Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

96. fundur 29. október 2019 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Silja Jóhannesdóttir 2. varaforseti
 • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
 • Óli Halldórsson Forseti
 • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir aðalmaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
 • Bergþóra Höskuldsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Samkomulag um sameiningu almannavarnanefnda í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði í eina nefnd.

Málsnúmer 201910140Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi almannavarnanefndar Þingeyinga þann 15.10.19 var lagt til að kanna möguleikana á sameiningu almannavarnanefnda í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði í eina nefnd.

Í samræmi við umræður á fundinum var ákveðið að Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra yrði falið að útbúa samkomulag sem sveitarstjórar og oddvitar sem aðild eiga að ALM.Þing gætu lagt fyrir sínar sveitarstjórnir og hreppsnefndir til samþykktar/synjunar.Samkomulagið hefur einnig verið lagt fyrir sveitarfélög á svæði ALM.EY
Til máls tók; Kristján Þór, Hjálmar Bogi og Bergur Elías.
Samþykkt samhljóða.

2.Breyting aðalskipulags vegna hjúkrunarheimilis á Húsavík.

Málsnúmer 201910111Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt eins og hún var lögð fram.
Til máls tók; Helena Eydís, Óli Halldórsson, Hjálmar Bogi og Silja Jóhannesdóttir.
Helena leggur til að Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði bætt við þá aðila sem beðnir eru um umsögn vegna málsins.
Hjálmar Bogi leggur til að tillögu Helenu verði vísað frá.
Tillaga Hjálmars borin undir atkvæði.
Tillagan er felld. Bergur, Hjálmar og Bylgja samþykkja tillöguna en Óli, Helena, Heiðbjört og Silja greiddu atkvæði gegn henni, Kristján Þór og Hafrún sátu hjá.
Tillagan borin undir atkvæði með áorðnum breytingum frá Helenu.
Tillagan samþykkt með atkvæðum, Heiðbjartar, Helenu, Óla og Silju.
Bylgja og Hjálmar greiddu atkvæði á móti tillögunni, Kristján, Bergur og Hafrún sátu hjá.

3.Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer

Á 44. fundi lagði skipulags- og framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt og framlögð tillaga send til yfirferðar Skipulagsstofnunar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi og Óli Halldórsson.
Samþykkt samhljóða.

4.Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer

Á 44. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var lagt til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan, með þeim breytingum sem bókaðar eru hér að ofan, verði samþykkt og gildistaka auglýst eftir yfirferð Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.

5.Umhverfisstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Undanfarna mánuði hefur vinnuhópur samsettur af, umhverfisstjóra Norðurþings, verkefnastjóra frá NNA og þremur aðilum úr Skipulags- og framkvæmdaráði, mótað drög að umhverfisstefnu og aðgerðaráætlun. Fyrir sveitarstjórn liggur kynning á framvindu málsins.
Til máls tók; Silja Jóhannesdóttir, Hjálmar Bogi, Óli Halldórsson og Helena Eydís.
Lagt fram til kynningar.

6.Íbúalýðræðisverkefni sambandsins

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á 45. fundi Fjölskylduráðs Norðurþings;
Lagt fram til kynningar fyrir ráðið Íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k. Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að sótt verði um þátttöku á grunni þeirra stefnumótunarverkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.
Til máls tók; Silja Jóhannesdóttir.
Lagt fram til kynningar.

7.Hjálmar Bogi leggur til að tryggingar sveitarfélagins verði endurskoðaðar og í framhaldinu boðnar út.

Málsnúmer 201910154Vakta málsnúmer

Undirritaður leggur til að tryggingar sveitarfélagins verði endurskoðaðar og í framhaldinu boðnar út. Sveitarfélagið er í viðskiptum við Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) sem nýlega lokaði útibúi sínu á Húsavík og því tækifæri til að endurskoða stöðu mála varðandi tryggingar. Um leið þarf að skoða tryggingar stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins með ólíka starfsemi.

Virðingafyllst,
Hjálmar Bogi Hafliðason.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi og Helena Eydís.
Helena leggur til að málinu verði vísað til byggðarráðs til meðferðar.
Tillaga Helenu borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.

8.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.

9.Skipulags- og framkvæmdaráð - 44

Málsnúmer 1909004FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Skipulags- og framkvæmdaráð - 45

Málsnúmer 1909008FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og framkvæmdaráð - 46

Málsnúmer 1910003FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og framkvæmdaráð - 47

Málsnúmer 1910004FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 48

Málsnúmer 1910009FVakta málsnúmer

Silja tók til máls undir lið nr.6.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

14.Fjölskylduráð - 42

Málsnúmer 1909007FVakta málsnúmer

Bergur Elías, Heiðbjört Þóra og Kristján Þór tóku til máls undir lið nr. 5.
Hafrún Olgeirsdóttir, Heiðbjört Þóra, Hjálmar Bogi, Helena Eydís, Bergur Elías, Óli Halldórsson og Silja Jóhannesdóttir tóku til máls undir lið nr. 3.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð - 43

