Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Hlutafjáraukning Fjallalambs
201608044
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Fjallalambi hf. þar sem óskað er eftir svari við því hvort Norðurþing ætli að nýta forkaupsrétt sinn að hlutafjáraukningu í félaginu. Á síðasta byggðarráðsfundi mættu framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Fjallalambs hf. og fóru yfir rekstur og áætlanir félagsins.
Byggðarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt sinn að hlutafé í félaginu.
2.Fjárfestingarfélag Norðurþings - hluthafafundur
201608134
Fyrir byggðarráði liggur erindi um hluthafafund í Fjáfestingarfélagi Norðurþings hf.
Byggðarráð samþykkir að Óli Halldórsson fari með atkvæði Norðurþings á hluthafafundi í Fjárfestingarfélagi Norðurþings.
3.Húsnæðismál í Norðurþingi
201602125
Rædd voru húsnæðismál í Norðurþingi
4.Fundargerðir Eyþings 2016
201603019
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 284. fundar stjórnar Eyþings
Lagt fram til kynningar
5.Fjárhagsáætlun 2017
201605113
Fjármálastjóri lagði fram drög að fjárhagsramma, endanlegir rammar liggja fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
Fundi slitið - kl. 19:05.