Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna Spirit North Guesthouse
Málsnúmer 201902006
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 22. fundur - 05.02.2019
Óskað er umsagnar um leyfi til sölu gistingar í íbúð á 2. hæð Garðarsbrautar 39. Gististaður miðast við minna gistiheimili. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.