Fjölskylduráð

63. fundur 11. maí 2020 kl. 13:00 - 16:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson / Jón Höskuldsson íþrótta-og tómstundafulltrúi / fræðslufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 3-5.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta-og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 9-15.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 6-8.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir lið 4.
Guðrún Huld Gunnarsdóttir sem verið hefur framkvæmdastjóri Mærudaga sl. ár sat fundinn undir lið 8.

1.Enduráætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2020

202004039

Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur Félagslegra íbúða 2019

202005046

Ársreikningur félagslegra íbúða Norðurþings 2019 lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Tilnefning í stjórn Þekkingarnets þingeyinga

202005020

Norðurþing tilnefnir til tveggja ára í senn einn fulltrúa sveitarfélagsins til setu í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga. Óskað er eftir því að fjölskylduráð tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins til stjórnarsetu til næstu 2ja ára, þ.e. frá aðalfundi í maí 2020 til aðalfundar vorið 2022.
Fjölskylduráð tilnefnir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúa Norðurþings sem fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Grænuvellir - Skóladagatal 2020-2021

202004031

Skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2020-2021.

5.Skólastarf austan Húsavíkur

202001071

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Skólastarf austan Húsavíkur hefur verið til umræðu í fjölskylduráði á undanförnum fundum. Ekki hvað síst hefur verið horft til þess hvernig koma megi enn betur til móts við þarfir barna á Raufarhöfn og nágrenni í ljósi þeirrar fækkunar nemenda sem þar hefur orðið. Fjölskylduráð leggur áfram ríka áherslu á mikilvægi samstarfs Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar með það að markmiði að öll börn njóti sem mestrar fjölbreytni í skólastarfi og félagsskapar við önnur börn á svæðinu. Unnið skal áfram að eflingu samstarfsins en að öðru leyti verði skólastarf austan Húsavíkur með svipuðu sniði og verið hefur á yfirstandandi skólaári. Fjölskylduráð óskar þess að næsta skólaár verði nýtt til undirbúnings þess að stjórn skólanna beggja verði á hendi eins skólastjóra frá og með skólaárinu 2021-2022. Vinna við útfærslu verði þróuð með áframhaldandi samstarfi fjölskylduráðs, fræðslufulltrúa og skólastjórnenda beggja skólanna.

6.Listamaður Norðurþings

201909054

Fjölmenningarfulltrúi fer yfir þær tilnefningar og umsóknir sem bárust vegna nafnbótarinnar Listamaður Norðurþings 2020 og leggur fyrir fjölskylduráð til afgreiðslu.
Fjölskylduráð tók umræðu um listamann Norðurþings.
Ráðið var einhuga um valið og mun setja saman minnisblað og vísa til sveitarstjórnar sem mun útnefna listamann Norðurþings á fundi sveitarstjórnar í júní.

7.Bílabíó á Húsavík

202005053

Sonik ehf. hefur óskað eftir því að koma með til Húsavíkur í sumar með bílabíó. Fyrir ráðinu liggur tilboð um kostnað.
Fjölskylduráð telur bílabíóið ekki rúmast innan fjárhagsramma sviðsins og erindinu er því hafnað.

8.Fjöldasamkomur í Norðurþingi sumarið 2020

202004054

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðu um framkvæmd Mærudaga 2020 í samhengi við bókun sveitarstjórnar á 102. fundi hennar í ljósi COVID-19 faraldsins.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi bókun sem vísað er til sveitarstjórnar.

Í ljósi takmarkana þeirra sem samkomubannið felur í sér leggur fjölskylduráð eftirfarandi til við sveitarstjórn. Vegna óvissu um þróun mála er snúa að heimsfaraldri kórónuveirunnar er lagt til að Norðurþing standi ekki fyrir formlegum hátíðarhöldum vegna Mærudaga sumarið 2020. Ekki verði boðið upp á formlega dagskrá í nafni hátíðarinnar, en íbúar allir engu að síður hvattir til að skreyta bæinn og gera sér glaðan dag með fjölskyldu og vinum hér á svæðinu helgina 25.-26. júlí.
Í ljósi þess verður ekki samið við verkefnastjóra um framkvæmd hátíðarinnar. Fjölmenningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að semja um verklok við samningsaðila.

