Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

13. fundur 23. október 2018 kl. 13:00 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir Þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 1.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 1-9.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 6-9.

1.Urðunarstaður Laugardalur, Húsavík. Ýmis gögn.

Málsnúmer 201810034Vakta málsnúmer

Umhverfisstjóri Norðurþings fer yfir stöðu mála Urðunarstaðar Laugardals, Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samtal við hagsmunaðila og og málið tekið upp síðar.

2.Framtíðarplön um fasteignir í eigu Norðurþings á svokallaðri SR lóð Raufarhöfn.

Málsnúmer 201810007Vakta málsnúmer

Ræddar verða tillögur nefndar um framtíð SR-lóðar á Raufarhöfn.
Fyrir liggja tilboð verktaka í niðurrif þeirra bygginga á lóðinni sem ekki verður bjargað úr þessu og þarf að taka afstöðu til þeirra.
Lagt fram til kynningar og erindinu frestað.

3.Fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2019

Málsnúmer 201810067Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs fyrir rekstrarárið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við byggðaráð að fjárhagsrammi Umhverfissviðs verði hækkaður sem nemur 9,8 milljónum og að fjárhagsrammi þjónustumiðstöðvar verði hækkaður sem nemur 55 milljónum. Önnur svið, Umferðar- og samgöngumál og Eignasjóður eru vel innan ramma.

4.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.

Málsnúmer 201809162Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræða um framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs fyrir rekstrarárið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð tók umræðu um framkvæmdaáætlun og mun horfa til verkefna í nærumhverfi íbúa sem efla hreyfingu og útivist. Úthlutun fjármagns til framkvæmda 2019 liggur þó ekki enn fyrir.

5.Breyting á byggingaraðferð fyrir slökkvistöð.

Málsnúmer 201810107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Trésmiðjunni Rein ehf. um breytingu á byggingaraðferð vegna byggingu slökkvistöðvar. Breytingin felst í að staðsteypa húsið í staðinn fyrir að nota forsteyptar einingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða breytingu á byggingaraðferð.

6.Endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald ofl.

Málsnúmer 201810094Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu og þjónustugjöld í Norðurþingi. Fyrirliggjandi samþykkt var samþykkt í sveitarstjórn 21. júní 2016 en vilji hefur verið til að lækka gjaldskrána. Kynntur var samanburður gatnagerðargjalda milli sambærilegra sveitarfélaga. Tillaga byggingarfulltrúa felur f.o.f. í sér lækkun gatnagerðargjalda um 10-20% frá fyrri samþykkt auk nokkurra lagfæringa á orðalagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:

Gatnagerðagjöld fyrir:
Einbýlishús er 12,0% og verði 9,0%
Parhús/raðhús/tvíbýli er 10,0% og verði 8,0%
Fjölbýlishús er 5,0% og verði 4,5%
Hótel, verslunar-, þjónustu- iðnaðar- og annað húsnæði er
7,0% og verði 5,5%
Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli er 5,0% og verði 4,0%

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Hveravöllum

Málsnúmer 201810089Vakta málsnúmer

Garðræktarfélag Reykhverfinga hf óskar eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Hveravöllum. Húsið er 179,4 m² að grunnfleti og teiknað af Ingvari Jónssyni byggingarfræðingi.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

8.Skútaberg ehf. óskar stöðuleyfis fyrir vinnubúðaeiningar á Dvergabakka.

Málsnúmer 201810108Vakta málsnúmer

Skútaberg ehf óskar eftir framlengingu leyfa fyrir vinnubúðum á Dvergabakka eftir að núverandi leyfi PCC BakkiSilikon hf rennur út nú í lok árs. Um er að ræða fimm gistiskála, eldhús/matsal og afþreyingarskála eins og nánar er sýnt á meðfylgjandi afstöðumynd. Óskað er eftir að skálarnir fái leyfi til að standa til allt að 30. júní 2019, en þó er reiknað með að fljótlega verði hafist handa við að fjarlægja fyrstu einingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfi fyrir mannvirkjunum til loka apríl 2019. Verði búðirnar ekki fjarlægðar fyrir tilsettan tíma, verði dagsektum beitt, 50.000 kr. á dag.

9.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2019

Málsnúmer 201810046Vakta málsnúmer

Gjaldskrá hafna Norðurþings fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi tillögu hafnarstjóra að breyttri gjaldskrá og fagnar þeim lækkunum sem þar koma fram.

Gjaldskráin verður sett á heimasíðu Norðurþings þegar hún hefur verið samþykkt í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

10.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810047Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun hafna Norðurþings 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir fjárhagsáætlun hafna fyrir árið 2019. Ráðið óskar eftir að hafnarstjóri og fjármálastjóri fari í frekari skoðun og greiningu á áætluninni. Vísað til byggðarráðs.

11.Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810048Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn liggur til samþykktar framkvæmdaáætlun hafna Norðurþings 2019
Farið yfir framkvæmdaáætlun hafna 2019.

Fundi slitið - kl. 16:15.