Fara í efni

Útitafl á Húsavík.

Málsnúmer 201808079

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Garðvík ehf. hefur áhuga á að setja upp útitafl á góðum stað í miðbæ Húsavíkur. Taflið yrði gjöf frá fyrirtækinu til samfélagsins á Húsavík.
Taka þarf afstöðu til þess hvort áhugi sé fyrir slíku og ef svo er, hvar því yrði best komið fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og fagnar framtaki Garðvíkur í þágu samfélagsins.
Óskað er eftir að framkvæmdastjóri Garðvíkur komi á næsta fund ráðsins til viðræðna um útfærslu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 11. fundur - 09.10.2018

Guðmundur Vilhjálmsson kynnir hugmynd að útitafli sem Garðvík vill gefa sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Guðmundi fyrir kynninguna og sýndan áhuga. Ráðið ákveður að taflinu verði fundinn staður á torginu þar sem Vegamót stóð. Mikilvægt er að standa vel að hönnun torgsins.