Fara í efni

Umhverfisstefna Norðurþings.

Málsnúmer 201707063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017

Umtalsverð vinna hefur verið unnin við mótun umhverfisstefnu fyrir Norðurþing á síðustu árum, án þess að stefna hafi formlega verið staðfest. Síðan síðast var unnið að mótun umhverfisstefnu hafa orðið verulegar mannabreytingar á umhverfistengdum nefndum sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því upp með að móta einfalda en skýra stefnu.
Smári Jónas Lúðvíksson garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar þess að garðyrkjustjóri ásamt formanni umhverfisnefndar útbúi fyrstu drög að umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið til skoðunar á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í september.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 20. fundur - 12.09.2017

Smári Jónas Lúðvíksson mætti til fundarins undir þessum lið. Smári og Sif kynntu drög að umhverfisstefnu sem þau hafa unnið.
Tillaga rædd og formanni og garðyrkjustjóra falið að vinna drögin áfram til samræmis við umræður á fundinum.

Sveitarstjórn Norðurþings - 85. fundur - 30.10.2018

Aukin umhverfisvitund og samhangandi stórauknar skuldbindingar á sviði umhverfismála gera þann
málaflokk af einu af mikilvægari málum hvers samfélags. Umhverfisstefna hefur til þessa ekki verið til
fyrir sveitarfélagið Norðurþing og því mikilvægt að koma vinnu við slíka stefnu af stað. Umhverfisstefna
þarf að miða að því að setja fram metnaðarfulla sýn til næstu ára á sviði umhverfismála í Norðurþingi
og koma sveitarfélaginu í leiðandi hlutverk í umhverfismálum á landsvísu. Með þessum hætti auka
lífsgæði og skapa um leið jákvæðari ímynd fyrir sveitarfélagið.
Til máls tóku: Óli, Hjálmar, Guðbjartur og Kristján.

Hjálmar Bogi, fulltrúi B-lista, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn vísar málinu í skipulags- og framkvæmdaráð sem fer með umhverfismál til afgreiðslu.

Tillaga Hjálmars er felld með atkvæðum Benónýs, Helenu, Heiðbjartar, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæðu með tillögunni.

Óli Halldórsson, fulltrúi V-lista, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn hefji vinnu við gerð Umhverfisstefnu Norðurþings. Megin efnisatriði sem áætlunin fjalli um verði neysla/úrgangur, þjóðgarðar/friðlýst svæði, ágengar tegundir, skógrækt, auðlindir/virkjanir, orkumál, samgöngur, loftslagsmál. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga Náttúrustofu Norðausturlands um verkefnið. Stefnt verði að því að gerður verði tímabundinn samningur við náttúrustofuna um utanumhald og framkvæmd verkefnisins og vinnu við drög að umhverfisstefnu sem innifeli metnaðarfull og raunhæf markmið ásamt tillögum að aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Stefnt verði að því að umhverfisstefnan verði tilbúin snemma árs 2019 og verði nýtt sem stefnumarkandi áætlun inn í fyrirhugaða gerð nýs aðalskipulags Norðurþings.

Tillaga Óla er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Helenu, Heiðbjartar, Kristjáns og Óla.
Bergur, Guðbjartur, Hjálmar og Hrund greiddu atkvæðu á móti tillögunni.





Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Umhverfisstefna hefur til þessa ekki verið til fyrir sveitarfélagið Norðurþing og því mikilvægt að koma vinnu við slíka stefnu af stað. Umhverfisstefnan þarf að miða að því að setja fram metnaðarfulla sýn til næstu ára á sviði umhverfismála í Norðurþingi, auka lífsgæði og skapa um leið jákvæðari ímynd fyrir sveitarfélagið.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar því að farið er af stað í þessa stefnumótandi vinnu. Ráðið leggur áherslu á að ráðið og umhverfisstjóri verði dregin að borðinu og að aðilar frá Náttúrustofu Norðausturlands mæti á næsta fund ráðsins.

Hjálmar Bogi óskað bókað:
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings var því hafnað af meirihluta sveitarstjórnar að vísa vinnu við umhverfisstefnu í skipulags- og framkvæmdaráð. Hvert er hlutverk þeirrar nefndar sem fer með umhverfismál hjá sveitarfélaginu?

Skipulags- og framkvæmdaráð - 21. fundur - 29.01.2019

Norðurþing ákvað að setja af stað vinnu við Umhverfisstefnu í október 2018 og mun Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir og Þorkell Lindberg Þórarinsson frá Náttúrustofnun Norðausturlands mæta á fundinn og kynna hugmyndir um verklag og uppbyggingu slíkrar stefnumótunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að verkferli ásamt formanni ráðsins og leggja fyrir næsta fund.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 22. fundur - 05.02.2019

Fyrir liggur tillaga að verkáætlun og tilnefna þarf í vinnuhóp vegna stefnunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tilnefnir Silju Jóhannesdóttir, Guðmund H. Halldórsson og Hjálmar Boga Hafliðason í vinnuhóp með umhverfisstjóra Norðurþings og verkefnisstjóra.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 25. fundur - 05.03.2019

Vinnuhópur hittist fimmtudaginn 21.2.2019 og setti upp verkplan sem kynnt verður fyrir ráðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð líst vel á uppleggið og óskar eftir fjármunum frá byggðarráði í vinnuna.

