Skipulags- og framkvæmdaráð

22. fundur 05. febrúar 2019 kl. 13:30 - 16:00 í grunnskólanum á Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Gísli Þór Briem varamaður
Fundargerð ritaði: Silja Jóhannesdóttir Formaður skipulags- og framkvæmdaráðs.
Dagskrá

1.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019

201709131

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir mætti á fund fyrir hönd Hverfisráðs Raufarhafnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar hverfisráði umræðurnar.

2.Framtíðarplön um fasteignir í eigu Norðurþings á svokallaðri SR lóð Raufarhöfn.

201810007

Starfshópur varðandi svæðið skilaði af sér aðgerðaáætlun haust 2018. Mikilvægt er að halda áfram að vinna í lausn á málum svæðisins.
Fulltrúi hverfisráðs Raufarhafnar sat umræður um svæðið. Skipulags- og framkvæmdaráð mun halda áfram að vinna að málefnum lóðarinnar. Ráðið fór í vettvangsferð um svæðið.

3.Norðlenska matborðið ehf. óskar eftir heimild til að gera tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð félagsins

201901119

Norðlenska matborðið ehf. óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri. Markmið breytingarinnar væri að skilgreina byggingarreiti fyrir tvo gistiskála nyrst á lóð félagsins. Á fyrra ári var stöðuleyfi veitt fyrir tveimur gistiskálum á lóðinni og telur fyrirtækið að það fyrirkomulag hafi reynst vel.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að Norðlenska matborðið ehf. geri tillögu að breytingu deiliskipulagsins. Tillagan þarf að fela í sér skýra skilmála um hvernig gengið verði frá húsum á lóðinni og hvernig lóðin muni tengjast gatnakerfi sveitarfélagsins. Mikilvægt er að í ferlinu verði tillagan grenndarkynnt.

4.Hoffell ehf. sækir um lóð að Lyngholti 42-52

201901074

Hoffell ehf. óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Hoffelli ehf. verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52. Úthlutun lóðarinnar fylgir reglum um lóðarúthlutanir í Norðurþingi. Greiða þarf staðfestingargjald vegna lóðarúthlutunar innan mánaðar frá úthlutun lóðarinnar og skila inn fullnægjandi aðalteikningum af húsi innan sex mánaða frá úthlutun ella fellur úthlutun úr gildi án frekari tilkynninga.

5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna Spirit North Guesthouse

201902006

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu gistingar í íbúð á 2. hæð Garðarsbrautar 39. Gististaður miðast við minna gistiheimili. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

6.Upptaka á fyrirkomulagi landleigusamninga 2017-2018

201702177

Fyrir fundi liggja drög að grunnsamningum fyrir land í leigu úr sveitarsjóði og almennar úthlutunarreglur og viðmið í útleigu á landi til nýrra leigjenda.

Næstu skref er kynning á nýrri uppsetningu á opnum fundi með hagsmunaaðilum.
Málinu frestað.

7.Umhverfisstefna Norðurþings

201707063

Fyrir liggur tillaga að verkáætlun og tilnefna þarf í vinnuhóp vegna stefnunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tilnefnir Silju Jóhannesdóttir, Guðmund H. Halldórsson og Hjálmar Boga Hafliðason í vinnuhóp með umhverfisstjóra Norðurþings og verkefnisstjóra.

8.Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2019.

201901078

Á síðasta ári var gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík uppfærð til þess að mæta hækkun ríkisins á gistináttaskatti, en stóð óbreytt að öðru leiti.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík fyrir árið 2019.


Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá.

Fundi slitið - kl. 16:00.