Fara í efni

Umsókn um að fá að fækka vargfugli í landi Norðurþings.

Málsnúmer 201808074

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Rúnar Emil Heiðarsson sækir um leyfi til þess að fækka vargfugli í landi Norðurþings. Vargfugl sæki í egg og unga annara tegunda og hefti þar af leiðandi uppvöxt og viðkomu ungfugla þeirra tegunda á svæðinu. Meðal svæða nærri Húsavik sem líða fyrir afrán vargfugla séu skrúðgarður, Botnsvatn, Kaldbakstjarnir og hafnarsvæði. Rúnar Emil telur að vargfugli hafi fjölgað mikið undanfarin ár og að allra hagur liggi í því að halda þeim í skefjum.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur engar staðfestar heimildir fyrir því að mávum hafi fjölgað í Norðurþingi frá því vargfuglaeyðingu var hætt. Mávahópar hafa í gegn um tíðina verið stórir við hafnir sveitarfélagsins og víðar þar sem fiskur er unninn og við útrásir sláturhúsa. Skynsamleg leið til að fækka mávum liggur í að takmarka fæðuframboð fremur en að drepa fugla.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings er því ekki reiðubúið til þátttöku í drápi vargfugla en styður hinsvegar aðgerðir sem draga úr fæðuframboði.