Fara í efni

Suðurfjara - Búðará og fylling.

Málsnúmer 201810023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 11. fundur - 09.10.2018

Lagt er til að auknu fjármagni verði varið til yfirstandandi verkefnis í suðurfjöru, u.þ.b.5,0 m króna til frágangs efnis á svæðinu svo hægt verði að úthluta óbyggðum lóðum til væntanlegra lóðarhafa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita fjármagni í ofangreint verkefni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Upptaka Búðarár í neðanverðu Árgili þar sem henni er veitt inn í Suðurfjöru er liður í stærra verkefni sem snýr m.a. að uppbyggingu iðnaðarsvæðis á suðurfyllingu, yfirborðsfrágangi Stangarbakka, suðurfjöru og suðurhluta hafnarsvæðis ásamt innviðauppbyggingu veitumannvirkja Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi ásamt framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf., kynna stöðu verkefnisins m.t.t. framkvæmda og kostnaðar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Óskað er afstöðu Skipulags- og framkvæmdaráðs til þess að farið verði í verðkönnun varðandi verkefni sem snýr að afmörkun landfyllingar undir byggingalóðir í suðurfjöru (suðurfyllingu) með grjótvörn. Sú framkvæmd yrði til þess að mögulegt verði að taka við nothæfu efni sem fellur til á svæðinu t.a.m efni sem fellur til við jarðvegsframkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis við Auðbrekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í verðkönnun.