Byggðarráð Norðurþings

179. fundur 09. júní 2016 kl. 17:00 - 19:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Staða og framtíð slökkviliðs Norðurþings

201603110

Sveitarstjóri og gestir fóru yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu á Bakka.

2.Fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201606025

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands íslenkra sveitarfélaga
Fundargerðin er lögð fram

3.Fyrirspurn frá Kjartani Páli Þórarinssyni vegna mjölskemmunar á Raufarhöfn

201606015

Fyrir byggðarráði liggur fyrirspurn frá Kjartani Páli Þórarinssyni þar sem spurt er hvernig það fjármagn var nýtt sem átti að fara í verkefnið "niðurrif fasteigna, hreinsun, frágangur og förgun úrgangs á Síldarverksmiðjulóð á Raufarhöfn"(64 milljónir), hvort til sé sjóður sérmerktur þessu verkefni og hvaða fjármagn (ef eitthvað) hefur hverfisráð til umráða í verkefnið
Sveitarstjóra er falið að taka saman greinagerð um stöðu verkefnisins og kynna fyrir byggðarráði

4.Forsetakosningar 2016

201606029

Forsetakosningar í Norðurþingi

Yfirkjörstjórn Norðurþings og stjórnir kjördeilda vinna nú að undirbúningi forsetakosninga sem
fram fara 25. júní 2016. Undirbúningur er hefðbundinn og er í góðu samstarfi við starfsmenn
sveitarfélagsins sem sinna þessum málaflokki og Innanríkisráðneytið sem annast framkvæmd
kosninganna.

Í Norðurþingi verða opnar fimm kjördeildir á kjördag 25. júní 2016:
-Kjörstaður Húsavík, Borgarhólsskóli, Kjördeild I og II. Kjörfundur opinn 10:00-22:00.
-Kjörstaður Kelduhverfi, Skúlagarður, Kjördeild III. Kjörfundur opinn 10:00-18:00.
-Kjörstaður Kópaskeri, Stóru - Mörk (dagvist aldraðra), Kjördeild IV. Kjörfundur opinn 10:00-18:00.
-Kjörstaður Raufarhöfn, Ráðhúsinu (skrifstofu Norðurþings), Kjördeild V. Kjörfundur opinn 10:00-18:00.

Samvinna er milli Sýslumannsins á N.-eystra og Skrifstofu Norðurþings um opnun atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar á skrifstofu Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
á Húsavík er að venju á Sýsluskrifstofunni Húsavík.
Byggðaráð Norðurþing samþykkir framangreinda tilhögun.

5.Starfsmannastefna Norðurþings

201606030

Fyrir byggðarráði liggur starfsmannastefna Norðurþings til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar

6.Ályktun frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra

201606033

Fyrir byggðarráði liggur ályktun frá Ferðamálasamtökum Norðurlands eystra og Markaðsstofu Norðurlands um Dettifossveg og flughlað á Akureyri
Lagt fram

7.Ársreikningur 2015 og aðrar upplýsingar frá aðalfundi 2016

201606034

Fyrir byggðarráði liggja ársreikningar Markaðsstofu Norðurlands 2015
Lagt fram til kynningar

8.Fjallalamb - ársreikningur 2015 og bréf vegna hlutafjáraukningar

201606044

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Fjallalambs hf. 2015 og bréf frá framkvæmdastjóra þar sem lýst er fyrirætlun um aukningu hlutafjár í félaginu. Óskað er eftir afstöðu Norðurþings til þess.
Ársreikningur félagsins er lagður fram og sveitarstjóra er falið að ræða við stjórn félagsins um stöðu þess.

9.Fundargerðir Dvalaheimils aldraðra 2016

201603063

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík frá 31. maí 2016
Fundargerðin er lögð fram

10.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra Húsavík

201606047

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík sem haldinn verður 22. júní nk.
Fundarboðið er lagt fram

11.Leigufélag Hvamms ehf. - fundargerðir 2016

201603111

Fyrir byggðarráði liggur fundargðerð stjórnar Leigufélags Hvamms ehf frá 31. maí 2016
Fundargerðin er lögð fram

12.Aðalfundur Leigufélags Hvamms ehf

201606048

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Leigufélags Hvamms ehf. sem haldinn verður 22. júní 2016
Kristján Þór fer með atkvæði Norðurþings á fundinum

13.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2016

201605007

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf frá 10. maí 2016
Lagt fram til kynningar

14.Bréf frá Búsata á Norðurlandi um stöðu og aðgerðir á húsnæðismarkaði

201606049

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Benedikt Sigurðarsyni um stöðu og aðgerðir á húsnæðismarkaði
Lagt fram til kynningar

15.Húsnæðismál í Norðurþingi

201602125

Fyrir byggðarráði liggja tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:25.