Fara í efni

Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201602125

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 167. fundur - 26.02.2016

Byggðarráð felur sveitarstjóra að stofna vinnuhóp um húsnæðismál á Húsavík í tengslum við nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis á staðnum. Hópnum er ætlað að vinna þarfagreiningu og móta stefnu um húsnæðismál sem lögð verður fyrir byggðarráðsfundi næstu vikna.

Byggðarráð Norðurþings - 168. fundur - 03.03.2016

Sveitarstjóri fór yfir vinnu nefndar um húsnæðismál í Norðurþingi

Byggðarráð Norðurþings - 170. fundur - 21.03.2016

Verkefnahópur um húsnæðismál hefur fundað reglulega undanfarnar vikur. Sveitarstjóri fór yfir vinnu hópsins og stöðu mála.
Stefnt er að því að skila greinagerð um húsnæðismál í apríl

Byggðarráð Norðurþings - 175. fundur - 03.05.2016

Kristján fór yfir vinnu húsnæðisnefndar og drög að skýrslu sem Alta hefur skilað. Málið verður kynnt á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016

Kristján Þór Magnússon, Gunnlaugur Aðalbjarnarson og Snæbjörn Sigurðarson mættu til fundarins. Kristján kynnti drög að skýrslu Alta um húsnæðismál á Húsavík. Skýrslan er hugsuð sem innlegg í mótun húsnæðisstefnu sveitarfélagsins.

Í stuttu máli er það niðurstaða greiningarinnar að bæta þyrfti við allt að 120 íbúðum á Húsavík vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC BakkiSilicon og afleiddra starfa. Þar fyrir utan er vöxtur í öðrum atvinnugreinum. Bornar eru saman íbúðastærðir á Húsavík og á höfuðborgarsvæðinu. Sá samanburður bendir til þess að helst vanti minni íbúðir á Húsavík, allt að 110 m². Á hinn bóginn sé nokkur yfirmettun í stærri einbýlishúsum.
Skipulags- og umhverfisnefnd ræddi skýrsludrögin. Horft verði til þess í deiliskipulagningu næstu íbúðarsvæða að aukin áhersla verði lögð á uppbyggingu smærri íbúðaeininga og þéttingu byggðar.

Byggðarráð Norðurþings - 179. fundur - 09.06.2016

Fyrir byggðarráði liggja tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík
Lagt fram til kynningar

Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016

Sveitarstjóri kynnir skýrslu vinnuhóps um húsnæðismál á Húsavík.
Sveitarstjóri kynnti lauslega skýrslu vinnuhóps um húsnæðismál.

Til stendur að halda opinn íbúafund um málið, fimmtudaginn 16. júní. Nefndarmenn eru hvattir til að sækja fundinn.

Byggðarráð Norðurþings - 185. fundur - 18.08.2016

Byggðarráð ræddi ýmsar hugmyndir um útfærslu á leigufélagi.

Byggðarráð Norðurþings - 186. fundur - 25.08.2016

Fyrir byggðarráði liggur greinargerð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrra húsnæðislaga á sveitarfélög
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 187. fundur - 01.09.2016

Rædd voru húsnæðismál í Norðurþingi

Byggðarráð Norðurþings - 190. fundur - 29.09.2016

Sveitarstjóra er falið að leggja fram tillögu um breytingu á húsaleigu íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins til að standa undir rekstrarkostnaði eignanna.

Byggðarráð Norðurþings - 191. fundur - 06.10.2016

Sveitarstjóri fór yfir stöðu varðandi húsnæðismál á Húsavík