Byggðarráð Norðurþings - 284. fundur - 14.03.2019

Á 25. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 5. mars s.l. var tekin fyrir umhverfisstefna Norðurþings. Á fundi ráðsins var bókað:

"Skipulags- og framkvæmdaráði líst vel á uppleggið og óskar eftir fjármunum frá byggðarráði í vinnuna."
Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn og gert er ráð fyrir að fjármunirnir verði teknir af handbæru fé.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019

Farið yfir stöðu mála og hver næstu skref eru.



Búið er að vinna úr fjórum íbúafundum, könnun og stöðumati málaflokka. Nú mun vinnuhópur hittast í þriðja skipti og afmarka hvaða málaflokkar verða settir á oddinn í byrjun og leggja til aðgerðir. Einnig mun vinnuhópurinn kostnaðarmeta hverja aðgerð og ræða við ábyrgðaraðila. Stefna, markmið og aðgerðir verða svo lagðar fyrir ráðið að nýju. Stefnt er að hafa það tilbúið í ágúst.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 48. fundur - 22.10.2019

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að Umhverfisstefnu og aðgerðaáætlun henni að lútandi.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Undanfarna mánuði hefur vinnuhópur samsettur af, umhverfisstjóra Norðurþings, verkefnastjóra frá NNA og þremur aðilum úr Skipulags- og framkvæmdaráði, mótað drög að umhverfisstefnu og aðgerðaráætlun. Fyrir sveitarstjórn liggur kynning á framvindu málsins.
Til máls tók; Silja Jóhannesdóttir, Hjálmar Bogi, Óli Halldórsson og Helena Eydís.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að Umhverfisstefnu Norðurþings. Samantekt má sjá í minnisblaði sem fylgir fundarliðnum.
Aðgerðir á næsta ári munu nema um tæpar 24 milljónir og svo vinna starfsmanna. Undirrituð telur mikilvægt að halda áfram ferlinu til að stefna verði til sem unnið er eftir. Undirrituð leggur til að Skipulags- og framkvæmdaráð beini drögunum til byggðaráðs til umfjöllunar og til fjölskylduráðs til kynningar. Einnig að ráðið vísi drögunum til hagaðila sem nefndir eru í þeim til umsagnar og að drögin verða tekin aftur fyrir á nýju ári.
Silja Jóhannesdóttir.

Tillagan er samþykkt.

Byggðarráð Norðurþings - 349. fundur - 07.01.2021

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Aðgerðir á næsta ári munu nema um tæpar 24 milljónir og svo vinna starfsmanna. Undirrituð telur mikilvægt að halda áfram ferlinu til að stefna verði til sem unnið er eftir. Undirrituð leggur til að Skipulags- og framkvæmdaráð beini drögunum til byggðaráðs til umfjöllunar og til fjölskylduráðs til kynningar. Einnig að ráðið vísi drögunum til hagaðila sem nefndir eru í þeim til umsagnar og að drögin verða tekin aftur fyrir á nýju ári.
Silja Jóhannesdóttir.

Tillagan er samþykkt.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 81. fundur - 11.01.2021

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var m.a. bókað að drög að Umhverfisstefnu Norðurþings skyldu vera lögð fram til kynningar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar Silju Jóhannesdóttur, formanni skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings fyrir kynningu á umhverfisstefnu Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 138. fundur - 08.11.2022

Á fundinn kom Þorkell Lindberg Þórarinsson frá Náttúrustofu Norðurlands eystra til að gera grein fyrir ráðgjafavinnu í tengslum við Umhverfisstefnu Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdarráð þakkar Þorkeli Lindberg Þórarinssyni fyrir komuna á fundinn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 139. fundur - 15.11.2022

Til kynningar fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að Umhverfisstefnu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar

Skipulags- og framkvæmdaráð - 147. fundur - 14.02.2023

Á fundinn kom Gunnar Páll Eydal Umhverfis- og auðlindafræðingur frá Verkís.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Gunnari Páli fyrir komuna á fundinn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 148. fundur - 28.02.2023

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð liggur áætlun um mótun Umhverfis- og loftslagsstefnu frá Verkfræðistofunni Verkís.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Verkís um mótun umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 169. fundur - 03.10.2023

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings sem áætlað er að vinna veturinn 2023-2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögur Verkís að mótun umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings, dags. 26. september 2023.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 175. fundur - 21.11.2023

Ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs um fyrirkomulag á vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings, tímasetningu starfsfunda og þátttöku nefndarfólks.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa starfshóp á næsta fundi ráðsins til þess að vinna tillögu að umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins. Í hópnum verði tveir fulltrúar meirihluta og einn fulltrúi minnihluta ásamt starfsfólki sveitarfélagsins. Starfshópurinn flokkist sem sérskipuð nefnd skv. d. lið 3. greinar samþykktar um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings og fái greitt skv. því.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 176. fundur - 05.12.2023

Ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs um skipun starfshóps vegna vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa Heiðar Hrafn Halldórsson, Örnu Ýr Arnarsdóttur og Aldey Unnar Traustadóttur í starfshóp vegna vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 187. fundur - 23.04.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði drög að umhverfis- og loftslagsáætlun Norðurþings. Áætlað er að vinnuhópur skili lokatillögum til ráðsins í maí 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs fyrir kynninguna.