Skipulags- og framkvæmdaráð

11. fundur 09. október 2018 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varamaður
  • Egill Aðalgeir Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Gunnarsson sat fundinn undir lið 1-5.
Guðmundur Vilhjálmsson hjá Garðvík, kom á fundinn undir lið 1.

1.Útitafl á Húsavík.

201808079

Guðmundur Vilhjálmsson kynnir hugmynd að útitafli sem Garðvík vill gefa sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Guðmundi fyrir kynninguna og sýndan áhuga. Ráðið ákveður að taflinu verði fundinn staður á torginu þar sem Vegamót stóð. Mikilvægt er að standa vel að hönnun torgsins.

2.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030

201807025

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 25. september s.l. kynnti Árni Geirsson hjá Alta verkefnistillögu fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Í verkefnistillögu liggur fyrir grófur tímarammi og kostnaðaráætlun vegna verksins.
Ræddar voru hugmyndir að helstu áhersluliðum við endurskoðun skipulagsins. Ráðið telur að fyrirliggjandi verkefnistillaga ráðgjafa innifeli a.m.k. flesta þá þætti sem ráðið telur tilefni til að endurskoða í nýju aðalskipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun aðalskipulags miðað við fyrirliggjandi verkefnistillögu. Til þess að svo megi verða telur ráðið að þurfi 9 milljónir í aukafjárveitingu á fjárhagsárinu 2019.

3.Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtun og eftirlit

201809050

Fiskistofa og Hafnasamband Íslands hafa gert með sér samkomulag um framkvæmd vigtunar og eftirlits sjávarafla. Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar auknu samstarfi Fiskistofu og Hafnasambands Íslands. Lagt fram til kynningar.

4.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2019.

201809162

Fyrirliggjandi er listi yfir flest þau verkefni sem fyrirhuguð eru á framkvæmdasviði Norðurþings.
Í tilfellum einstakra verkefna liggja fyrir ígrundaðar kostnaðaráætlanir, en í tilfellum annarra er aðeins um gróft kostnaðarmat að ræða sem byggir gjarnan á raunkostnaði sambærilegra verkefna sem lokið er og á einingaverðum sem þar voru notuð.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til þess hvaða verkefni skulu sett á framkvæmdaáætlun 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir framkvæmdaáætlun 2019.

5.Suðurfjara - Búðará og fylling.

201810023

Lagt er til að auknu fjármagni verði varið til yfirstandandi verkefnis í suðurfjöru, u.þ.b.5,0 m króna til frágangs efnis á svæðinu svo hægt verði að úthluta óbyggðum lóðum til væntanlegra lóðarhafa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita fjármagni í ofangreint verkefni.

6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Sólheima, Iðavöllum 6

201810014

Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í einbýlishúsinu að Iðavöllum 6. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þær athugasemdir sem sveitarfélaginu bárust frá nágrönnum vegna rekstursins í mars 2016, sem og vinnureglur um umsagnir vegna rekstrarleyfa sem sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í apríl 2018.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs veitir jákvæða umsögn um erindið. Ráðið leggur þó að rekstraraðila að leiðbeina gestum sínum vel og merkja jafnframt skýrlega aðkomu að húsi til að draga úr ónæði gagnvart nágrönnum. Ennfremur hvetur ráðið lóðarhafa til að útbúa bílastæði innan lóðar.

Hjálmar Bogi vill veita neikvæða umsögn.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir gistirými við Bjarnastaði í Öxarfirði

201810016

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 150,8 m² gistiskála við Bjarnastaði í Öxarfirði. Teikningar eru unnar af Jóni Stefáni Einarssyni arkitekt. Fyrir liggur umsögn frá eldvarnareftirliti Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirkinu þegar sýnt hefur verið fram á fullnægjandi aðgengi fyrir hreyfihamlaða í að minnsta kosti einu gistirýmanna og fyrir liggja jákvæðar umsagnir eldvarnareftirlits og heilbrigðiseftirlits.

Fundi slitið - kl. 15:15.