Fara í efni

Listamaður Norðurþings

Málsnúmer 201909054

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 95. fundur - 17.09.2019

Á fundi sveitarstjórnar þann 19. mars 2019 var samþykkt tillaga fulltrúa B-lista, Framsóknarflokks að Norðurþing útnefni árlega listamann sveitarfélagsins.
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi Hafliðason, Kristján Þór Magnússon, Óli Halldórsson og Bergur Elías Ágústsson.

Fjölskylduráð - 42. fundur - 23.09.2019

Á 90. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks leggja til að sveitarfélagið Norðurþing útnefni árlega listamann sveitarfélagsins. Óskað verði eftir tilnefningum úr samfélaginu og mun Fjölskylduráð leggja til við sveitarstjórn að einstaklingur verði útnefndur listamaður Norðurþings. Sá hinn sami fái starfsstyrk til að rækta list sína í formi eingreiðslu að upphæð sem ákvarðast árlega í fjárhagsáætlun. Sömuleiðis verði Fjölskylduráði falið útbúa reglur um styrki til listamanns Norðurþings.
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að útbúa drög að úthlutunarreglum vegna Listamanns Norðurþings.

Fjölskylduráð - 45. fundur - 14.10.2019

Lögð er fram drög að reglum um Listamann Norðurþings
Fjölskylduráð samþykkir drögin að reglum um Listamann Norðurþings og vísar þeim til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Reglur um Listamann Norðurþings lagðar fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Óli Halldórsson, Bergur Elías, Kristján Þór og Silja Jóhannesdóttir.
Reglurnar bornar undir atkvæði, samþykktar samhljóða.

Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðu um útnefningu Listamanns Norðurþings sem hluta af hátíðardagskrá 17. júní á Húsavík.
Búið er auglýsa eftir tillögum um listamann Norðurþings og verður auglýst aftur um miðjan apríl. Hægt er að senda inn umsóknir og tilnefningar til 1.maí 2020.
Fjölskylduráð mun fara yfir umsóknir/tilnefningar og koma með tillögu að listamanni Norðurþings til sveitarstjórnar.
Stefnt er að formlegri útnefningu listamanns Norðurþings við hátíðlega athöfn þann 17.júní næstkomandi.

Fjölskylduráð - 61. fundur - 27.04.2020

Fjölmenningarfulltrúi leggur samning við listamann Norðurþings fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög sem samningsform fyrir listamann Norðurþings.

Fjölskylduráð - 63. fundur - 11.05.2020

Fjölmenningarfulltrúi fer yfir þær tilnefningar og umsóknir sem bárust vegna nafnbótarinnar Listamaður Norðurþings 2020 og leggur fyrir fjölskylduráð til afgreiðslu.
Fjölskylduráð tók umræðu um listamann Norðurþings.
Ráðið var einhuga um valið og mun setja saman minnisblað og vísa til sveitarstjórnar sem mun útnefna listamann Norðurþings á fundi sveitarstjórnar í júní.

Sveitarstjórn Norðurþings - 104. fundur - 16.06.2020

Fjölskylduráð tók umræðu um listamann Norðurþings.
Ráðið var einhuga um valið og mun setja saman minnisblað og skila til sveitarstjórnar sem mun útnefna listamann Norðurþings á fundi sveitarstjórnar í júní.
Til máls tóku: Heiðbjört, Kolbrún Ada og Hjálmar.


Sveitarstjórn óskar Pétri Jónassyni ljósmyndara innilega til hamingju með útnefningu sem fyrsti listamaður Norðurþings.