Fara í efni

Framtíðarplön um fasteignir í eigu Norðurþings á svokallaðri SR lóð Raufarhöfn.

Málsnúmer 201810007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 13. fundur - 23.10.2018

Ræddar verða tillögur nefndar um framtíð SR-lóðar á Raufarhöfn.
Fyrir liggja tilboð verktaka í niðurrif þeirra bygginga á lóðinni sem ekki verður bjargað úr þessu og þarf að taka afstöðu til þeirra.
Lagt fram til kynningar og erindinu frestað.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 22. fundur - 05.02.2019

Starfshópur varðandi svæðið skilaði af sér aðgerðaáætlun haust 2018. Mikilvægt er að halda áfram að vinna í lausn á málum svæðisins.
Fulltrúi hverfisráðs Raufarhafnar sat umræður um svæðið. Skipulags- og framkvæmdaráð mun halda áfram að vinna að málefnum lóðarinnar. Ráðið fór í vettvangsferð um svæðið.