Fara í efni

Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.

Málsnúmer 201809162

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 10. fundur - 02.10.2018

Á framkvæmdasviði stendur yfir vinna við að móta og kostnaðargreina fyrirliggjandi framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Fyrir liggja til kynningar drög að samantekt fyrirhugaðra framkvæmda á vegum framkvæmdasviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka afstöðu til þess hvaða framkvæmdir verða teknar inn á áætlun næsta árs m.t.t. þess ramma sem lagður hefur verið fram af sveitarstjórn.
Frestað til næsta fundar ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 11. fundur - 09.10.2018

Fyrirliggjandi er listi yfir flest þau verkefni sem fyrirhuguð eru á framkvæmdasviði Norðurþings.
Í tilfellum einstakra verkefna liggja fyrir ígrundaðar kostnaðaráætlanir, en í tilfellum annarra er aðeins um gróft kostnaðarmat að ræða sem byggir gjarnan á raunkostnaði sambærilegra verkefna sem lokið er og á einingaverðum sem þar voru notuð.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til þess hvaða verkefni skulu sett á framkvæmdaáætlun 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir framkvæmdaáætlun 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 12. fundur - 16.10.2018

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til umræðu framkvæmdaráætlun framkvæmdasviðs 2019.
Drög að framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs lögð til kynningar og umræðu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 13. fundur - 23.10.2018

Áframhaldandi umræða um framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs fyrir rekstrarárið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð tók umræðu um framkvæmdaáætlun og mun horfa til verkefna í nærumhverfi íbúa sem efla hreyfingu og útivist. Úthlutun fjármagns til framkvæmda 2019 liggur þó ekki enn fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018

Umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um framkvæmdaáætlun Norðurþings fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir drög að framkvæmdaáætlun 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 17. fundur - 04.12.2018

Umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2019.
Nú liggur fyrir að sveitarfélagið hyggst taka hátt í 300 milljón króna lán samkvæmt fjárhagsáætlun 2019. Undirritaður leggur til að búinn verði til einn listi yfir framkvæmdir og lagður fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til afgreiðslu. Verkefni verði kostnaðargreind og flokkuð meðal annars m.t.t. kvaða á hendur sveitarfélaginu eins og skuldbindandi samninga og verkefna annarra fyrirtækja/sjóða sveitarfélagsins.

Hjálmar Bogi Hafliðason

Ráðið samþykkir tillögu Hjálmars Boga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 18. fundur - 18.12.2018

Framkvæmdaáætlun 2019 lögð fram. Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir áætlunina.

Hjálmar Bogi samþykkir ekki framkvæmdaáætlun 2019 þar sem upphaf að fyrirhugaðri uppbyggingu útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk er ekki á áætlun.

Undirrituð benda á að deiliskipulag fyrir útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk er inn á áætlun ársins 2019. Jafnframt eru 5 milljónir á framkvæmdaáætlun 2019 ætlaðar til að hefja vinnu við flutning á skíðalyftu.
Sif, Silja og Örlygur Hnefill.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Yfirferð framkvæmdaáætlunar framkvæmdasvið vegna yfirstandandi rekstrarárs.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 95. fundur - 17.09.2019

Hjálmar Bogi Hafliðason bað um að þetta mál af 43. fundi skipulags- og framkvæmdasviðs yrði sérstaklega tekið til umræðu.
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi Hafliðason, Kristján Þór Magnússon, Bergur Elías Ágústsson og Óli Halldórsson.

Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun;

Í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019 var gert ráð fyrir framkvæmdum við Reykjaheiðarveg á Húsavík. Það stefnir í framúrkeyrslu við framkvæmdaáætlun 2019 og framkvæmdafé fyrir árið 2019 dugar ekki fyrir framkvæmdum. Útboðsgögn liggja ekki fyrir né áhættumat vegna framkvæmdarinnar við Reykjaheiðarveg. Ef hefja á framkvæmdir þarf að greina framkvæmdaáætlun ársins í ár og sækja um viðauka við fjárhagsáætlun.

Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason

Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi bókun;
Minnihlutanum er tíðrætt um Reykjaheiðarveg og þá ákvörðun að bjóða verkið þegar út og ljúka við það á komandi ári. Ég vil lýsa sérstakri ánægju með að loks hafi Norðurþing samþykkt að ganga til framkvæmda og ljúka við Reykjaheiðarveg. Lýsi jafnframt fullri þátttöku í og ábyrgð á þeirri meintu óráðsíu sem framkvæmd þessari fylgir.

Óli Halldórsson.