Fara í efni

Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 24. fundur - 10.01.2018

Skoða þarf umferðarmerkingar innan sveitarfélagsins og endurmeta þörfina á hraðatakmörkunum.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að teikna upp og skilgreina umferðarmerkingar og hámarkshraða á götum Húsavíkur og leggja fyrir fund framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Framkvæmdanefnd þarf að taka afstöðu til eftirfarandi þátta varðandi takmörkun umferðarhraða innan þéttbýlis á Húsavík og víðar og fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa framkvæmd þeirra:
- Hversu langt undir almennan hámarkshraða í þéttbýli (50 km/klst) er skynsamlegt að fara með hámarkshraða á völdum götum ?
- Til hvaða gatna á Húsavík á að horfa m.t.t. lækkunar umferðarhraða niður fyrir almenn mörk ?
Þegar þessar ákvarðanir liggja fyrir er einfalt mál að setja upp umferðarmerkingar til samræmis við það sem framkvæmdanefnd ákveður.
Framkvæmdanefnd frestar málinu til næsta fundar.

Framkvæmdanefnd - 27. fundur - 11.04.2018

Fyrir liggur tillaga að hraðatakmörkunum innan bæjarmarka Húsavíkur. Fyrir framkvæmdanefnd liggur að samþykkja fyrirliggjandi tillögu óbreytta, eða með athugasemdum.
Framkvæmdanefnd felur Hjálmari Boga Hafliðasyni að vera fulltrúi nefndarinnar og í samstarfi við ökukennara og lögregluyfirvöld, að rýna í fyrirliggjandi drög og leggja tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Halda þarf áfram vinnu við endurskoðun á umferðarmerkingum og umferðarhraða í þéttbýli Norðurþings.
Lögð hefur verið fram tillaga að hraðatakmörkunum á Húsavík sem ekki hefur enn verið tekin afstaða til.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun taka þetta erindi upp aftur í október. Verið er að bíða eftir gögnum úr samráðsvinnu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 38. fundur - 09.07.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að hraðatakmörkunum í þéttbýli Húsavíkur.
Tillagan miðar að því að hámarkshraði innanbæjar verði takmarkaður við 35 km/klst í öllum tilfellum og verði viðeigandi merkingar um slíkt aðeins settar upp við norður- og suðurenda bæjarins.
Til þess að mæta kröfum um reglur til ökukennslu og ökuprófs, þarf þó að vera a.m.k. ein gata innan þéttbýlis þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til tillögunnar og einnig til þess hvar hámarkshraði skuli vera 50 km/klst til þess að mæta reglum um ökukennslu.
Hreiðar Hreiðarsson frá lögreglunni og Sigurður Þórarinsson ökukennari mættu á fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að búa til yfirlitsmynd yfir Húsavík og útlista þær götur sem ráðið leggur til að taki breytingum á hámarkshraða út frá 50 km/klst. og 35 km/klst.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 39. fundur - 16.07.2019

Á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs voru ræddar hraðatakmarkanir í þéttbýli á Húsavík og var eftirfarandi bókað á þeim fundi:
"Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að búa til yfirlitsmynd yfir Húsavík og útlista þær götur sem ráðið leggur til að taki breytingum á hámarkshraða út frá 50 km/klst. og 35 km/klst"
Fyrir liggja þau gögn sem ráðið hefur kallað eftir og er óskað afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með áorðnum breytingum og vísar málinum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 296. fundur - 25.07.2019

Á 39. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs voru samþykktar hraðatakmarkanir í þéttbýli á Húsavík og á fundi ráðsins var bókað:
"Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með áorðnum breytingum og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn"
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um hraðatakmarkanir í þéttbýli á Húsavík.

Sveitarstjórn Norðurþings - 94. fundur - 27.08.2019

Á 39. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með áorðnum breytingum og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Kristján Þór, Hjálmar Bogi, Silja og Helena Eydís.