Vegna áðurnefndra ástæðna verða engin formleg hátíðarhöld í sveitarfélaginu á 17.júní.

9.Golfklúbburinn Gljúfri 2020

202005019

Golfklúbburinn Gljúfri óskar eftir endurnýjuðum starfssamningi við félagið. Samningur við félagið rann út um síðustu áramót.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna drög að samningi við félagið og funda með forsvarsmönnum golfklúbbsins.
Endanleg samningsdrög verða lögð fyrir ráðið að nýju.

10.Starfsdagatal Túns 2020 - 2021

202005039

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að starfsdagatali frístundaheimilisins Túns fyrir skólaárið 2020-2021
Fjölskylduráð fór yfir drög að starfsdagatali frístundar. Afgreiðslu málsins er frestað þangað til í ágúst áður en starfsemi frístunda hefst að nýju.

11.Atvinnuátak Norðurþings sumar 2020

202004072

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar minnisblað um atvinnuátak Norðurþings sumarið 2020.
Málið var áður til umfjöllunar á 61.fundi ráðsins.
Íþrótta og tómstundasvið getur bætt við allt að 10 sumarstörfum sem hluti af atvinnuátaki ungmenna sumarið 2020.
Sótt er um viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 21,6 milljón vegna launakostnaðar.
Málinu er vísað til byggðarráðs.

12.Vinnuskóli Norðurþings 2020

202002132

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað um vinnuskólann sumarið 2020.
Vinnufyrirkomulag vinnuskóla Norðurþings er samþykkt sem hér segir:
Laun eru ákveðin sem hlutfall að launaflokki 117 í kjarasamningi Framsýnar og sambands íslenskra sveitarfélaga:
9. bekkur = 977 kr/klst (50% af launaflokki 117)
8. bekkur = 782 kr/klst (40% af launaflokki 117)

2005 - fær vinnu í 5 vikur.
2006 - fær vinnu í 4 vikur.

13.Leikvellir Norðurþingi endurnýjun/viðhald

201702017

Til kynningar er minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um ástand leikvalla á Húsavík.
Einnig er til umfjöllunar bókun af 61.fundi framkvæmda- og skipulagsráðs þar sem bókað er að:

Ráðið samþykkir að beiðni fjölskylduráðs að varið verði 3 m.kr. til viðhalds leikvalla og vísar málinu þangað. Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að leikvöllur við Túngötu verði fjarlægður.
Fyrir liggur að fá óháðan aðila til að taka út leikvelli sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð hyggst fá niðurstöðu úr því mati áður en ákvörðun verður tekin um viðhald/uppbyggingu leikvalla.
Niðurstöðu úr matinu er að vænta á næstu vikum.

14.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn

202002007

Fjölskylduráð fjallar um starfsemi sundlaugarinnar á Raufarhöfn sumarið 2020.
Fjölskylduráð samþykkti á 56.fundi sínum að: sumaropnun verði í byrjun maí í stað byrjun júní eins og áður hafði verið ákveðið.
Sundlaugin verður opin yfir sumarið, virka daga frá kl. 16:30-19:30 og um helgar frá kl. 14:00-17:00.

Fjölskylduráð heldur sig við fyrri ákvörðun og opið verður 16:30-19:30 og um helgar frá kl. 14:00-17:00.
Sundlaugin mun opna um leið og framkvæmdum lýkur og heimild er komin á opnun sundlauga á landsvísu.

15.Gjaldskrá tjaldsvæða Kópasker og Raufarhöfn

202005058

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að gjaldskrá fyrir tjaldsvæði á Kópaskeri og á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir tjaldsvæðin á Kópaskeri og Raufarhöfn og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.

Fullorðnir: 1.200 kr. nóttin
18 ára og yngri (í fylgd með fullorðnum): frítt
Ellilífeyris og örorkuþegar: 1.000 kr.
Rafmagn: 800 kr. (nóttin)
Þvottaaðstaða: 800 kr.

Fundi slitið - kl. 16:45.