjun eldri einangrunardúks er að ræða sem var fjarlægður fyrir nokkru vegna lélegs ástands og afleiddra vandamála.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að endurnýja einangrunardúkinn.

Fjölskylduráð - 79. fundur - 23.11.2020

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á 82.fundi sínum að endurnýja yfirbreiðslu yfir sundlaugina á Raufarhöfn. Yfirbreiðslan er væntanleg í desember samkvæmt upplýsingum frá söluaðila.
Yfirbreiðslan mun gera það að verkum að hægt verður að halda uppi hita á lauginni þannig að hægt sé að halda opnu en það hefur gengið erfiðlega eftir að gluggar voru endurnýjaðir og kyndingu hússins breytt.
Lagt fram til kynningar.