Hjálmar Bogi leggur til við sveitarstjórn að vísa málinu aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum allra nema Silju sem greiddi atkvæði á móti.Skipulags- og framkvæmdaráð - 42. fundur - 03.09.2019

Á 94. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2019, var eftirfarandi tekið fyrir:
Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings.
Til máls tóku; Kristján Þór, Hjálmar Bogi, Silja og Helena Eydís.

Hjálmar Bogi leggur til við sveitarstjórn að vísa málinu aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum allra nema Silju sem greiddi atkvæði á móti.
Frestað.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Stefnt hefur verið að átaki í umferðarmerkingum í Norðurþingi um allnokkurt skeið, en skortur á ákvörðun kjörinna fulltrúa varðandi hámarkshraða í þéttbýli stendur í vegi fyrir því að hægt sé að hefja þá vinnu.
Óskað er afgerandi afstöðu ráðsins til hámarkshraða innan þéttbýlis í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fjallaði um umferðarhraða í þéttbýli og frestar málinu til næsta fundar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Takmarkanir á hámarkshraða umferðar innan þéttbýlis á Húsavík og í öðrum þéttbýliskjörnum Norðurþings, hafa verið ræddar í ráðum og stjórnum undanfarnar vikur og mánuði.
Þótt sú umræða hafi skilað töluverðum árangri í átt að niðurstöðu, standa enn eftir nokkur atrið sem þarf að taka afstöðu til áður en hægt verður að ráðast í það verkefni að færa umferðarmerkingar í þéttbýli í það horf sem stefnt er að.
Kristinn Jóhann Lund leggur til að tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs um hraðatakmarkanir á Húsavík fari í íbúðasamráð í gegnum rafræna samráðsgátt. Samráðið verði sett af stað sem allra fyrst þannig að ráðið geti fjallað um umsagnir íbúa. Samráðið verði kynnt fyrir íbúum á vef sveitarfélagsins og facebooksíðu Norðurþings ásamt því að kynna það í öðrum staðbundnum miðlum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Kristins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 48. fundur - 22.10.2019

Á 44. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs þann 24.9.2019 var eftirfarandi bókað:
Kristinn Jóhann Lund leggur til að tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs um hraðatakmarkanir á Húsavík fari í íbúðasamráð í gegnum rafræna samráðsgátt. Samráðið verði sett af stað sem allra fyrst þannig að ráðið geti fjallað um umsagnir íbúa. Samráðið verði kynnt fyrir íbúum á vef sveitarfélagsins og facebooksíðu Norðurþings ásamt því að kynna það í öðrum staðbundnum miðlum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Kristins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka afstöðu til framkvæmdar við íbúasamráðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákveður að leggja fram fyrirliggjandi mynd á betraisland.is þar sem íbúum verður boðið uppá að taka afstöðu til myndarinnar og koma með ábendingar og tillögur.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 51. fundur - 19.11.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggur tillaga að framkvæmd íbúakosningar um hraðatakmarkanir á Húsavík í gegnum samráðsgáttina betraÍsland.is
Röðull Reyr þjónustufulltrúi Norðurþings kom á fund og kynnti fyrirkomulag á íbúakosningu um hraðatakmarkanir á Húsavík. Ráðið þakkar kynninguna, samþykkir fyrirkomulagið og hvetur íbúa til að taka þátt á slóðinni www.nordurthing.betraisland.is.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 54. fundur - 07.01.2020

Nú er íbúasamráði vegna hraðatakmarkana lokið og niðurstöður komnar.
https://nordurthing.betraisland.is/post/22681
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum fyrir að taka þátt í íbúakosningu um hraðatakmarkanir. Niðurstöðurnar eru þær að 21 er með tillögunni en 35 á móti. Ráðið samþykkir tillöguna eins og hún liggur fyrir auk þess að hámarkshraði á Mararbrautinni frá Uppsalavegi að Garðarsbraut verði 30 km.

