Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 201610062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 8. fundur - 11.10.2016

Á fundi sínum þann 11. maí s.l. óskaði hafnanefnd eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd gerði tillögu að breytingu deililskipulags Norðurhafnar sem fæli í sér nýja byggingarlóð á Naustagarði.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulagsins. Breytingin felst í að skilgreind er ný 1.596 m² lóð, Naustagarður 6, þar sem byggja megi allt að 8 m hátt hús með þakhalla 0-18° og nýtingarhlutfalli 0,4. Húsið megi vera tvær hæðir að hluta eða öllu leiti.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á 8 m mænishæð að hámarki, en leggur til að þakhalli verði á bilinu 10-30°. Í ljósi þess að reiknað er með að húsið megi vera tveggja hæða telur nefndin að nýtingarhlutfall skuli vera 0,4 - 0,6. Heimilt verður að hafa kvisti í þaki til beggja átta.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði auglýst til almennrar kynningar skv. ákvæðum skipulagslaga með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan.

Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 8. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Á fundi sínum þann 11. maí s.l. óskaði hafnanefnd eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd gerði tillögu að breytingu deililskipulags Norðurhafnar sem fæli í sér nýja byggingarlóð á Naustagarði. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulagsins. Breytingin felst í að skilgreind er ný 1.596 m² lóð, Naustagarður 6, þar sem byggja megi allt að 8 m hátt hús með þakhalla 0-18° og nýtingarhlutfalli 0,4. Húsið megi vera tvær hæðir að hluta eða öllu leiti.

Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á 8 m mænishæð að hámarki, en leggur til að þakhalli verði á bilinu 10-30°. Í ljósi þess að reiknað er með að húsið megi vera tveggja hæða telur nefndin að nýtingarhlutfall skuli vera 0,4 - 0,6. Heimilt verður að hafa kvisti í þaki til beggja átta. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði auglýst til almennrar kynningar skv. ákvæðum skipulagslaga með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan."
Liður 4 og 5 í fundargerð eru afgreiddir samhliða. Sjá bókun við lið 5.