Fara í efni

Endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald ofl.

Málsnúmer 201810094

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 13. fundur - 23.10.2018

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu og þjónustugjöld í Norðurþingi. Fyrirliggjandi samþykkt var samþykkt í sveitarstjórn 21. júní 2016 en vilji hefur verið til að lækka gjaldskrána. Kynntur var samanburður gatnagerðargjalda milli sambærilegra sveitarfélaga. Tillaga byggingarfulltrúa felur f.o.f. í sér lækkun gatnagerðargjalda um 10-20% frá fyrri samþykkt auk nokkurra lagfæringa á orðalagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:

Gatnagerðagjöld fyrir:
Einbýlishús er 12,0% og verði 9,0%
Parhús/raðhús/tvíbýli er 10,0% og verði 8,0%
Fjölbýlishús er 5,0% og verði 4,5%
Hótel, verslunar-, þjónustu- iðnaðar- og annað húsnæði er
7,0% og verði 5,5%
Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli er 5,0% og verði 4,0%

Sveitarstjórn Norðurþings - 85. fundur - 30.10.2018

Á 13. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:

Gatnagerðagjöld fyrir:
Einbýlishús er 12,0% og verði 9,0%
Parhús/raðhús/tvíbýli er 10,0% og verði 8,0%
Fjölbýlishús er 5,0% og verði 4,5%
Hótel, verslunar-, þjónustu- iðnaðar- og annað húsnæði er
7,0% og verði 5,5%
Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli er 5,0% og verði 4,0%
Til máls tóku: Bergur, Kristján og Guðbjartur.

Eftir umræður sveitarstjórnar leggur forseti til eftirfarandi tillögu:
Afgreiðlu gjaldskrárliða á áður auglýstri dagskrá sveitarstjórnarfundar verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Þar með verði gjaldskrár afgreiddar með síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2019.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Á 13. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:

Gatnagerðagjöld fyrir:
Einbýlishús er 12,0% og verði 9,0%
Parhús/raðhús/tvíbýli er 10,0% og verði 8,0%
Fjölbýlishús er 5,0% og verði 4,5%
Hótel, verslunar-, þjónustu- iðnaðar- og annað húsnæði er
7,0% og verði 5,5%
Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli er 5,0% og verði 4,0%

Til máls tóku: Silja, Guðbjartur, Örlygur og Bergur.

Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Þessi lækkun er mikilvægt skref í þá átt að auka líkurnar á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og gleðilegt að sjá að þessar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda séu að ganga í gegn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.