Sveitarstjórn Norðurþings - 98. fundur - 21.01.2020

Á 54. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum fyrir að taka þátt í íbúakosningu um hraðatakmarkanir. Niðurstöðurnar eru þær að 21 er með tillögunni en 35 á móti. Ráðið samþykkir tillöguna eins og hún liggur fyrir auk þess að hámarkshraði á Mararbrautinni frá Uppsalavegi að Garðarsbraut verði 30 km.
Til máls tóku Silja, Kristján, Hafrún, Kolbrún Ada, Helena, Lilja og Gísli.

Kristján leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Sveitarstjóri leggur til að tillaga um breytingu á hámarkshraða á Húsavík eins og hún birtist fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs verði samþykkt, en því hafnað að hámarkshraði á Mararbrautinni frá Uppsalavegi að Garðarsbraut verði 30 km/klst.

Samþykkt með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Heiðbjartar, Kristjáns og Kolbrúnar Ödu.

Silja og Lilja eru á móti tillögunni.
Gísli situr hjá.Skipulags- og framkvæmdaráð - 74. fundur - 11.08.2020

Umræða sem staðið hefur yfir með hléum í skipulags- og framkvæmdaráði sl. þrjú ár og snýr að umferðamerkingum á Húsavík, hefur að mestu snúist um hraðatakmarkanir innan þéttbýlis þrátt fyrir að málið hafi verið sett af stað í upphafi á grundvelli athugasemda frá lögreglu og ökukennurum varðandi umferðarmerkingar almennt. Eftir endanlega afgreiðslu málsins og birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum til lögfestingar umferðamerkinga innan þéttbýlis Húsavíkur voru þó gerðar athugsemdir varðandi umferðamerkingar sem ekki höfðu verið ræddar sérstaklega í meðförum ráðsins og er málið því tekið upp að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráðs þarf að taka afstöðu til eftirfarandi fjögurra atriða:
1) Annarra umferðamerkinga en þeirra er snúa að hraðatakmörkunum innan þéttbýlis Húsavíkur.
2) Skýra afstöðu sína til hverrar tillögu fyrir sig í framlögðum gögnum sem birtust á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 16.07.2018.
3) Tilgreina sundurliðaðar breytingar sem skipulags- og framkvæmdaráð telur að þurfi að gera á áður auglýstri lögfestingu umferðamerkinga í Stjórnartíðindum.
4) Staðfesting skipulags- og framkvæmdaráðs á niðurstöðu málsins og ákvörðunar um auglýsingu í Stjórnartíðindum.
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi bókun.

Umræðan um merkingar hefur snúið að því sem hefur verið ábótavant, ekki að breyta merkingum. Bæði lögregla og ökukennarar hafa bent á hvar merkingum er ábótavant. Málið er varðar stöðvunarskyldu hefur aldrei verið afgreitt; aldrei lagt til og því aldrei samþykkt eins og fram kemur í feril málsins. Ráðið hefur aldrei tekið afstöðu til stöðvunarskylda á Húsavík.

Í ljósi þessa þá er spurt hvort formaður ráðsins sé að leggja til að samþykkja það sem þegar er búið að gera?

Silja leggur til:

Á 24. fundi framkvæmdaráðs, þann 10. janúar 2018, var starfsmanni falið að teikna upp og skilgreina umferðarmerkingar og hámarkshraða á götum Húsavíkur og leggja fyrir fund framkvæmdanefndar. Skilgreiningar umferðamerkja var lagt fyrir fund ráðsins en aldrei tekið til efnislegrar umfjöllunar og ekki samþykkt.

Því er lagt til nú að nýta þá vinnu sem þó hefur farið fram og vísa til umsagnar hjá lögreglu og Vegagerð og taka svo til umfjöllunar í Skipulags-og framkvæmdaráði að nýju. Lagt er einnig til að taka niður þær stöðvunarskyldur sem búið er að setja upp. Merkingum hefur verið ábótavant og mikilvægt að halda vinnunni áfram.
Ráðið samþykkir tillöguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 76. fundur - 01.09.2020

Komnar eru umsagnir um umferðamerkingar á Húsavík frá ökukennara og lögreglu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir umsögn frá lögreglu og ökukennara en frestar erindinu þar sem ekki er komin umsögn frá Vegagerðinni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 77. fundur - 08.09.2020

