Fara í efni

Staða og framtíð slökkvuliðs Norðurþings

Málsnúmer 201603110

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 170. fundur - 21.03.2016

Fyrir byggðarráð kom Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings og fór yfir stöðu og framtíð slökkuvliðsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna valkosti á aðstöðu og húsnæði fyrir slökkvilið Norðurþings. Horft verði til staðsetningar, kostnaðar og mögulegrar samlegðar með annarri starfsemi.

Byggðarráð Norðurþings - 177. fundur - 26.05.2016

Grímur og Kristján fóru yfir stöðu viðræðna um slökkvimál verksmiðju PCC á Bakka. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræðu fundarins.

Byggðarráð Norðurþings - 178. fundur - 02.06.2016

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu brunavarna í verksmiðju PCC á Bakka.

Byggðarráð Norðurþings - 179. fundur - 09.06.2016

Sveitarstjóri og gestir fóru yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu á Bakka.

Byggðarráð Norðurþings - 196. fundur - 10.11.2016

Unnið hefur verið að framtíðarskipulagi slökkviliðs Norðurþings um skeið. Viðræður við samstarfsaðila um eflingu liðsins á næstu árum eru í farvegi. Slökkviliðsstjóri fer yfir stöðu mála á fundinum.
Grímur Kárason, slökkvistjóri Norðurþings, mætti á fundinn og ræddi framtíð slökkviliðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 201. fundur - 13.01.2017

Farið verður yfir stöðuna á drögum að samningum slökkviliðsins við utanaðkomandi aðila í tengslum við uppbyggingu liðsins til næstu ára sem og hugmyndir að útliti nýrrar slökkvistöðvar.