Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

8. fundur 11. október 2016 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á deiliskipulagi Holtahverfis

Málsnúmer 201609136Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir Helga Hafliðasonar að breytingum deiliskipulags Holtahverfis. Þar er f.o.f. um að ræða þéttingu byggðar með fjölgun íbúða á E-svæði. Tvær tillögur voru kynntar, önnur felst í að breyta einbýlishúsalóðum í parhús án verulegrar breytingar á lóðarmörkum og gatnakerfi, en hin gerir ráð fyrir uppbyggingu raðhúsa á svæðinu. Einnig er fjölgað íbúðum í raðhúsum við Lyngholt.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að hugmynd að parhúsalóðum verði unnin áfram. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að skýr ákvæði verði í deiliskipulaginu sem komi í veg fyrir notkun áður notaðra húseininga á svæðinu.

2.Deiliskipulag við heimskautsgerði

Málsnúmer 201601040Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag vegna heimskautsgerðis við Raufarhöfn.

Athugasemdir/ábendingar bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti, Vegagerðinni og Skipulagsstofnun. Minjastofnun minnir á lagaskyldu til fornleifaskráningar. Vegagerðin óskar eftir samráði vegna vegtengingar við þjóðveg. Heilbrigðiseftirlit og Skipulagsstofnun tilkynna formlega að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar umsagnir. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að leita tilboða í gerð fornleifaskráningar á skipulagssvæðinu. Þess er óskað að skipulagsráðgjafi hafi samráð við Vegagerðina varðandi vegtengingu við þjóðveg.

3.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 201610062Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 11. maí s.l. óskaði hafnanefnd eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd gerði tillögu að breytingu deililskipulags Norðurhafnar sem fæli í sér nýja byggingarlóð á Naustagarði.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulagsins. Breytingin felst í að skilgreind er ný 1.596 m² lóð, Naustagarður 6, þar sem byggja megi allt að 8 m hátt hús með þakhalla 0-18° og nýtingarhlutfalli 0,4. Húsið megi vera tvær hæðir að hluta eða öllu leiti.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á 8 m mænishæð að hámarki, en leggur til að þakhalli verði á bilinu 10-30°. Í ljósi þess að reiknað er með að húsið megi vera tveggja hæða telur nefndin að nýtingarhlutfall skuli vera 0,4 - 0,6. Heimilt verður að hafa kvisti í þaki til beggja átta.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði auglýst til almennrar kynningar skv. ákvæðum skipulagslaga með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan.

4.Erindsbréf skipulags- og umhverfisnefndar

Málsnúmer 201610043Vakta málsnúmer

Formaður skipulags- og umhverfisnefndar kynnti tillögu sína að erindisbréfi nefndarinnar.
Nokkrar umræður urðu um breytingar á tillögunni. Horft er til framhaldsumræðu á næsta fundi.

5.Umsagnir skipulags- og umhverfisnefndar vegna leyfa til gistisölu

Málsnúmer 201610044Vakta málsnúmer

Rætt var um gistisölu í íbúðarhúsum í sveitarfélaginu.
M.t.t. ástands á íbúðarmarkaði horfir skipulags- og umhverfisnefnd til þess að veita ekki jákvæðar umsagnir um ný leyfi til reksturs gistiheimila í íbúðarhverfum til ársloka 2017. Örlygur vék af fundi við þessa bókun.

6.Rarik sækir um lóð undir dreifi- og rofastöð við Tröllabakka

Málsnúmer 201609250Vakta málsnúmer

Óskað er eftir lóð undir spennistöð RARIK við Tröllabakka. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að RARIK verði úthlutað lóð til samræmis við framlagt erindi.

7.Kristinn B. Steinarsson óskar eftir samþykki fyrir stækkun lóðar við Reistarnes

Málsnúmer 201609243Vakta málsnúmer

Kristinn Steinarsson óskar eftir samþykki fyrir stækkun lóðar undir íbúðarhúsið í Reistarnesi (lnr. 223.230). Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd sem sýnir stækkun lóðar um 3.669 m² svo heildarstærð lóðar verður 9.669 m². Einnig liggur fyrir skriflegt samþykki annara eigenda Leirhafnarlands. Innan lóðarinnar hyggst lóðarhafi reisa lítil hús til ferðaþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt.

8.Gunnar Páll Baldursson sækir um endurnýjun á rekstraleyfi í Félagsheimilinu Hnitbjörum og Félaginn bar

Málsnúmer 201610052Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um leyfi til sölu veitinga í Félagsheimilinu Hnitbjörgum og Félaganum bar á Raufarhöfn til handa Gunnari Páli Baldurssyni.
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Ketilsbraut 11

Málsnúmer 201610055Vakta málsnúmer

Jökull Gunnarsson óskar eftir samþykki til að byggja bílgeymslu að Ketilsbraut 11. Meðfylgjandi umsókn er uppáskrifað samþykki nágranna að Ketilsbraut 13 og 23.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu nægilega og veitir jákvæða umsögn um byggingarleyfi til samræmis við framlagða teikningu.

10.Fjárhagsáætlun 2017. Skipulags- og umhverfisnefnd

Málsnúmer 201610056Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun bókhaldslykils 09 um skipulags- og byggingarmál. Áætlunin miðast við skilgreindan fjárhagsramma.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa verði samþykkt eins og hún er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 16:00.