Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

187. fundur 01. september 2016 kl. 16:00 - 19:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Hlutafjáraukning Fjallalambs

Málsnúmer 201608044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Fjallalambi hf. þar sem óskað er eftir svari við því hvort Norðurþing ætli að nýta forkaupsrétt sinn að hlutafjáraukningu í félaginu. Á síðasta byggðarráðsfundi mættu framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Fjallalambs hf. og fóru yfir rekstur og áætlanir félagsins.
Byggðarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt sinn að hlutafé í félaginu.

2.Fjárfestingarfélag Norðurþings - hluthafafundur

Málsnúmer 201608134Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi um hluthafafund í Fjáfestingarfélagi Norðurþings hf.
Byggðarráð samþykkir að Óli Halldórsson fari með atkvæði Norðurþings á hluthafafundi í Fjárfestingarfélagi Norðurþings.

3.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201602125Vakta málsnúmer

Rædd voru húsnæðismál í Norðurþingi

4.Fundargerðir Eyþings 2016

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 284. fundar stjórnar Eyþings
Lagt fram til kynningar

5.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri lagði fram drög að fjárhagsramma, endanlegir rammar liggja fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 19:05.