Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

61. fundur 18. október 2016 kl. 16:15 - 20:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
  • Erna Björnsdóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varamaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Fræðslunefnd - 6

Málsnúmer 1609008Vakta málsnúmer

Fundargerðin er lögð fram.

2.Hafnanefnd - 7

Málsnúmer 1610007Vakta málsnúmer

Fundargerðin er lögð fram.

3.Byggðarráð Norðurþings - 192

Málsnúmer 1610008Vakta málsnúmer

Til máls tók undir lið 1 "Fundargerðir Eyþings 2016":Sif og Hjálmar Bogi.

Fundargerðin er lögð fram.

4.Framkvæmdanefnd - 9

Málsnúmer 1610006Vakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 2 "Almennt um sorpmál 2016":Kjartan, Kristján, Hjálmar Bogi og Óli.

Til máls tók undir lið 5 "Samningar um refa- og minkaveiðar":Kjartan.

Fundargerðin er lögð fram.

5.Fræðslunefnd - 7

Málsnúmer 1610005Vakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 5 "Breyting á grunnskólalögum nr. 91/2008": Hjálmar Bogi, Olga, Óli, Sif og Erna.

Til máls tóku undir lið 2 "Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík":Hjálmar Bogi,Erna, Olga, Óli og Soffía.

6.Félagsmálanefnd - 7

Málsnúmer 1610004Vakta málsnúmer

Fundargerðin er lögð fram.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 8

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Til máls tók undir lið 5 "Umsagnir skipulags- og umhverfisnefndar vegna leyfa til gistisölu": Soffía.

Fundargerðin er lögð fram.

8.Æskulýðs- og menningarnefnd - 5

Málsnúmer 1610002Vakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 6 "DGI Festival 2017 í Álaborg": Soffía og Erna.

Fundargerðin er lögð fram.

9.Byggðarráð Norðurþings - 191

Málsnúmer 1610001Vakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 1 "Beiðni félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni um fjárhagsstyrk til Norðurþings á árinu 2017": Kjartan, Óli og Soffía.

Til máls tóku undir lið 5 "Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra 2016":Hjálmar Bogi, Kristján, Óli og Soffía.

Til máls tóku undir lið 9 "Fundargerð 154. fundar Orkuveitu Húsavíkur": Hjálmar Bogi og Erna.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
"Hvar var þetta starf framkvæmdastjóra auglýst?"

Fundargerðin er lögð fram.

10.Byggðarráð Norðurþings - 190

Málsnúmer 1609012Vakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 8 "Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - fyrirspurn": Hjálmar Bogi og Kristján.

Til máls tóku undir lið 2 "Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga": Kjartan, Soffía, Óli og Sif.

Fundargerðin er lögð fram.

11.Hafnanefnd - 6

Málsnúmer 1609011Vakta málsnúmer

Fundargerðin er lögð fram.

12.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu, frumvörp að fjárhagsáætlun 2017 og 3ja ára áætlun 2018-2020.
Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu, fjárhagsáætlun 2017 og 3ja ára áætlun 2018-2020.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu liðum ofangreindra áætlana.
Til máls tóku um fjárhagsáætlun 2017 og 3ja ára áætlun 2018-2020: Óli, Hjálmar Bogi og Kristján. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2017 og 3ja ára áætlun 2018-2020 til síðari umræðu.

13.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Kristján og Óli.

14.Fráveitusamþykkt 2016

Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 9. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings:
"Tryggvi Jóhannsson fór yfir tillögu að fráveitusamþykkt. Framkvæmdanefnd samþykkir samþykktina eins og hún kemur fyrir með áorðnum breytingum og óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að sveitarfélagið gerist aðili að "Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ"."
Til máls tók: Hjálmar Bogi.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdanefndar.

15.Verbúðir á hafnarsvæðinu

Málsnúmer 201605080Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 7. fundi hafnanefndar Norðurþings.
"Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að gerðir verði eignaskiptasamningar fyrir efri hæð verðbúða við Húsavíkurhöfn og þær seldar í fjórum einingum. Að lokinni sölu verði stofnað húsfélag. Ekki verða gerðar breytinar á fyrirkomulagi neðri hæðar að svo stöddu. Hafnanefnd samþykkir að framlengja leigusamninga á neðri hæð til eins árs frá og með næstu áramótum. Fyrir liggur að lagfæra þurfi leka af þaki inn á efri hæð verbúða. Hafnanefnd samþykkir að ráðast í lagfæringar á þaki húseignarinnar."
Til máls tóku: Erna, Hjálmar, Óli, Kjartan, Soffía og Sif.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu þessa liðs til næsta fundar.