Fyrir liggja athugasemdir og umsagnir frá bæði lögregluyfirvöldum, ökukennara og Vegagerðinni vegna framlagðra tillagna Norðurþings varðandi umferðamerkingar innan þéttbýlis Húsavíkur. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirra athugasemda sem gerðar eru af áðurnefndum aðilum í tengslum við umsagnarferlið. Einnig er óskað eftir því að skipulag- og framvkæmdaráð geri með skýrum hætti grein fyrir afstöðu sinni til hverrar umferðamerkingar fyrir sig.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka tillit til ábendinga lögreglu, vegagerðar og ökukennara. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka þau gögn saman og leggja fyrir ráðið í formi auglýsingar að þremur vikum liðnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 79. fundur - 06.10.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur samantekt á athugasemdum og ábendingum frá Vegagerð, lögreglu og öðrum hagaðilum. Óskað er afstöðu kjörinna fulltrúa skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirra athugasemda sem gerðar eru og þess sem fram kemur í skjalinu og ákveða hvernig umferðarmerkingum á Húsavík verður háttað.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa drög að auglýsingu í stjórnarskrártíðindi og leggja fyrir ráðið að viku liðinni. Drögin skulu byggð á fyrirliggjandi gagni þar sem tekið er tillit til ábendinga lögreglu varðandi stöðvunarskyldur sem ættu að vera biðskyldumerkingar. Einnig varðandi Sólvelli inn á Fossvelli. Einnig að taka tillit til ábendinga ökukennara varðandi hægri rétt á tveimur gatnamótum upp á Höfða. Ekki skal bæta við merkingum við bílastæði við Uppsalaveg sem var tillaga en lögregla telur óþarft. Við Árgötu inn á Garðarsbraut skal taka stöðvunarskyldu af.
Bergur Elías situr hjá.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Á 79. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 06.10.2020 var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa drög að auglýsingu í stjórnarskrártíðindi og leggja fyrir ráðið að viku liðinni. Drögin skulu byggð á fyrirliggjandi gagni þar sem tekið er tillit til ábendinga lögreglu varðandi stöðvunarskyldur sem ættu að vera biðskyldumerkingar. Einnig varðandi Sólvelli inn á Fossvelli. Einnig að taka tillit til ábendinga ökukennara varðandi hægri rétt á tveimur gatnamótum upp á Höfða. Ekki skal bæta við merkingum við bílastæði við Uppsalaveg sem var tillaga en lögregla telur óþarft. Við Árgötu inn á Garðarsbraut skal taka stöðvunarskyldu af.
Óskað er heimildar skipulags- og framkvæmdaráðs á umferðarmerkingum innan þéttbýlis Húsavíkur og heimildar til þess að auglýsa fyrirhugaðar merkingar í Stjórnartíðindum svo þær geti öðlast gildi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að breyta auglýsingu með tilliti til umferðahraða við Norðausturveg (þjóðv. 85) inn á Héðinsbraut norðan Húsavíkur (við Gónhól til suðurs) að gatnamótum við Traðargerði til samræmis við fyrirliggjandi kort. Ráðið heimilar auglýsinguna að öðru leiti og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Á 82. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að breyta auglýsingu með tilliti til umferðahraða við Norðausturveg (þjóðv. 85) inn á Héðinsbraut norðan Húsavíkur (við Gónhól til suðurs) að gatnamótum við Traðargerði til samræmis við fyrirliggjandi kort. Ráðið heimilar auglýsinguna að öðru leiti og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Hjálmar, Silja, Kristján og Kolbrún Ada.

Hjálmar leggur til að stöðvunarskylda í B19.11 Uppsalavegi inn á Mararbraut (Stangarbakka) og Uppsalavegi inn á Garðarsbraut (austur/vestur) verði biðskylda.

Tillaga Hjálmars er samþykkt öllum greiddum atkvæðum nema Silju sem situr hjá.


Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með breytingartillögu Hjálmars samhljóða.