Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

7. fundur 04. september 2018 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir skjalafulltrúi
Dagskrá
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri, sat fundinn undir lið 1-5.

1.Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings vegna efnistökusvæða

Málsnúmer 201806114Vakta málsnúmer

Kynningu skipulags- og matslýsingar vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi vegna fjögurra efnistökusvæða er lokið. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun (bréf dags. 11. júlí), Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 26. júlí), Minjastofnun (bréf dags. 1. ágúst) og Umhverfisstofnun (bréf dags. 24. ágúst).

Skipulagsstofnun bendir á að setja þarf fram í skipulagsbreytingu stefnu um heildarumfang efnistöku í hverri námu, gera þarf grein fyrir hvaða aðrir raunhæfir valkostir eru til efnistöku, bent er á að efnistaka á verndarsvæðum fellur undir 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum og endurskoða þarf umfjöllun sem snýr að umhverfismati. Bent er á að hafa samráð við landeigendur á svæðinu og óska leyfis sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í aðra landnotkun í samræmi við ákvæði jarðalaga.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

Minjastofnun kannaði umhverfi námanna fjögurra og kom ekki auga á fornleifar í grennd. Hinsvegar telur stofnunin að gera þurfi grein fyrir umfangi þess svæðis sem verður fyrir raski ef nýting námanna hefst á ný.

Umhverfisstofnun telur brýnt að vinnslu og tímabundnum frágangi sé háttað þannig að sjónræn áhrif verði sem minnst. Í því samhengi bendir stofnunin á vefsíðu namur.is þar sem unnt er nálgast upplýsingar um efnistöku og frágang. Stofnunin gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags þar sem tekið hefur verið mið af þeim athugasemdum og ábendingum sem fram komu við kynningu lýsingar skipulagstillögunnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings þakkar þær athugasemdir og ábendingar sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að framlögð tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

2.Almennt um sorpmál 2018

Málsnúmer 201801145Vakta málsnúmer

Umræður í nefnd um sorpmál sveitarfélagins, hver er staðan og hvert er framhaldið.
Smári Jónas Lúðvíksson, umhverfisstjóri Norðurþings fer yfir stöðu sorpmála hjá sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að halda áfram vinnu við gagnaöflun með það að markmiði að drög að stefnu verði tilbúin fyrir árslok 2018.

3.Útitafl á Húsavík.

Málsnúmer 201808079Vakta málsnúmer

Garðvík ehf. hefur áhuga á að setja upp útitafl á góðum stað í miðbæ Húsavíkur. Taflið yrði gjöf frá fyrirtækinu til samfélagsins á Húsavík.
Taka þarf afstöðu til þess hvort áhugi sé fyrir slíku og ef svo er, hvar því yrði best komið fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og fagnar framtaki Garðvíkur í þágu samfélagsins.
Óskað er eftir að framkvæmdastjóri Garðvíkur komi á næsta fund ráðsins til viðræðna um útfærslu.

4.Húsavíkurrétt í Tröllakoti

Málsnúmer 201808054Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Norðurþings og Fjallskiladeildar Húsavíkur um úthlutun svæðis í Tröllakoti þar sem Húsavíkurrétt er staðsett.
Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka afstöðu til samningsins og hvort gengið skuli frá honum á þeim forsendum sem þar koma fram.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að gengið verði frá samningi við Fjallskiladeild Húsavíkur á þeim grunni sem fram kemur í fyrirliggjandi samningsdrögum.

5.Aðgengi að íþróttavelli og tjaldstæði á Húsavík

Málsnúmer 201606068Vakta málsnúmer

Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að hefja vinnu við mótun breyttrar aðkomu að tjaldsvæði og íþróttavelli á Húsavik um Auðbrekku. S.l. vetur vaknaði hinsvegar sú hugmynd að aðkoman gæti e.t.v. áfram orðið frá þjóðvegi 85, mögulega í tengslum við vegtengingu af Húsavíkurhöfða inn á þjóðveginn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti stöðu málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma breyttum hugmyndum að aðkomu að tjaldstæði í skipulagsferli.

