Fara í efni

Framkvæmdanefnd

24. fundur 10. janúar 2018 kl. 16:00 - 19:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Útboðsgögn í tenglsum við byggingu nýrrrar slökkvistöðvar á Húsavík eru tilbúin hjá verkfræðistofunni Eflu.
Beðið er eftir lokaniðurstöðum sigmælinga á norðurfyllingu áður en hægt er að auglýsa útboðið og gefa grænt ljós á framkvæmdir á lóðinni.
Lagt fram til kynningar fyrir framkvæmdanefnd.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á norðurfyllingu.

2.Ósk um kaup á Beinahúsi á Raufarhöfn

Málsnúmer 201712061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um verðmat á Beinahúsi sem staðsett er á SR-lóð á Raufarhöfn m.t.t. mögulegra kaupa á þessum enda byggingarinnar. Rýmið er í dag nýtt af ýmsum aðilum á staðnum t.a.m. af björgunarsveitinni, sem geymsla undir efni sem safnað er í áramótabrennu. Ekki er innheimt leiga fyrir afnot af húsinu. Beinahúsið og sambyggð hús í þessari lengju eru í mjög slæmu ástandi, að mestu ónýt og að öllum líkindum vænlegra að rífa þau en að gera þau upp.
Framkvæmdanefnd leggst gegn sölu á einstaka hlutum þess húsnæðis sem um ræðir. Hins vegar gæti komið til greina að selja alla húsalengjuna.
Við sölu á þessum húseignum þurfa að liggja fyrir uppbyggingaráform væntanlegs kaupanda.

3.Ósk um langtímaleigu á verbúð

Málsnúmer 201712048Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur ósk frá Víkurskel ehf um langtímaleigu á syðstu verbúð á efri hæð við Hafnarstétt undir vinnslu á ostruskel.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að ganga til viðræðna við Víkurskel ehf varðandi leigu á syðstu verbúð á efri hæð.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera drög að leigusamningi og leggja hann fyrir framkvæmdanefnd til kynningar.

4.Almennt um sorpmál 2017

Málsnúmer 201701101Vakta málsnúmer

Til stendur að framlengja samninga við þá aðila sem sinna sorphirðu í sveitarfélaginu og er markmiðið að þeir verði lausir á sama tíma. Gert verður ráð fyrir að gildandi samningar verði framlengdir til vors 2019.
Liggur sú ákvörðun aðallega í því að ljóst þykir að ekki tekst að undirbúa nýtt útboð fyrir vorið 2018.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ræða við Sel sf. varðandi framlengingu sorpsamnings og möguleika á aukinni flokkun sorps á austursvæði Norðurþings.

5.Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar umsagnar framkvæmdafulltrúa/framkvæmdanefndar um Hrísateig 11.

Málsnúmer 201712091Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur borist erindi þar sem óskað er eftir úthlutun lóðanna að Hrísateigi 11 og 12 í Reykjahverfi. Um er að ræða lóðir sunnan og norðan götu og þremur húslengdum vestan við þau hús sem vestast standa við götuna í dag. Hrísateigur 7 og 8 hafa verið á lista yfir lausar lóðir hjá Norðurþingi um árabil og horft til þess að kostnaður við gatnagerð að þeim lóðum sé hóflegur. Talsvert dýrara verður hinsvegar að útbúa götu að Hrísateigi 11 og 12.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings óskar því umsagnar framkvæmdafulltrúa/framkvæmdanefndar um hvort vilji sé til þess að auglýsa umræddar lóðir lausar til umsókna.Framkvæmdanefnd samþykkir að lóðir nr. 7-12 í Hrísateigi verði auglýstar til úthlutunar og að stefnt verði að gatnagerð þar ef umsóknir berast.

6.Refa- og minkaveiði í Norðurþingi

Málsnúmer 201801009Vakta málsnúmer

Samningar vegna refa- og minkaveiði í Norðurþingi hafa ítrekað verið framlengdir í stað endurnýjunar, en það fyrirkomulag hefur gengið ágætlega þar sem um sömu veiðimenn hefur verið að ræða yfir tímabilið. Vegna mannaskipta sem eru að eiga sér stað í tengslum við eyðingu minks er tímabært að endurnýja þá samninga sem í gildi hafa verið.
Lagt fyrir framkvæmdanefnd til kynningar.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá samningum við veiðimenn.
Jafnframt bendir nefndin á að viðfangsefnið sé kjörið samstarfsverkefni í Héraðsnefnd Þingeyinga.

7.Framkvæmdasvið - Framkvæmdaáætlun 2018

Málsnúmer 201709060Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu framkvæmda sem fyrirliggjandi eru á árinu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda.

8.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Á 3.fundi hverfisráðs Öxarfjarðar var tekið fyrir mál varðandi fegrun Kópaskers á sumrin og eftirfarandi bókað:

Hverfisráð bendir á að lítið hefur verið gert af hálfu sveitarfélagsins í fegrun Kópaskers á sumrin, skorum á Norðurþing ad bæta úr þessu.

Byggðarráð Norðurþings tók fundargerðina fyrir á fundi sínum þann 5. janúar 2017 og vísaði málinu til frakmvæmdanefndar Norðurþings.
Framkvæmdanefnd þakkar hverfisráði Öxarfjarðar ábendinguna og tekið verðu tillit til hennar við skipulagningu vinnu næsta sumars.

9.Þjónustumiðstöð Húsavík - Staða

Málsnúmer 201702125Vakta málsnúmer

Umræða um málefni þjónustumiðstöðvar á Húsavík.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir starfsemi þjónustumiðstöðvar.

10.Aðgengi að íþróttavelli og tjaldstæði á Húsavík

Málsnúmer 201606068Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu skipulagsmála í kringum íþrótta- og tjaldsvæði.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi aðgengi að íþróttavelli og tjaldsvæði á Húsavík.

11.Umferðamerkingar á Húsavík og annara þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Skoða þarf umferðarmerkingar innan sveitarfélagsins og endurmeta þörfina á hraðatakmörkunum.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að teikna upp og skilgreina umferðarmerkingar og hámarkshraða á götum Húsavíkur og leggja fyrir fund framkvæmdanefndar.

Fundi slitið - kl. 19:30.