Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Staða og framtíð slökkviliðs Norðurþings
201603110
Grímur og Kristján fóru yfir stöðu viðræðna um slökkvimál verksmiðju PCC á Bakka. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræðu fundarins.
2.Flugklasaverkefnið Air 66N
201503004
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá verkefnastjóra flugklasa Air66N um stuðning við verkefnið
Byggðarráð sér sér ekki fært að styðja verkefnið fjárhagslega
3.Grundargarður 5-301 sala
201603127
Fyrir byggðarráði liggur tilboð í Grundargarð 5-301 sem hefur verið samþykkt með fyrirvara um samþykki byggðarráðs
Byggðarráð staðfestir samþykki tilboðsins
4.Bókun vegna uppgjörs á rekstri Leigufélagsins Hvamms
201602025
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá stjórn Leigufélagsins Hvamms ehf um að Norðurþing lýsi því yfir að eigendur muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur
Byggðarráð samþykkir að styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár.
5.Starfsmannamál í stjórnsýsluhúsi
201509020
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað bæjarstjóra varðandi skipulag stjórnunar á framkvæmdasviðið sveitarfélagsins
Lagt fram til kynningar
6.Fjárhagsáætlun 2017
201605113
Fyrir byggðarráði liggur áætlun um vinnu fjárhagsáætlunar 2017.
Lagt fram til kynningar
7.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um breytingu á rekstrarleyfi til handa Arnari Jóni Agnarssyni
201605114
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi til handa Arnari Jóni Agnarssyni vegna Hótel Norðurljósa á Raufarhöfn.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um breytingu og viðbót við fyrra rekstrarleyfi til handa Ólafi D Torfasyni vegna Fosshótels
201605116
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna breytingar og viðbótar á rekstrarleyfi til handa Ólafi D Torfasyni vegna Fosshótels á Húsavík.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi vegna Mærudaga
201605125
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna tímabundins tækifærisleyfis vegna útihátíðar á Mærudögum 2016 til handa Guðna Bragasyni.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
10.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi til handa Ingunni Egilsdóttur vegna Naustsins
201605124
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna nýs rekstrarleyfis til handa Ingunni Egilsdóttur vegna sölu veitinga á Naustið, Húsavík
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
Fundi slitið - kl. 18:45.