Málsnúmer 1909009FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 44

Málsnúmer 1910002FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 45

Málsnúmer 1910005FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð - 46

Málsnúmer 1910008FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Byggðarráð Norðurþings - 302

Málsnúmer 1909006FVakta málsnúmer

Til máls tók undir lið nr. 5, Hjálmar Bogi, Kristján Þór og Óli Halldórsson.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

20.Byggðarráð Norðurþings - 303

Málsnúmer 1909010FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Byggðarráð Norðurþings - 304

Málsnúmer 1910001FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Byggðarráð Norðurþings - 305

Málsnúmer 1910006FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 306

Málsnúmer 1910010FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Orkuveita Húsavíkur ohf - 197

Málsnúmer 1910007FVakta málsnúmer

Bergur Elías tók til máls um efni fundargerðarinnar.
Kristján Þór, Bergur Elías og Óli Halldórsson tóku til máls undir lið nr.4.
Óli Halldórsson fjallaði um störf Orkuveitu Húsavíkur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 201810117Vakta málsnúmer

Óli Halldórsson óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá og með 31. október 2019 til og með 30. september 2020.
Erindið borið undir atkvæði, samþykkt samhljóða.

26.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Vegna leyfis Óla Halldórssonar frá sveitarstjórnarstörfum í eitt ár verða breytingar á nefndum og ráðum sem hann situr í.
Lagt er til að Kolbrún Ada Gunnarsdóttir taki sæti aðalmanns í sveitarstjórn og verði forseti sveitarstjórnar. Varamaður í sveitarstjórn í stað Kolbrúnar Ödu verði Berglind Hauksdóttir.
Til máls tóku; Helena Eydís Ingólfsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Óli Halldórsson
Samþykkt samhljóða

Aðrar breytingar á nefndarskipan;
Byggðarráð:
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í leyfi Óla Halldórssonar verði aðalmaður.
Varamaður;
Berglind Hauksdóttir í stað Kolbrúnar Ödu.

Landsþing SÍS:
Varamenn:
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í leyfi Óla Halldórssonar verði varamaður.

Eyþing Aðalfundur:
Aðalmenn;
Kristján Þór Magnússon í stað Örlygs Hnefils Örlygssonar
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í stað Óla Halldórssonar

Héraðsnefnd Þingeyinga bs. fulltrúaráð:
Aðalmenn;
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í stað Óla Halldórssonar
Varamenn:
Berglind Hauksdóttir í stað Kolbrúnar Ödu.

Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) - fulltrúaráð:
Aðalmenn;
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir í stað Örlygs Hnefils Örlygssonar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í stað Óla Halldórssonar
Varamenn:
Kristinn Jóhann Lund í stað Heiðbjartar Þóru Ólafsdóttur
Berglind Hauksdóttir í stað Kolbrúnar Ödu.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga bs. - fulltrúaráð:
Aðalmenn;
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir í stað Örlygs Hnefils Örlygssonar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í stað Óla Halldórssonar
Varamenn;
Kristinn Jóhann Lund í stað Heiðbjartar Þóru Ólafsdóttur
Berglind Hauksdóttir í stað Kolbrúnar Ödu.

Aðalfundur DA sf.:
Aðalmenn;
Birna Ásgeirsdóttir í stað Örlygs Hnefils Örlygssonar
Varamenn:
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í stað Óla Halldórssonar

Starfsmenntunarsjóður STH:
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir í stað Örlygs Hnefils Örlygssonar.

Aðrar breytingar á nefndarskipan bornar undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.

27.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2020 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021-2023.
Til máls tók Kristján Þór Magnússon.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun fyrir 2021 - 2023 til síðari umræðu.

28.Brunavarnaáætlun Norðurþings 2020-2025

Málsnúmer 201909011Vakta málsnúmer

Brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Norðurþings 2020 til 2025 lögð fram til samþykktar.
Til máls tók Silja Jóhannesdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu;

Þar sem ljóst má vera að fjárfestingum sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verður mjög þröngur stakkur sniðinn er lagt til að brunavarnaráætlunin verði uppfærð m.t.t. þess að sveitarfélagið fari ekki í fjárfestingu nýrrar slökkvibifreiðar á árinu 2020 og að uppfærð rekstraráætlun verði sett inn í skjalið til samræmis við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Lagt er til að áætluninni verði vísað til byggðarráðs.
Til máls tóku; Óli Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Bergur Elías Ágústsson.
Samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Bergur Elías situr hjá.

29.Launað námsleyfi

Málsnúmer 201905152Vakta málsnúmer

Reglur um launað námsleyfi lagðar fram til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku;
Silja Jóhannesdóttir, Bergur Elías Ágústsson, Hjálmar Bogi, Heiðbjört Þóra og Óli Halldórsson.
Formaður Fjölskylduráðs leggur til að málinu sé vísað aftur til fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu.
Samþykkt samhljóða.

