Fara í efni

Erindsbréf skipulags- og umhverfisnefndar

Málsnúmer 201610043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 8. fundur - 11.10.2016

Formaður skipulags- og umhverfisnefndar kynnti tillögu sína að erindisbréfi nefndarinnar.
Nokkrar umræður urðu um breytingar á tillögunni. Horft er til framhaldsumræðu á næsta fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 20. fundur - 12.09.2017

Sif kynnti drög að erindisbréfi fyrir nefndina.

Smári Jónas Lúðvíksson sat fundinn við umfjöllun þessa máls.
Tillaga rædd og formanni falið að vinna drögin áfram til samræmis við umræður á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 21. fundur - 17.10.2017

Farið var yfir fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi nefndarinnar.
Gerðar voru nokkrar lagfæringar á tillögu að erindibréfi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt með áorðnum breytingum.

Sveitarstjórn Norðurþings - 74. fundur - 31.10.2017

Á 21. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Gerðar voru nokkrar lagfæringar á tillögu að erindibréfi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt með áorðnum breytingum.
Til máls tóku: Kristján og Örlygur.

Samþykkt samhljóða.