Skipulags- og umhverfisnefnd

20. fundur 12. september 2017 kl. 16:15 - 18:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðgengi að íþróttavelli og tjaldstæði á Húsavík

201606068

Á fundi sínum þann 23. ágúst s.l. óskaði framkvæmdanefnd eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að breyttar vegtengingar við íþróttavelli og tjaldsvæði verði sett í skipulagsferli. Þar er horft til þess að aðgengi verði um Auðbrekku og vegtenging að tjaldstæði frá þjóðvegi verði lokað.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir tjaldstæði og íþróttavelli.

2.Gestahus cottages.is óskar eftir breytingu á lóðarmörkum á milli Kaldbaks og Kaldbaks Skógarkots.

201708070

Óskað er eftir breytingu á lóðarmörkum milli Kaldbaks (lnr. 150.866) og Kaldbaks Skógarkots (lnr. 218.152). Breytingin felur í sér að markalína lóðanna hliðrast til þannig að lóð Kaldbaks Skógarkots stækkar en lóð Kaldbaks minnkar.

Meðfylgjandi umsókn er teikning sem sýnir breytinguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

3.Tilkynning um utanhússklæðningu á Höfða 20.

201708045

Trésmiðjan Rein ehf, f.h. húseigenda tilkynnti með tölvupósti dags. 17. ágúst s.l. að til standi að húseignin að Höfða 20 verði einangruð og klædd að utan með bárustáli.
Erindi kynnt.

4.PCC Bakki óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir gæsluhliði.

201708096

Óskað er eftir leyfi til að reisa 14,8 m² aðstöðuhús við gæsluhlið á vesturjaðri lóðar. Byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir sem fram hafa komið vegna byggingarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að byggingin sé í samræmi við deiliskipulag og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

5.Faglausn f.h. Garðvíkur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, breytingar á innra skipulagi og stækkun lóðar.

201709049

Óskað er eftir leyfi til innri breytinga á núverandi húsi og uppbyggingar viðbyggingar að Kringlumýri 2. Ennfremur er óskað lóðarstækkunar til austurs og norðurs. Með erindi fylgja teikningar unnar af Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða þann hluta erindis sem snýr að innri breytingum í núverandi húsnæði. Varðandi lóðarstækkun og fyrirhugaða viðbyggingu telur nefndin að vinna þurfi deiliskipulag af svæðinu áður en afstaða er tekin.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að undirbúa vinnu að deiliskipulagi.

6.Umhverfisstefna Norðurþings.

201707063

Smári Jónas Lúðvíksson mætti til fundarins undir þessum lið. Smári og Sif kynntu drög að umhverfisstefnu sem þau hafa unnið.
Tillaga rædd og formanni og garðyrkjustjóra falið að vinna drögin áfram til samræmis við umræður á fundinum.

7.Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar

201610043

Sif kynnti drög að erindisbréfi fyrir nefndina.

Smári Jónas Lúðvíksson sat fundinn við umfjöllun þessa máls.
Tillaga rædd og formanni falið að vinna drögin áfram til samræmis við umræður á fundinum.

8.Fjárhagsáætlun 2018 Skipulags- og byggingarmál

201709073

Byggðaráð Norðurþings hefur samþykkt fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti rammann og fyrirhugað vinnuferli við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að fjárhagsáætlun fyrir skipulags- og byggingarmál.

Fundi slitið - kl. 18:10.