Fara í efni

Aðgengi að íþróttavelli og tjaldstæði á Húsavík

Málsnúmer 201606068

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016

Vegagerðin hefur óskað eftir því að leiðum að tjald- og íþróttasvæði verði lokað og því nauðsynlegt að endurskipuleggja svæðið.
Nefndin samþykkir að fylgja eftir tillögum um breyttar aksturs- og gönguleiðir á svæðinu. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að láta gera fullhönnun af svæðinu.

Jafnframt samþykkir nefndin að loka núverandi leið frá þjóðvegi nr. 85 að tjaldsvæði og íþróttasvæði.

Framkvæmdanefnd - 20. fundur - 23.08.2017

Fela þarf skipulags- og bygginganefnd að koma breyttum vegtengingum við íþróttavelli og tjaldsvæði í skipulagsferli.
Um er að ræsða lokun vegtenginga frá þjóðvegi 85 að tjaldsvæði annar vegar og að vallarhúsi hins vegar. Staðsetja þarf vegtengingu frá Auðbrekku að tjaldsvæði og nýtt bílastæði sunnan við kirkjugarðinn.
Framkvæmdanefnd vísar málinu í skipulagsferli til skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 20. fundur - 12.09.2017

Á fundi sínum þann 23. ágúst s.l. óskaði framkvæmdanefnd eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að breyttar vegtengingar við íþróttavelli og tjaldsvæði verði sett í skipulagsferli. Þar er horft til þess að aðgengi verði um Auðbrekku og vegtenging að tjaldstæði frá þjóðvegi verði lokað.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir tjaldstæði og íþróttavelli.

Framkvæmdanefnd - 24. fundur - 10.01.2018

Kynning á stöðu skipulagsmála í kringum íþrótta- og tjaldsvæði.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi aðgengi að íþróttavelli og tjaldsvæði á Húsavík.

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Á fundi sínum þann 23. ágúst s.l. óskaði framkvæmdanefnd eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að breyttar vegtengingar við íþróttavelli og tjaldsvæði verði settar í skipulagsferli.
Þar er horft til þess að aðgengi verði um Auðbrekku og vegtenging að tjaldstæði frá þjóðvegi verði lokað.

Skipulags- og umhverfisnefnd svaraði erindinu á eftirfarandi hátt:
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir tjaldstæði og íþróttavelli.

Drög að skiplagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir tjakdtæði og íþróttavelli hafa ekki borist ennþá.
Framkvæmdanefnd ítrekar fyrri beiðni til skipulags- og umhverfisnefndar um að vegtengingar við íþróttavelli og tjaldsvæði verði settar í skipulagsferli.
Jafnframt beinir nefndin því til skipulags- og umhverfisnefndar að skoðaðar verði aðrar mögulegar vegtengingar að þessum svæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 26. fundur - 13.03.2018

Framkvæmdanefnd ítrekar fyrri beiðni um að sett verði í gang skipulagsferli vegna vegtenginga við íþróttavelli og tjaldstæði. Upphaflega var horft til tenginga um Auðbrekku, en nú er lögð á það áhersla að einnig verði aðrar mögulegar vegtengingar skoðaðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti stöðu á skipulagsvinnu þar sem horft verði til vegtengingar að tjaldstæði norðan við núverandi tengingu við þjóðveg nr. 85.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 7. fundur - 04.09.2018

Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að hefja vinnu við mótun breyttrar aðkomu að tjaldsvæði og íþróttavelli á Húsavik um Auðbrekku. S.l. vetur vaknaði hinsvegar sú hugmynd að aðkoman gæti e.t.v. áfram orðið frá þjóðvegi 85, mögulega í tengslum við vegtengingu af Húsavíkurhöfða inn á þjóðveginn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti stöðu málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma breyttum hugmyndum að aðkomu að tjaldstæði í skipulagsferli.