16.Umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201509047Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun 9. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings:
"Farið yfir drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing. Nefndin felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að taka tillit til athugasemda nefndarmanna. - taka þarf aukið tillit til gangandi og hjólandi umferðar þannig að sú umferð fái aukið vægi t.d. varðandi skipulag göngu- og hjólreiðastíga. - fara þarf í samstarf við Vegagerðina um þá þætti sem snúa að þátttöku hennar í skipulagi og kostnaði. - kannaður verði sá möguleiki að starfsmenn sveitarfélagsins sem mæta til vinnu sinnar með umhverfisvænum hætti, s.s. gangandi eða hjólandi fá umbun með einhverjum hætti. - uppfæra og endurskoða hámarkshraða. Nefndin samþykkir drögin enda lifandi skjal í stöðugri mótun."
Til máls tóku: Hjálmar, Kristján, Kjartan, Óli, Olga, Soffía og Erna.

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing.

17.Kristinn B. Steinarsson óskar eftir því að stækka lóð við Reistarnes úr landi Reistarness

Málsnúmer 201609243Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun 8. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

18.Rarik sækir um lóð undir dreifi- og rofastöð við Tröllabakka

Málsnúmer 201609250Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun 8. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að RARIK verði úthlutað lóð til samræmis við framlagt erindi."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

19.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 7. fundi hafnanefndar Norðurþings.
"Hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leiti nýja lóð á svæði H3 við Naustagarð 6 á hafnarsvæðinu á Húsavík. Nefndin leggst gegn því að skilgreindur verði viðlegukantur í skipulagi að þessu sinni enda liggi ekki fyrir hver lóðarhafi verði og ekki liggi fyrir samþykki Vegagerðarinnar fyrir umræddum viðlegukanti."
Forseti lagði til að dagskárliðir 4 og 5 verði teknir saman til umræðu. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Sif.

Sif lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar.
Á fundi sínum þann 17. október s.l. lagði hafnanefnd til að fyrirhugaður viðlegukantur við Naustagarð 6 yrði felldur út úr deiliskipulagstillögunni. Það er í mótsögn við þann möguleika sem horft var til við skipulagsvinnuna að tengja lóðina Slippnum. Ég legg því til að í stað bryggju og göngubrúar innan lóða Naustagarðs 6 verði gert ráð fyrir að lóðin mjókki um 4 m. frá fyrri hugmynd skipulagsnefndar og á því svæði heimiluð gerð viðlegukants og göngubrúar inni á svæði hafnarinnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna með framangreindum breytingum.

20.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 201610062Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 8. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Á fundi sínum þann 11. maí s.l. óskaði hafnanefnd eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd gerði tillögu að breytingu deililskipulags Norðurhafnar sem fæli í sér nýja byggingarlóð á Naustagarði. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulagsins. Breytingin felst í að skilgreind er ný 1.596 m² lóð, Naustagarður 6, þar sem byggja megi allt að 8 m hátt hús með þakhalla 0-18° og nýtingarhlutfalli 0,4. Húsið megi vera tvær hæðir að hluta eða öllu leiti.

Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á 8 m mænishæð að hámarki, en leggur til að þakhalli verði á bilinu 10-30°. Í ljósi þess að reiknað er með að húsið megi vera tveggja hæða telur nefndin að nýtingarhlutfall skuli vera 0,4 - 0,6. Heimilt verður að hafa kvisti í þaki til beggja átta. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði auglýst til almennrar kynningar skv. ákvæðum skipulagslaga með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan."
Liður 4 og 5 í fundargerð eru afgreiddir samhliða. Sjá bókun við lið 5.

21.Gatnagerðargjöld

Málsnúmer 201610039Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 191. fundi byggðarráðs Norðurþings:
"Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að veittur verði 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir valdar lóðir þar sem útgjöld sveitarfélagsins vegna gatnagerðar eru minniháttar. Sveitarstjóra er falið að útfæra aðgerðina í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa og leggja fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar."
Fyrir sveitarstjórn liggur ennfremur eftirfarandi bókun frá 9. fundir framkvæmdanefndar Norðurþings:
"Framkvæmdanefnd samþykkir að veita 50% afslátt af eftirfarandi lóðum. Lóðir sem um ræðir eru; - Stakkholt 5 og 7. - Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11. - Urðargerði 5. - Steinagerði 5. - Lyngholt 26 til 32. - Lynholt 42 til 48. - Grundargarður 2. Umræddar lóðir eru á Húsavík. Afsláttur einbýlishúsa miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2017. Afsláttur fjölbýlishúss miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2018. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt."
Tillaga framkvæmdanefndar er samþykkt samhljóða.

22.Norðurþing plastpokalaust samfélag

Málsnúmer 201609312Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur bókun frá 9. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings.
Eftirfarandi var bókað:
"Borist hefur bréf frá Helenu Eydísi Ingólfsdóttur, Sesselju Guðrúnu Sigurðardóttur, Þorkeli Björnssyni og Þorkeli L. Þórarinssyni þar sem skorað er á sveitarstjórn Norðurþings að gera sveitarfélagið að plastpokalausu samfélagi frá og með 1. janúar 2017. Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Sif, Hjálmar og Erna.

Sveitarstjórn þakkar bréfriturum góðar ábendingar og samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar sem mun sjá um að skipa þriggja til fimm manna vinnuhóp sem vinna mun að verkefninu.

Fundi slitið - kl. 20:00.