6.Fráveitusamþykkt Norðurþings

Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áður samþykkt fráveitusamþykkt Norðurþings með þeim athugasemdum sem gerðar voru við meðferð málsins hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort tekið verði tillit til allra þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið við samþykktina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með áorðnum breytingum að undanskilinni 12. gr. þar sem breyta þarf tímamörkum í 2019/2020.

7.Breyting á samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 201709063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykkt Norðurþings um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu með þeim athugasemdum sem gerðar voru við meðferð málsins hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort tekið verði tillit til allra þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið við samþykktina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með áorðnum breytingum að undanskilinni breytingu á 5. gr. og halda g-lið inni.

8.Leiðrétting taxta útseldrar vinnu þjónustumiðstöðva

Málsnúmer 201808002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breyttri gjaldskrá þjónustumiðstöðva í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu.

9.Aðgangur að Borgarhólsskóla.

Málsnúmer 201808048Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi er ósk frá stjórnendum Borgarhólsskóla um endurnýjun hurðalæsinga í húsnæði skólans.
Undanfarið hefur farið fram undirbúningsvinna vegna verkefnis sem snýr að uppsetningu og endurnýjun bruna- innbrots- og aðgangskerfa í opingberum byggingum Norðurþings.
Þarfagreining hefur farið fram í hluta þeirra bygginga sem um ræðir og er Borgarhólsskóli ein af þeim.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og bendir á að vinna í tengslum við þessi mál er í fullum gangi.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að ráðast í framkvæmdir við uppsetningu aðgangstýringa í Borgarhólsskóla innan skamms tíma.

10.Umsókn um að fá að fækka vargfugli í landi Norðurþings.

Málsnúmer 201808074Vakta málsnúmer

Rúnar Emil Heiðarsson sækir um leyfi til þess að fækka vargfugli í landi Norðurþings. Vargfugl sæki í egg og unga annara tegunda og hefti þar af leiðandi uppvöxt og viðkomu ungfugla þeirra tegunda á svæðinu. Meðal svæða nærri Húsavik sem líða fyrir afrán vargfugla séu skrúðgarður, Botnsvatn, Kaldbakstjarnir og hafnarsvæði. Rúnar Emil telur að vargfugli hafi fjölgað mikið undanfarin ár og að allra hagur liggi í því að halda þeim í skefjum.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur engar staðfestar heimildir fyrir því að mávum hafi fjölgað í Norðurþingi frá því vargfuglaeyðingu var hætt. Mávahópar hafa í gegn um tíðina verið stórir við hafnir sveitarfélagsins og víðar þar sem fiskur er unninn og við útrásir sláturhúsa. Skynsamleg leið til að fækka mávum liggur í að takmarka fæðuframboð fremur en að drepa fugla.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings er því ekki reiðubúið til þátttöku í drápi vargfugla en styður hinsvegar aðgerðir sem draga úr fæðuframboði.

11.Þjónustumiðstöð Húsavík - Staða

Málsnúmer 201702125Vakta málsnúmer

Taka þarf skipulega umræðu um framhald málefna þjónustumiðstöðvar á Húsavík t.a.m. þjónustustig, tækjakost, húsnæði og mannaflsþörf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við Orkuveitu Húsavíkur að skoða möguleika þess að færa starfsemi Þjónustumiðstöðvar og Orkuveitu í sama húsnæði.

12.Umferðamerkingar á Húsavík og annara þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Halda þarf áfram vinnu við endurskoðun á umferðarmerkingum og umferðarhraða í þéttbýli Norðurþings.
Lögð hefur verið fram tillaga að hraðatakmörkunum á Húsavík sem ekki hefur enn verið tekin afstaða til.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun taka þetta erindi upp aftur í október. Verið er að bíða eftir gögnum úr samráðsvinnu.

Fundi slitið - kl. 16:00.