Byggðarráð Norðurþings

170. fundur 21. mars 2016 kl. 16:00 - 20:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Staða og framtíð slökkvuliðs Norðurþings

201603110

Fyrir byggðarráð kom Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings og fór yfir stöðu og framtíð slökkuvliðsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna valkosti á aðstöðu og húsnæði fyrir slökkvilið Norðurþings. Horft verði til staðsetningar, kostnaðar og mögulegrar samlegðar með annarri starfsemi.

2.Lögreglusamþykkt Norðurþings 2016

201603113

Fyrir byggðarráði liggja drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð leggurt til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lögreglusamþykkt.

3.Dvalarheimili aldraðara - fundargerðir 2016

201603063

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 13. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. sem haldinn var 8. mars sl.
Fundargerðin er lögð fram

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir að forsvarsmenn Dvalarheimils aldraðra komi á fund byggðarráðs.

4.Leigufélag hvamms ehf. - fundargerðir 2016

201603111

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Leigufélagsins Hvamms ehf frá 8. mars sl.
Fundargerðin er lögð fram

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir að forsvarsmenn Leigufélagsins Hvamms ehf. komi á fund byggðarráðs.

5.Húskaup á Garðarsbraut 44 Húsavík

201602119

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Félagi eldri borgara á Húsavík um að Norðurþing tryggi félaginu árlegan fjárstyrk til tryggingar á greiðslum á láni sem félagið tekur vegna kaupa á húsnæði að Garðarsbraut 44. Erindið var fyrst lagt fyrir byggðarráð á 169. fundi ráðsins og sveitarstjóra falið að ræða við málsaðila og kanna mögulegar leiðir að aðkomu Norðurþings og leggja fyrir byggðarráð á ný.
Byggðarráð fagnar frumkvæði félagsins og mun leita leiða til að styðja við rekstur húsnæðisins við fjárhagsáætlunargerð ársins 2017.

6.Málefni Húsavíkurstofu 2016

201603021

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Húsavíkurstofu um þjónustusamning milli Húsavíkurstofu og Norðurþings.
Lagt fram til kynningar

7.Tilboð í hlut Byggðastofnunar í Fasteignafélagi HN ehf.

201603106

Fyrir byggðarráði liggur tilboð sem Norðurþing hefur gert í hlut byggðastofnunar í Fasteignafélagi HN ehf. með fyrirvara um samþykki byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að standa við tilboðið gagnvart Byggðastofnun

8.Húsnæðismál í Norðurþingi

201602125

Verkefnahópur um húsnæðismál hefur fundað reglulega undanfarnar vikur. Sveitarstjóri fór yfir vinnu hópsins og stöðu mála.
Stefnt er að því að skila greinagerð um húsnæðismál í apríl

9.PCC Seaview Residences hf. óskar eftir lóðum til úthlutunar fyrir uppbyggingu íbúða

201603116

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá PCC Seaview Residences hf. um að lóðir á svæði E í deiliskipulagi Holtahverfis og tvær fjölbýlishúsalóðir við Lyngbrekku, verði teknar frá á meðan á undirbúningsvinnu stendur og svæðið tryggt félaginu til úthlutunar um leið og endanleg ákvörðun liggur fyrir um framkvæmdir. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna tillögu að breytingum á deiliskipulagi umræddra svæða þannig að það falli betur að hugmyndum þróunarfélagsins.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að taka frá umbeðið svæði til úthlutunar í sex mánuði frá samþykkt sveitarstjórnar.

10.Samþykktir um hverfisráð Norðurþings

201603112

Fyrir byggðarráði liggja drög að samþykktum fyrir hverfisráð í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar

11.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Valgeiri Páli Guðmundssyni, Laugarholti 3c

201603080

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Valgeiri Páli Guðmundssyni til sölu gistingar að Laugarholti 3c.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

12.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 247. mál, tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.

201603099

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.
Lagt fram til kynningar

13.Hækkun gjaldskrár Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

201603114

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. um breytingu á gjaldskrá hitaveitunnar en skv 3. grein reglugerðar nr 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á gjaldskrá

Fundi slitið - kl. 20:20.