Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201605113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 177. fundur - 26.05.2016

Fyrir byggðarráði liggur áætlun um vinnu fjárhagsáætlunar 2017.
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 184. fundur - 11.08.2016

Fjármálastjóri lagði fram fyrstu tekjuáætlun fyrir árið 2017

Byggðarráð Norðurþings - 187. fundur - 01.09.2016

Fjármálastjóri lagði fram drög að fjárhagsramma, endanlegir rammar liggja fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 188. fundur - 08.09.2016

Fyrir byggðarráði liggja drög að ramma fyrir fjárhagsáætlun 2017.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsramma fyrir 2017.

Byggðarráð Norðurþings - 189. fundur - 15.09.2016

Fjármálastjóri fór yfir stöðu áætlanagerðarvinnu 2017

Byggðarráð Norðurþings - 191. fundur - 06.10.2016

Fyrir byggðarráði liggja drög að áætlun fyrir sameiginlegan kostnað, atvinnumál og brunamál vegna ársins 2017
Drögin eru lögð fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 192. fundur - 13.10.2016

Fjármálastjóri fór yfir óskir nefnda vegna breytinga á ramma. Fjármálastjóra, sveitarstjóra og formanni byggðarráðs er falið að stilla upp áætluninni fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu, frumvörp að fjárhagsáætlun 2017 og 3ja ára áætlun 2018-2020.
Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu, fjárhagsáætlun 2017 og 3ja ára áætlun 2018-2020.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu liðum ofangreindra áætlana.
Til máls tóku um fjárhagsáætlun 2017 og 3ja ára áætlun 2018-2020: Óli, Hjálmar Bogi og Kristján. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2017 og 3ja ára áætlun 2018-2020 til síðari umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 195. fundur - 03.11.2016

Fjármálastjóri fór yfir breytingar á forsendum á tekjum og gjöldum í áætlun.

Byggðarráð Norðurþings - 196. fundur - 10.11.2016

Fjármálastjóri fór yfir drög að fjárfestingaáætlun og gjaldskrár. Engar breytingar ákveðnar.

Byggðarráð Norðurþings - 197. fundur - 17.11.2016

Fyrir byggðarráði liggja drög að áætlun 2017, þriggja ára áætlun 2018-2020 og drög að gjaldskrá fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að leggja framlagða áætlun fyrir sveitarstjórn

Sveitarstjórn Norðurþings - 62. fundur - 22.11.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur Áætlun 2017 og 3 ára áætlun 2018-2020 til síðari umræðu og staðfestingar.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Gunnlaugur, Soffía, Jónas, Kjartan, Erna,

Minnihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Við undirrituð getum ekki samþykkt fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2017 eins og hún er lögð hér fram til afgreiðslu.
Reiknað er með því að fjárfesta fyrir 28,6% af heildartekjum samstæðunnar á árinu 2017. Við teljum það hlutfall allt of hátt miðað við þunga fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þessi mikli þungi á fjárfestingar leiðir til aukinnar skuldsetningar umfram það sem nauðsynlegt er.
Mikilvægt er að sveitarfélagið einbeiti sér að nauðsynlegum framkvæmdum vegna atvinnuuppbyggingar og væntanlegra íbúðabygginga. Því teljum við brýnt að sveitarfélagið haldi að sér höndum út árið 2017 og forðist þensluáhrif og aukna skuldsetningu, eins og kostur er.
Við teljum að það eigi að dreifa þeim fjárfestingum sem ekki eru brýnar yfir á árin 2018 til 2020 eftir að uppbyggingu á Bakka lýkur og aðlaga með því framkvæmdir að fjárfestingagetu sveitarfélagsins betur.
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson

Meirihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:

Fjárhagsáætlun Norðurþings hefur verið í vinnslu frá vormánuðum. Unnið hefur verið með hliðsjón af viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar. Horfur í rekstri og efnahag Norðurþings eru batnandi. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að A-hluti sveitarsjóðs verði rekinn með 74 milljóna rekstrarafgangi og þá verði samstæða Norðurþings rekin með 54 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári.
Áætlunin hefur verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í nefndum og byggðarráði. Allt nefndarfólk hefur haft tækifæri og nægan tíma til að koma sjónarmiðum sínum og tillögum á framfæri. Vinna hefur verið markviss undir stjórn stjórnenda Norðurþings og nær enginn ágreiningur komið fram um einstaka þætti áætlunarinnar í nefndum og ráðum. Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir gott samstarf síðastliðið hálft ár á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.

Erna Björnsdóttir
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir

Fjárhagsáætlun 2017 samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar og Örlygs. Á móti eru Gunnlaugur og Soffía. Kjartan og Jónas sitja hjá.

Fjárhagsáætlun 2018-2020 samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar og Örlygs. Kjartan, Jónas, Gunnlaugur og Soffía sitja hjá.

Eftir afgreiðslu þessa fundaliðar yfirgaf Sif Jóhannesdóttir fundinn.