30.Breyting á aðalskipulagi vegna fiskeldis á Röndinni

Málsnúmer 201909029Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdarráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók; Helena Eydís.
Helena leggur til að Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði bætt við þá umsagnaraðila sem leitað er til um málið.
Samþykkt samhljóða.

31.Samkomulag um fyrirkomulag skipulagsvinnu á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 201811029Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga, samhliða breytingu aðalskipulags sama svæðis.
Til máls tóku; Helena Eydís, Bergur Elías og Hjálmar Bogi.
Helena leggur til að Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði bætt við þá umsagnaraðila sem leitað er til um málið.
Samþykkt samhljóða.

32.Vetrarþjónusta á Hólasandi - athugasemdir HSN

Málsnúmer 201910070Vakta málsnúmer

Athugasemdir sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur við boðaðar breytingar á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi eru lagðar fram í sveitarstjórn, en skv. fréttum verður engin vetrarþjónusta á viðkomandi leið næsta vetur.
Til máls tóku; Óli Halldórsson og Hjálmar Bogi.

Sveitarstjórn Norðurþings tekur heilshugar undir athugasemdir HSN á Húsavík í tilefni af fréttum af takmarkaðri vetrarþjónustu á Hólasandsvegi. Sveitarstjórn Norðurþings vekur sérstaka athygli á nauðsyn góðrar vetrarþjónustu á þjóðvegum héraðsins. Hólasandsvegur er fjölfarin þjóðleið og mikilvægur hluti af samtengingu atvinnusvæðisins í Þingeyjarsýslum. Viðunandi vetrarþjónusta er einnig bæði mikilvægt öryggismál fyrir íbúa og undirstöðuatriði í rekstri ferðaþjónustu á svæðinu.

33.Kjörstjórnir 2018-2022

Málsnúmer 201910073Vakta málsnúmer

Tillögur að undirkjörstjórnum í Norðurþingi 2018-2022.
Undirkjörstjórn 1. Húsavík:
Jón Höskuldsson, Lyngholt 40, 640 Húsavík
Jóna Matthíasdóttir, Garðarsbraut 35A, 640 Húsavík
Pétur Helgi Pétursson, Heiðargerði 4, 640 Húsavík


Varamenn:
Erla Bjarnadóttir, Stórhóll 41, 640 Húsavík
Agnieszka Anna Szczodrowska ? Aga, Holtagerði 7, 640 Húsavík

Grétar Sigurðarson, Ásgarðsvegi 13, 640 Húsavík

Undirkjörstjórn 2. Húsavík:
Anna Sigrún Jónsdóttir, Auðbrekka 6, 640 Húsavík
Elín Sigurborg Harðardóttir, Krummaholt, 641 Húsavík
Pálmi Björn Jakobsson, Fossvellir 10, 640 Húsavík

Varamenn:
Arnar Sigurðsson, Litlagerði 8, 640 Húsavík
S. Rakel Matthíasdóttir, Baughól 30, 640 Húsavík
Víðir Svansson, Stakkholt 6, 640 Húsavík


Undirkjörstjórn 3. Kelduhverfi:
Ingveldur Árnadóttir, Grásíða, 671 Kópasker
Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Heiðarbrún, 671 Kópasker
Sigrún Björg Víkingur, Austurgarður 2, 671 Kópasker

Varamenn:
Ágústa S. Karlsdóttir, Lyngás, 671 Kópasker
Bára Siguróladóttir, Keldunes 2, 671 Kópasker
Salbjörg Matthíasdóttir, Árdalur, 671 Kópasker


Undirkjörstjórn 4. Öxarfirði:
Guðmundur S. Ólafsson, Núpur, 671 Kópasker
Hulda Hörn Karlsdóttir, Leifsstaður, 671 Kópasker
Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Duggugerði 3, 670 Kópasker

Varamenn:
Rúnar Þórarinsson, Sandfellshagi 1, 671 Kópasker
Jón Ármann Gíslason, Skinnastaður, 671 Kópasker
Ólöf Þórarinsdóttir, Bakkagata 15, 670 Kópasker

Undirkjörstjórn 5. Raufarhöfn:
Svava Árnadóttir, Tjarnarholt 3, 675 Raufarhöfn
Sigrún Björnsdóttir, Ásgata 12, 675 Raufarhöfn
Margrét Höskuldsdóttir, Aðalbraut 67, 675 Raufarhöfn

Varamenn:
Signý Einarsdóttir Nónás 5, 675 Raufarhöfn
María Halldórsdóttir, Ásgata 18, 675 Raufarhöfn
Jón Ketilsson, Tjarnarholt 10, 675 Raufarhöfn
Tillagan samþykkt samhljóða.

34.Listamaður Norðurþings

Málsnúmer 201909054Vakta málsnúmer

Reglur um Listamann Norðurþings lagðar fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Óli Halldórsson, Bergur Elías, Kristján Þór og Silja Jóhannesdóttir.
Reglurnar bornar undir atkvæði, samþykktar samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:15.